Morgunblaðið - 30.01.2010, Side 9
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
STYTTING hringvegarins á vest-
anverðu Norðurlandi með gerð
svonefndrar Svínavatnsleiðar gæti
verið með arðsamari vegafram-
kvæmdum á landsbyggðinni. Þetta
er mat Sigbjörns Nökkva Björns-
sonar, sem fjallar um arðsemi
nokkurra mögulegra vegastyttinga
í lokaverkefni sínu í bygginga-
tæknifræði við Háskólann í
Reykjavík.
Sigbjörn Nökkvi skoðaði mögu-
lega vegstyttingu í Hrútafirði, á
Vindheimaleið í Skagafirðinum og
svo þrjár útgáfur af styttingu veg-
arins um Svínavatnsleið. Mældist
arðsemi framkvæmdanna 20,8%
þar sem mest var, og er það Svína-
vatnsleið 1 sem styttir hringveginn
um 12,6 km með lagningu 16,7 km
langs vegakafla.
Við arðsemismatið var einkum
horft til stofnkostnaðar og rekstr-
arkostnaðar mannvirkis, aksturs-
og tímasparnaðar í umferðinni,
sem og aukins umferðaröryggis.
„Aksturs- og tímakostnaðurinn
vegur þarna þyngst á meðan erf-
iðast er að meta arðinn af fækkun
slysa, enda eru sumir hlutir þannig
að þeir verða einfaldlega ekki
metnir til fjár,“ segir Sigbjörn
Nökkvi.
Íbúar Blönduóss ekki sáttir
Útreikningar á arðsemi mögu-
legra Svínavatnsleiða byggja á ve-
galínum sem þegar hafa verið
hannaðar af Leið ehf. og Vegagerð-
inni, en verið er að leggja lokahönd
á fjögurra ára samgönguáætlun og
aðalskipulag fyrir annars vegar
Bönduósbæ og svo Húnavatns-
hrepp, sem Svínavatnsleiðin myndi
liggja um. Hefur Blönduósbær sett
sig á móti hugmyndunum um flutn-
ing hringvegarins, en Húnavatns-
hreppur ekki útilokað að gera megi
ráð fyrir þessari leið. Sigbjörn
Nökkvi segir viðbrögð íbúa
Blönduóss skiljanleg, enda verði
bærinn þá ekki lengur við hring-
veginn. „Mín hugmynd er hins veg-
ar sú að arðurinn sem komi til af
þessari framkvæmd verði notaður
til að byggja upp samfélag og
fjölga störfum á Blönduósi.“
Framkvæmdin sé ekki dýr og
gott væri að koma henni í gang nú
þegar svo mikil lægð er í öllum
framkvæmdum. „Ég held líka að
það sé óhætt að fullyrða að það séu
ekki margar framkvæmdir á land-
inu, að höfuðborgarsvæðinu und-
anskildu, sem fara upp fyrir þessar
arðsemiskröfur,“ segir Sigbjörn
Nökkvi.
Með arðsamari
framkvæmdum
Útreikningar benda til 20,8% arðsemi af Svínavatnsleið
Svínavatnsleið
Ný veglína 1
Ný veglína 2
Ný veglína 3
Vegir sem tengjast Svínavatnsleið
Þjóðvegur 1
Blönduós
Svínavatn
731. Svínvetningabraut
728.Auðkúluvegur
724.Reykjabraut
Auðkúla
H
ún
af
jö
rð
ur
Laxárvatn
LANGIDALUR
Blanda
Ti
lR
ey
kj
av
ík
ur
Til Akureyrar
STAÐREYNDIR
»Blönduósbær og Húna-vatnshreppur boða til al-
mennra íbúafunda eftir
helgina, þar sem fjalla á um
tillögur að aðalskipulagi sveit-
arfélaganna árin 2010-2022.
»Fundur Húnavatnshreppsverður í Húnavallaskóla
mánudagskvöldið 1. febrúar
kl. 20. Fundur Blönduósbæjar
verður á Hótel Blönduósi á
þriðjudag kl. 17.
BROT 394 ökumanna voru mynduð
á gatnamótum Hringbrautar og
Njarðargötu á miðvikudag og
fimmtudag. Fylgst var með öku-
tækjum sem ekið var eftir Hring-
braut í vestur og yfir fyrrnefnd
gatnamót. Á 28 klukkustundum
fóru 19.307 ökutæki þessa aksturs-
leið og því óku um 2% ökumanna of
hratt eða yfir afskiptahraða. Með-
alhraði hinna brotlegu var 75 km/
klst. en þarna er 60 km hámarks-
hraði. Þá óku 57 ökumenn á 80 km
hraða eða meira en sá sem hraðast
ók mældist á 113 km/klst.
Morgunblaðið/Júlíus.
Brot 394 ökumanna
mynduð af lögreglu
VERIÐ er að
undirbúa auglýs-
ingar á stöðum
fimm héraðs-
dómara og jafn-
margra aðstoð-
armanna. Ragna
Árnadóttir,
dóms- og mann-
réttind-
aráðherra, segir
að gert sé ráð
fyrir að stöðurnar verði auglýstar
innan skamms.
Í nóvember sl. lagði Ragna til að
héraðsdómurum yrði fjölgað um
fimm og aðstoðarmönnum þeirra
einnig. Kostnaður vegna þessa er
metinn 90 milljónir.
Mikið álag er á héraðsdómum
sem ráða á tíðum ekki við aukinn
fjölda mála. Í haust felldi Hæstirétt-
ur t.d. úr gildi gæsluvarðhalds-
úrskurð yfir dæmdum nauðgara
þar sem Héraðsdómur Reykjavíkur
hafði ekki skilað gögnum í tæka tíð.
hlynurorri@mbl.is
Bráðum auglýst eft-
ir héraðsdómurum
Ragna
Árnadóttir
STOFNAÐ var í
gær opinbert
hlutafélag um
sameinaðan
rekstur opinberu
hlutafélaganna
Flugstoða og
Keflavíkur-
flugvallar. Á
fundinum var
kjörin ný stjórn
félagsins og er Þórólfur Árnason
nýr formaður hennar. Nafn hins
nýja félags hefur ekki verið ákveð-
ið ennþá en heiti þess í upphafi er
Flug-Kef ohf. Aðrir í stjórninni eru
Arngrímur Jóhannsson, Rannveig
Guðmundsdóttir, Arnbjörg Sveins-
dóttir, Ásta Rut Jónasdóttir, Ragn-
ar Óskarsson og Jón Norðfjörð.
Tilgangur hins nýja félags er að
reka alla flugvelli landsins og sjá
um uppbyggingu þeirra.
Þórólfur stjórnar-
formaður
Þórólfur Árnason
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
SALA á tóbaki hjá Áfengis- og tók-
baksverslun ríkisins tók mikinn
kipp í desember sl. og ekki síst síð-
ustu daga ársins. Auðséð er, að
auknar álögur sem lagðar voru á
tóbak 1. janúar sl. spiluðu stórt hlut-
verk í sölukippnum og ljóst að smá-
salar margir hverjir birgðu sig upp
af tóbaki. Samkvæmt óvísindalegri
könnun Morgunblaðsins hækkuðu
þeir engu að síður verð á vindling-
um þegar á fyrstu dögum nýs árs.
Rúmlega sex prósenta samdrátt-
ur var í sölu ÁTVR á vindlingum til
smásala á síðasta ári. Frá janúar til
loka nóvember mældist átta pró-
senta samdráttur en salan í desem-
ber var ekki í neinum takti við það
tímabil. Um þrettán prósenta sölu-
aukning var í mánuðinum miðað við
sama mánuð ári áður, 157 þúsund
karton af vindlingum seldust og
merkjanleg aukning var í síðari
hluta mánaðarins. Í desember 2008
seldust hins vegar 139 þúsund kart-
on.
Frjáls álagning
Ótækt er að fullyrða að allir sölu-
menn tóbaks hafi birgt sig upp og
hækkað álagningu, en víst þykir að
vindlingar hafi hækkað á flestum
sölustöðum. „Það er frjáls álagning
á Íslandi, þannig að það er ekkert
sem bannar slíkt,“ segir Jóhannes
Gunnarsson, formaður Neytenda-
samtakanna. „En ég hélt reyndar að
verslanir sem birgja sig upp á þenn-
an hátt fyrir hækkanir væru að því
til að standa sig betur í samkeppni.“
Jóhannes segir að ef smásalar
geti leikið þennan leik, þ.e. að birgja
sig upp og hækka verð um leið og
álögur hækka hljóti það að vekja
spurningar um samkeppni. „Er ekki
virk samkeppni milli smásala með
þessa tilteknu vöru?“ Jóhannes seg-
ist hins vegar ekki vilja um það spá.
Mikil verðhækkun
Þegar verðþróun á einum pakka
af Winston-vindlingum er skoðuð, á
vef Hagstofunnar, kemur í ljós að í
febrúar 2008 greiddi reykingarmað-
ur um sex hundruð krónur. Pakkinn
hækkaði um sjötíu krónur áður en
2009 leit dagsins ljós, og í febrúar
2009 hafði hann hækkað enn meira;
kostaði þá 722 krónur.
Á árinu 2009 hafa orðið miklar
hækkanir á verði tóbaks. Í ágúst var
verðið á Winston-pakka komið upp í
834 krónur og í nóvember 843 krón-
ur. Almennt verð í óvísindalegri
könnun Morgunblaðsins sem fram
fór í gær var 895 krónur. Taka ber
fram að hægt var að finna mun
lægra verð, og það lægsta á sölustað
í Hafnarfirði, 834 krónur.
Birgðu sig upp af tób-
aki og hækkuðu verð
Sala ÁTVR á tóbaki jókst um 13% í desember síðastliðnum
Morgunblaðið/Golli
Reykingar Fyrstu ellefu mánuði síðasta árs var 8% samdráttur í sölu ÁTVR
á vindlingum. Í desember jókst salan hins vegar um 13% miðað við fyrra ár.
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
Meiri
verðlækkun
50-70% afsláttur
www.rita.is
Ný
sending
Svartar
gallabuxur
frá PAS
str. 36-56
Eddufelli 2, sími 557 1730
Opið laugardag kl. 10-14
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Opið laugardag kl. 10-16
Mörkinni 6, sími 588 5518
Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-16
ÚTSALA
20-50% afsláttur
Úlpur - kápur - jakkar - peysur
MÖGNUÐ ÚTSALA
NÚ ENN MEIRI AFSLÁTTUR
ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR
Skoðið sýnishornin á laxdal.is