Morgunblaðið - 30.01.2010, Page 38

Morgunblaðið - 30.01.2010, Page 38
38 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010 ✝ Ingigerður Ei-ríksdóttir var fædd á Löngumýri í Skeiðahreppi í Árnes- sýslu 14. febrúar 1928. Hún lést á hjúkrunardeild Kumbaravogs 22. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Eiríkur Þorsteinsson bóndi og Ragnheiður Ágústsdóttir, hús- freyja á Löngumýri í Skeiðahreppi. Eirík- ur fæddist 6. október 1886 á Reykjum Skeiðahreppi, d. 25. júlí 1979. Ragnheiður fæddist 9. mars 1889 í Gelti í Grímsneshreppi í Árnessýslu, d. 26. febrúar 1967. Ingigerður var yngst sex systkina, en þau eru Ágúst, f. 7. október 1916, d. 25. september 1999, Elín, f. 29. október 1917, d. 6. september 1995, Þorsteinn, f. 13. apríl 1920, d. 1. október 1978, Páll, f. 16. júlí 1921, Sigurður, f. 16. júní 1926, d. 24. nóvember 1981, auk þess eiga systkinin einn fósturbróður, Bald- vin Árnason, f. 17. júní 1939. Ingigerður gekk í barnaskólann í Brautarholti í Skeiðahreppi og síðar í Húsmæðraskólann á Laug- 14.5. 1976, maki Kolbrún Hrund Ólafsdóttir, f. 17.5. 1975. Börn: Ólafur Rúnar, f. 25.8. 2004, og Mó- eiður María, f. 30.7. 2009. c) Kristín Ósk, f. 17.1. 1981, maki Alseny Sylla, f. 15.2. 1979, börn Bangaly Þorsteinn, f. 22.8. 2001, og Bene- dikta Fatoumata, f. 4.6. 2009. d) Óli Ben, f. 3.7. 1991, unnusta Karen Jó- hannsdóttir f. 22.1. 1993. 3) Ragn- heiður, f. 30.10. 1962, maki Vil- hjálmur Vilmundarson, f. 7.4. 1963, börn a) Stella Sigríður, f. 10.1. 1995. b) Eiríkur Björn, f. 10.8. 1996. c) Inga Jóna, f. 26.7. 1999. Ingigerður og Jón hófu búskap á Skipum 2 árið 1949 þegar þau eignuðust þrjá fjórðu af jörðinni, reistu nýbýli og ráku stórt kúabú. Einnig voru þau með talsverða garðrækt og nokkurn fjárbúskap. Á Skipum var mannmargt á sumr- um og var oft langur vinnudagur hjá húsmóðurinni við að elda mat, þvo þvotta og sinna annarri þjón- ustu fyrir fjölda vinnumanna ásamt því að sinna mjöltum bæði kvölds og morgna. Ingigerður vandist því í foreldrahúsum að taka vel á móti gestum og varð ekki breyting á því þegar hún varð sjálf húsmóðir og var ávallt hlaðið kaffiborð þegar gesti bar að garði. Útför Ingigerðar verður gerð frá Stokkseyrarkirkju í dag, laug- ardaginn 30. janúar 2010, og hefst athöfnin kl. 11. arvatni. Hún starfaði við almenn sveita- störf meðan hún dvaldi í föðurhúsum á Löngumýri, auk þess sem hún gegndi ráðs- konustörfum í barna- skólanum í Braut- arholti. Ingigerður lærði ung á hljóðfæri og var góðum gáfum gædd í þá veru og var hún mjög ung þegar hún spilaði á dansleikjum ásamt Sigurði, bróður sín- um. Ingigerður giftist 6. janúar 1950 Jóni Ingvarssyni frá Skipum, Stokkseyri, f. 28. ágúst 1912, d. 8. maí 2008. Börn þeirra eru: 1) Gísli Vilhjálmur, f. 2.2. 1950, maki Her- dís Jóna Hermannsdóttir, f. 24.6. 1949. Börn a) Ingigerður, f. 5.7. 1976. Maki Njáll Jónsson, f. 3.7. 1975. Börn: Jón Víðir, f. 23.4. 1998, Kolbrún Eva, f. 16.10. 2007. Herdís Salóme, f. 24.9. 2009. b) Hermann Þór, f. 31.1. 1978. c) Axel Már, f. 3.9. 1983. 2) Móeiður, f. 28.7. 1953. Maki Ólafur Benediktsson, f. 19.3. 1950. Börn a) Benedikta, f. 13.11. 1973, d. 19.6. 1999. b) Jón Ingi, f. Ég minnist stundum orða móður minnar þegar hún sagði „mikið var það dýrmætt“ þegar einhver lést eftir langa sjúkdómslegu. Ég skildi ekki þá að það væri eitthvað gott við að deyja, en það skil ég betur nú eftir að hafa horft upp á hennar löngu þrautagöngu sem stóð yfir nokkur síðustu æviár hennar. Sagt er að fátt sýni betur innri mann en framkoma við aðra og engan þekki ég sem ekki tæki undir að það ætti við hana sem sýndi öllum góðvild og vinsemd. Mamma kemur frá menningar- heimili þar sem söngur og hljóð- færasláttur var daglegt brauð. Hún lærði snemma á hljóðfæri og var jafnvíg á öll þau helstu sem notuð voru í þá daga. Hún og Sig- urður bróðir hennar léku fyrir dansi á samkomum víða um Árnes- sýslu og spilaði hún þar á bæði gít- ar og harmonikku. Haustið 1947 fór hún til náms í Húsmæðraskól- anum á Laugarvatni. Þegar hún kom á staðinn að kvöldi til beið eft- ir henni hópur af ungmennum sem höfðu frétt af komu hennar og var búið að ákveða ball um kvöldið og átti hún að spila, ekki var eftir neinu að bíða og varð að bíða betri tíma að taka upp úr töskunum. Eftir að þau hjón, Jón faðir minn og hún, hófu búskap á Skipum gafst lítill tími til að sinna tónlist- inni vegna þess að fátt var um frí- stundir, vinnan gekk fyrir öllu. Æskuminningar mínar eru allar meira og minna tengdar henni, hvort sem var í leik eða starfi. Hún skildi vel þörf unglinganna á heim- ilinu til að fara á skemmtanir sem voru í nágrenninu og lagði oft á sig mikla vinnu í að útvega miða á þorrablót eða aðrar viðburði. Gest- risni var henni í blóð borið og að bjóða í kaffi og hlaðið borð var daglegir viðburðir. Ekki var gerð- ur greinarmunur á alþingismönn- um sem bar að garði og mjólk- urbílstjóranum sem kom að ná í mjólk. Eitt haust fyrir löngu lágu gæsaskyttur fyrir morgunflugi. Veður var kalt og þegar útséð var um frekari veiði komu þeir heim að bænum en þar beið þeirra hlaðið kaffiborð og heitt kakó til að koma hita í kalda kroppa veiðimannanna. Þegar flest var í heimili á sumrum var í nógu að snúast, vinnumenn- irnir margir og á misjöfnum aldri, frá 8 ára og upp undir tvítugt. Þessir strákar þurftu allir þjónustu og ekki síður umhyggju því margir höfðu heimþrá. Það var gott að deila mömmu sinni með þeim því hún sýndi þeim umhyggju eins og sínum eigin börnum. Margir af þessum fyrrverandi vinnumönnum hafa haldið tryggð við þau hjónin á Skipum, sumir upp undir 50 ár. Ekki er hægt að minnast mömmu öðruvísi en geta sambands hennar við barnabörnin sem var einstakt og hafði hún gott lag á að gera þau að vinum sínum og jafn- ingjum. Þau fengu ekki öll að njóta gæsku hennar, þau yngri misstu af henni að miklu leyti vegna veik- inda hennar. Það var henni sár reynsla þegar Benedikta, dóttir Móeiðar, féll frá í blóma lífsins að- eins 25 ára en Benedikta var fyrsta barnabarnið og átti sérstakan sess í huga ömmu sinnar. Nú þegar kemur að leiðarlokum vil ég þakka henni fyrir samveruna, fyrir að hafa varið mig fyrir áföllum heims- ins, fyrir að hafa alið mig upp og lagt grunn að því góða sem í mér býr. Gísli Vilhjálmur Jónsson. Elsku amma. Það er margt sem kemur upp í hugann nú þegar komið er að kveðjustund. Minning- arnar um allar góðu stundirnar sem ég átti með þér í sveitinni á Skipum. Það var alltaf mikið að gera hjá þér í sveitinni en samt gafstu þér tíma til að fara með okkur barnabörnin í bíltúr um tún- in á gamla Land Rover-jeppanum, til öryggis varst þú alltaf tilbúin að taka í handbremsuna því við vorum ekki alveg komin á bílprófsaldur, en það þótti sjálfsagt í sveitinni að krakkar kynnu að keyra. Þegar þið fenguð nýja jeppann fórum við oft tvö í bíltúr og fékk ég þá að keyra. Það voru góðir tímar og spjöll- uðum við þá um búskapinn á bæj- unum í kring og ýmislegt annað. Ég man líka þegar við fórum í hænsnakofann að gefa hænunum og tína egg sem við fórum svo saman með til kaupenda á Stokks- eyri og fór ég þá yfirleitt með egg- in á meðan þú beiðst úti í bíl. Það var mikið líf í eldhúsinu hjá þér og hrærivélin stöðugt í notkun og ilm- andi bökunarlykt úr ofninum eða þá flatkökubakstur á eldavélinni. Vinnudagurinn var langur hjá þér og man ég það vel þegar við vorum að horfa á sjónvarpið á kvöldin að þú varst ævinlega sofn- uð sitjandi í sófanum. Þegar kom að háttatíma mátti alltaf finna hitapoka í rúminu og það yfirleitt tvo, svo mikil var umhyggjan í garð okkar barnanna. Blessuð sé minning þín, elsku amma mín, og takk fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman, þær mun ég varðveita og deila með börnum mínum. Jón Ingi Ólafsson. Ég er svo heppin að hafa fengið tækifæri til þess að eyða mörgum stundum í sveitinni, með henni ömmu. Margar góðar stundir átt- um við í bílnum á leiðinni út á Stokkseyri. Í eitt skiptið horfðum við svo mikið á skipin úti á sjó að hún keyrði næstum því út af veg- inum og vorum við vanar að rifja það upp og hlógum þá þessi ósköp af vitleysunni í okkur. Í þessum bíltúrum lá leiðin á pósthúsið og svo í kaupfélagið með nokkrum stoppum hjá konum sem keyptu egg af okkur. Fyrir þessar ferðir fórum við alltaf í betri fötin okkar. Á kvöldin þegar minna var að gera hjá ömmu fórum við stundum í bíltúr þar sem hún leyfði mér að æfa mig að keyra. Kvöldgöngutúr- arnir eru mér líka ógleymanlegir, sérstaklega þegar fugla- og hreiðraskoðun var innifalin. Notalegast finnst mér samt að rifja upp þegar við vorum háttaðar á kvöldin. Amma var þá að sjálf- sögðu búin að setja nákvæmlega mátulega hitapoka í öll rúm. Svo lágum við og lásum hvor fyrir aðra, þegar hitapokinn var svo far- inn að kólna fannst mér best að skríða í hlýjuna til hennar. En þess fékk ég ekki að njóta lengi því fjósið kallaði á ömmu klukkan fimm á hverjum morgni og þá var langur dagur byrjaður hjá henni. Ég hugsa líka oft til hennar þegar mikið er að gera hjá mér, sem samt er ekki helmingur verkanna hennar, og einhvern veginn getur mér þá ekki fundist of mikið að gera. Þær eru svo ótrúlega margar og góðar minningarnar sem ég á um ömmu og mun ég varðveita þær um ókomna tíð, enda eru þær skemmtilegustu kvöldsögurnar á mínu heimili. Elsku amma mín, ég vil kveðja þig með þessum fallega sálmi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Ég veit að nú líður þér betur. Samt streyma tárin niður vanga mína, því ég sakna þín svo sárt amma mín. Kristín Ólafsdóttir. Nú er komið að kveðjustund, elsku amma mín. Við áttum marg- ar ánægjulegar stundir saman og standa margar þessara minninga upp úr. Það var alltaf svo gott að koma til þín og afa í heimsókn og áttum við í gegnum tíðina mörg góð samtöl nöfnurnar. Ég get talið endalaust upp þær skemmtilegu stundir sem ég á úr sveitinni en þær minningar sem sitja efst í huga mér eru allir föstudagarnir sem við áttum saman þegar ég kom við hjá þér í kaffisopa og spjall. Það var svo notalegt að koma við hjá þér eftir skóla og gát- um við spjallað um allt milli himins og jarðar. Ég er þakklát fyrir þau ár sem ég átti með þér en söknuðurinn mun vara áfram í mínu hjarta. En nú veit ég að þér líður vel og að líkami þinn og sál hefur öðlast þá hvíld sem var í raun og veru löngu orðinn tímabær. Ég kveð þig hér, amma mín, með þökk fyrir þær samverustundir sem við áttum saman í gegnum árin. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Saknaðarkveðja. Þín, Ingigerður. Ingigerður Eiríksdóttir ✝ Hafþór Heið-arsson fæddist á Akureyri 8. apríl 1968. Hann lést á Dal- vík 16. janúar síðast- liðinn. Móðir hans er Sigrún Arngríms- dóttir, f. 1943. Faðir hans var Heiðar Rafn Baldvinsson, f. 1944, d. 2005. Systkini Haf- þórs eru: 1) Jóhann Rafn, f. 3. júlí 1963. Eiginkona hans er Hólmfríður Inga Helgadóttir, f. 1970. 2) Arna Kristjana, f. 22. september 1964. Sambýlismaður hennar er Rúrik Kjartan Scheving, f. 1954. 3) Baldvin Þór, f. 14. nóvember 1966, sambýliskona hans er Sigríður Hannesdóttir, f. 1960. Hálfsystkini Hafþórs, samfeðra, eru 4) Dagný, f. 18. nóv- ember 1975, og 5) Einir, f. 24. ágúst 1978. Uppeldissystir Hafþórs er Linda Hrönn Helgadóttir, f. 28. ágúst 1970. Börn Hafþórs með fyrrverandi sambýlis- konu, Hjördísi Þór- isdóttur, f. 1971, eru Aron Þórir, f. 26. júlí 1994, og Anthony Már, f. 8. júlí 2003. Sonur hans með Elísabetu Friðriksdóttur, f. 1969, er Mikael Hugi, f. 18. júní 2001. Útför Hafþórs var gerð frá Dal- víkurkirkju 23. janúar. Kveðja frá móður Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Mamma. Það var í janúar 1996 sem ég fór á kaffihús með félaga mínum hon- um Brynjari. Það var hefð hjá okk- ur að fara á kaffihús og þá aðallega á Kaffi París. Þar hittum við glæsi- legan mann sem var fríður sýnum og snyrtilega klæddur, hann kom vel fyrir, léttur í lund og einstak- lega vingjarnlegur, en það var eng- inn annar en Haffi. Á þeim tíma var ég frekar óöruggur og mikið til baka en ég fann að þrátt fyrir mína veikleika virtist það ekki hrjá hann neitt, hann átti afskaplega auðvelt með að umbera mína galla og það sem mér fannst mest um vert var að hann tók mér eins og ég var. Reyndar vorum við nú ekkert byrj- aðir að spjalla mikið saman en það var ekki fyrr en eftir 2-3 skipti sem ég raunverulega kynntist honum, þá sá maður hversu einlægur hann var og lét sér mjög annt um náung- ann. Þrátt fyrir hans baráttu átti hann auðvelt með að koma orðum að hlutunum, þar fannst mér eins og ég hefði kynnst mínum sálu- félaga. Það var gott að ræða við Haffa og mér fannst ég geta sagt honum allt, hann virtist alltaf eiga gott með að ráðleggja fólki og segja sína skoðun á einlægan hátt. Mér er það minnisstæðast þar sem ég var í Kringlunni að kaupa mér jakkaföt og hitti Haffa á Hard- rock Café. Þar fékk maður aldeilis góðar móttökur og áttum við ansi gott spjall saman, því mun ég aldrei gleyma. Því sem hann ráðlagði mér þá mun ég aldrei gleyma og það mun fylgja mér alla tíð. Kæri Haffi, þegar ég frétti að þú værir látinn vildi ég ekki trúa því, hélt að þetta væri draumur og að einhver myndi segja mér að þetta væri ósatt. Það var alltaf gaman að hitta þig og spjalla við þig og maður reyndi alltaf að fá fréttir af þér, vonaðist alltaf til þess að þú myndir ná þér á strik og að þú gætir átt gott líf. Ég get þó huggað mig við það að þó að minningarnar um þig séu ekki margar þá eru þær góðar. Ég mun aldrei gleyma þér, þú varst góður drengur og með gott hjarta- lag. Megir þú hvíla í friði og ég sendi fjölskyldunni þinni og öllum þínum nánustu samúðarkveðjur. Guðmundur. Hafþór Heiðarsson Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn skila- frests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengd- armörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.