Morgunblaðið - 30.01.2010, Síða 34

Morgunblaðið - 30.01.2010, Síða 34
34 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010 KRAKKAFRELSI heitir nýtt til- boð símafyrirtækisins Vodafone og gengur út á að fólk sem er í svo- kallaðri Gull þjónustu Voda- fone getur fengið kr. 1500 inneign mánaðarlega fyr- ir GSM síma barna í fjölskyld- unni. Mér leist vel á tilboðið og hringdi með það sama í þjónustusíma Vodafone til að þiggja þetta kostaboð fyrir stjúpson minn og dóttur en bæði eru þau með gsm-síma hjá Vodafone. Greið- lega gekk að skrá strákinn en ekki stelpuna og skýringin reyndist sú að hún á ekki lögheimili hjá mér. Engu skipti þótt símanúmer hennar væri á mínu nafni og greitt af mér. Taldi ég að þetta hlyti að vera ein- hver misgáningur og bað um að þetta yrði kannað. Í framhaldinu var mér sent sms með því svari að því miður væri þetta ekki hægt. Engin frekari skýring fylgdi. Mér fannst þetta verulega kúnstugt og hringdi því aftur og talaði við annan þjónustufulltrúa sem var hinn ljúf- mannlegasti. Sá skoðaði málið og skildist mér á þeim svörum sem hann fékk að þetta væri of flókið í framkvæmd. Ekki var hægt að fá tala við yfirmann þar sem þeir hefðu ekki viðtalstíma en hann skyldi koma skilaboðum áleiðis og yrði þá allramildilegast haft sam- band ef fyrirspurnin yrði metin þess verð að ansa henni. Þetta kann að virðast fremur léttvægt mál en þó býr meira undir. Mér finnst ekki léttvægt að mér séu send þau skila- boð að barnið mitt sé annars flokks eins og Vodafone gerir með þessu. Mál af þessu tagi er því miður ekkert einsdæmi hjá fyrirtækjum eða opinberum stofnunum. Stund- um stafar þetta einfaldlega af hugsunarleysi en stundum af for- pokun og vanvirðingu gagnvart fjöl- skyldum þar sem foreldrar búa ekki saman. TUMI KOLBEINSSON kennari. Vodafone mismunar börnum Frá Tuma Kolbeinssyni Tumi Kolbeinsson HVERJIR stunda mansal. Það eru þeir sem versla með fólk án þess að það hafi nokkuð með það að segja og að mínu mati eru það bankar og glæ- paklíkur. Hér tek ég dæmi til að útskýra það sem ég á við, það er aðeins til viðmiðunar þar sem málin geta bæði verið verri og betri heldur en þetta dæmi sem ég nefni hér. Par fer í banka því það vantar fjármögnun fyrir kaupum á íbúð eða bíl. Bankinn segist vera tilbúinn að lána 70% af kaupverði. Parið kaupir íbúð fyrir 20 millj- ónir. Bankinn lánar 70% = 14 millj- ónir og parið leggur fram 30% = 6 milljónir. Samtals eru þetta 20 millj- ónir. Tveimur árum síðar er parið komið í heilmikil vandræði, lánið hefur hækkað um 50% og þau missa það í vanskil, lánið er komið í 20 milljónir og samt er búið að greiða af því í tvö ár. Bankinn selur lánabréfið og nýi bankinn lætur bjóða upp íbúðina og er þá krafan komin í 22 milljónir. Íbúðin fer á 8 milljónir á uppboðinu (bankinn er oft einn um að bjóða í) og eftir standa -14 milljónir sem bankann vantar upp í kröfuna. Parið skuldar 14 milljónir áfram og á enga íbúð. Einnig hefur það tapað útborg- uninni sem voru 6 milljónir og tapið er orðið meira en 20 milljónir á tveimur árum af þessum viðskiptum. Parið er orðið að þrælum bankans. Það er þetta sem ég kalla mansal en ekki heiðarleg viðskipti. Það rétta myndi vera að skipt væri eftir þeim hlutföllum eins og þau voru þegar viðskiptin fóru fram í upphafi, 70/30, þannig að bankinn fengi 5,6 milljónir og parið 2,4 millj- ónir af þeim 8 milljónum sem eignin fór á uppboðinu og þar með væri málinu lokið. Ríkisstjórnin verður að fresta uppboðum og bæta rétt skuldara. Hægt er að hafa þjóðaratkvæða- greiðslu um ný lög sem jafna rétt skuldara á móti lánveitanda sam- hliða Icesave-kosningunni. Það gengur ekki að hafa hlutina eins og þeir eru, að dæma fólk í þúsundavís í útlegð eða fátækt og að ekki sé hægt að stunda heiðarleg viðskipti. MAGNÚS INGBERG JÓNSSON, Spóarima 14, Selfossi. Stunda bankar og fjármálastofnanir mansal? Frá Magnúsi Ingberg Jónssyni SKÍÐASVÆÐIÐ á Siglufirði hefur verið mikið í umræðuni sem mjög góður kostur fyrir þá sem ástunda skíðamennsku í ýtrustu merkingu þess orðs. Á svæðinu eru aðstæður og brekkur fyrir bretta-, fjalla- og gönguskíðamennsku og að sjálf- sögðu mjög fjölbreytt aðstaða fyrir alpagreinar. Á svæðinu eru þrjár lyftur sem sjá um að koma skíðamanninum að þeim brekkum sem henta honum. Heild- arlengd á þessum þremur lyftum er um 2 km og lengsta skíðaleiðin getur verið um 2,5 km, allt eftir því hvaða leið er valin. Á svæðinu eru mjög léttar brekkur, allt upp í svartar krefjandi brekkur, og allt þar á milli. Skíðasvæðið var opið veturinn 2008-2009 í 125 daga, sem er mettími frá því að svæðið var flutt í Skarðs- dalinn á Siglufirði. Gestir á þessum tíma voru um 11 þúsund, sem er ekki svo lítið fyrir sveitarfélag af þessari stærðargráðu, því margfeldisáhrifin er varðar alla þjónustu sem að sjálf- sögðu þarf að inna af hendi eru gríð- arleg og mjög jákvætt skref í upp- byggingu ferðaþjónustu á þessum tíma. Hóparnir sem komu hér í heimsókn voru mjög fjölbreyttir; æf- ingahópar, fjallskíðahópar, bretta- skíðahópar og að sjálfsögðu fjöl- skylduhópar. Áfram er unnið að því að markaðssetja skíðasvæðið sem góðan kost fyrir útivistarfólk og hér á Siglufirði er alltaf verið að bæta aðstöðu fyrir ferðamanninn hvað varðar aðra afþreyingu, s.s. söfnin okkar eins og Síldarminjasafnið og Þjóðlagasetrið. Síðan er mjög spennandi uppbygging hjá fyrirtæk- inu Rauðku tengd ferðamennsku og er það í rauninni stórkostleg upp- bygging og vert fyrir ferðamanninn að kynna sér hvað þar er í gangi, ég bendi á síðuna siglo.is. Gistimöguleikar og veitingastaðir eru nokkuð margir í boði. Á Siglu- firði er gistiheimili, svefnpokagist- ing og síðan er rekin á staðnum leigumiðlun. Á þessu ári, þegar Héð- insfjarðargöng verða tekin í notkun, opnast fleiri afþreyingarmöguleikar og gistimöguleikar í austurbænum í Ólafsfirði. Eru miklir möguleikar á að stórefla skíðasvæðið á Siglufirði og reiknum við með að ferðafólk heimsæki okkur af öllu Eyjarfjarð- arsvæðinu, sem hefur verið mjög erfitt vegna erfiðra samgangna fram að þessu. Það er alveg klárt að Siglu- fjörður og Ólafsfjörður, „Fjalla- byggð“, eru góðir kostir fyrir ferða- fólk á öllum árstímum – við tökum vel á móti þér. SIGURÐUR EGILL RÖGNVALDSSON, umsjónarmaður skíðasvæðisins á Siglufirði. Skíða- og útivistar- paradís á Siglufirði Frá Sigurði Agli Rögnvaldssyni Útivist Fjöldi gesta heimsækir skíðavæðin á Siglufirði. Þar sem verslunin 17 flytur af Laugavegi 91 bjóðum við eftirfarandi húsnæði til leigu Allar nánari upplýsingar gefur Þorlákur Ómar Einarsson á skrifstofu Stóreignar, Skúlatúni 2 og Karl Jónsson, lögfræðingur sími 896 2822.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.