Morgunblaðið - 30.01.2010, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 30.01.2010, Qupperneq 48
48 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010 Menn hafa ekki verið neitt sérstaklega for- vitnir um hvernig íslenskt efni er framleitt þarna upp frá 50 » ÆVISPOR nefnist sýning á einstökum út- saumsverkum Guðrúnar Guðmundsdóttur sem verður opnuð í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands í dag. Guðrún fæddist í Garðshúsum í Garði árið 1930 og ólst þar upp. Hugur Guðrúnar hneigðist snemma til handmennta og sótti hún nám í kvöldskóla í Handíða- og myndlistarskólanum, jafnframt því sem hún lærði að taka mál og sauma föt. Hún hefur alla tíð unnið mikið að hannyrðum. Fyrir tveimur árum voru útsaumsverk Guð- rúnar sýnd í Garði og vöktu mikla athygli, fyrir vandað handbragð og persónulega samþætt- ingu þjóðlegra hefða, listræns arfs og persónu- legs frásagnarháttar. Í tilefni sýningarinnar í Bogasal hefur Þjóð- minjasafn gefið út rit um verkin. Í formála segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður að Guðrún sæki „fyrirmyndir í forn útsaumuð klæði og velur myndefni sitt af næmi, þekkingu og listfengi. Fornar hefðir og fegurðarskyn öðl- ast líf í sköpun hennar“. Guðrún hefur saumað 26 veggmyndir í stramma eftir eigin hugmyndum og eru þær á sýningunni. Í verkum Guðrúnar sést vel hvern- ig vinna má með menningararfinn í samtím- anum, og hvernig hefð og nýsköpun geta farið saman á listilegan hátt. Trúarleg minni eru áberandi í mörgum vekanna en í öðrum vinnur Guðrún með sögu fjölskyldu sinnar. Eitt þeirra er „ættarklæði“ hennar sjálfrar, þar sem sýnd eru híbýli forfeðra Guðrúnar, nöfn foreldra hennar, systkina, barna og annarra ættingja. Í hornum klæðsins eru myndir úr Íslensku teikni- bókinni í Árnasafni. Annað útsaumsverk Guð- rúnar er „Ættartré Guðmundar K. Elíassonar“ eiginmanns hennar. Er það gert með hliðsjón af frönku ættartré frá 14. öld. Samhliða sýninguni Ævispor verða úrvals út- saumsverk úr fórum Þjóðminjasafns til sýnis á þriðju hæð safnsins. Útsaumurinn er frá 17., 18. og 19. öld og sýnir ómetanlegan arf íslenskrar handmenntar. efi@mbl.is Þekking og listfengi Útsaumur Guðrúnar Guðmundsdóttur í Bogasal List Ættartré Guðmundar K. Elíassonar, eig- inmanns Guðrúnar Guðmundsdóttur. ÍSLENSK myndlist – hundrað ár í hnotskurn, nefnist sýning sem opnar í Listasafni Árnes- inga í Hveragerði í dag klukk- an 14.00. Sýningin er unnin í samstarfi Listasafns Árnes- inga og Listasafns Íslands. Á sýningunni er leitast við að gefa innsýn í þróun ís- lenskrar myndlistar á 20. öld og samspil hennar við íslenskt þjóðfélag. Val verka á sýning- unni byggist á þeirri hugmynd að verkin endur- spegli ákveðinn tíðaranda og hugmyndafræði en ekki einstaka listamenn eða þróun þeirra. Mikil áhersla er á fræðslugildi sýningarinnar og faglegt samstarf við Listasafn Íslands. Myndlist Myndlist í hundrað ár - í hnotskurn Hluti Fjallkonu eft- ir BirgiAndrésson. HILDUR Bjarnadóttir mynd- listarmaður verður á morgun, sunnudag, klukkan 14.00 með leiðsögn um sýninguna Carn- egie Art Award 2010 í Lista- safni Íslands. Sýningunni er ætlað að kynna norræna samtímamál- aralist. Hildur mun einkum beina sjónum að þræðinum í málverkinu, og prjónuðum málverkum; að einstökum listaverkum og höfundum þeirra út frá tengslum þeirra við aðra listmiðla, svo sem textíl. Bók með ljósmyndum af öllum verkunum, sem tekin voru til sýningar er sýningin var opnuð í Danmörku, er fáanleg í safnbúð Listasafnsins. Myndlist Hildur Bjarnadóttir með leiðsögn Hildur Bjarnadóttir SÝNING er nefnist Litir og ljóð stendur nú yfir að Auð- brekku 1 í Kópavogi. Þetta er fyrsta einkasýning Þórdísar Leifsdóttur, sem sýnir mál- verk frá síðustu þremur árum. Sýningin er opin eftir hádegi alla daga vikunnar, virka daga frá kl. 13.00 - 17.00 og frá kl. 14.00 - 18.00 um helgar. Listamaðurinn les úr ljóða- safni sínu, „Stílbrot á sjó“, klukkan 15.00 alla daga vikunnar. Þórdís hefur víða komið við. Hún leggur stund á matsveinanám og öðlast senn réttindi sem mat- sveinn í landi og sjókokkur á hafi úti. Hún er leið- sögumaður og rekstrarfræðingur. Myndlist Sýnir málverk og les ljóð alla daga Þórdís Leifsdóttir á sýningu sinni. Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ÁRIÐ 1976 kom út hin sígilda barnaplata Gísla Rúnars Jóns- sonar, Algjör sveppur. Á henni er rakinn dagur í lífi stráks, Páls Vilhjálmssonar, eða Palla, sem var í þá tíð aðstoðarstjórn- andi Stundarinnar okkar. Páll var reyndar ekki alvörustrákur heldur brúða sem Gísli Rúnar talaði fyrir. Í dag kl. 13 verður frumsýnt leikritið Algjör Sveppi eftir Gísla Rúnar sem byggist á þessari skemmtilegu plötu. Í því bregður grallaraspóinn Sveppi sér í hlutverk stráksa sem lendir í ýmsum ævintýrum en með öll önnur hlutverk í verkinu fer Orri Huginn Ágústs- son. Leikstjóri er Felix Bergsson en tónlistarstjóri Jón Ólafs- son. Forsaga leikritsins er sú að annar tveggja upphaflegra framleiðenda verksins, Kristján Ra, mikill aðdáandi plötunnar, hafði samband við Gísla Rúnar og spurði hvort hann væri ekki til í að skrifa leikrit upp úr henni með Sveppa í aðalhlutverki. „Hann sá þarna möguleika, bæði af því að Sveppi heitir Sveppi og er algjör sveppur,“ segir Gísli Rúnar og hlær. Hann hafi þurft að ljá sögunni á plötunni örlítið dýpra og meira inntak. „Efni plötunnar hangir svona á bláþræði, það sem gerist á ein- um degi hjá ungum dreng. Leikrit er annað en eitthvað sem maður heyrir, hlustar á, og lausa málið á plötunni er í minni- hluta miðað við bundna málið.“ Sveppi og Ingvar bróðir hans reka saman fyrirtækið Á þakinu og tóku við framleiðslunni á Algjörum Sveppa af Kristjáni Ra og Árna Þór Vigfússyni. Dagur í lífi stráksins Sveppa Í Algjörum Sveppa er söguþræði plötunnar fylgt í grófum dráttum, þ.e. fylgst með lífi stráks frá því hann vaknar að morgni þar til hann sofnar að kveldi. „En það drífur meira á þennan dag hans í leikritinu, meira og fjölbreyttara og nátt- úrlega miklu fleiri uppátæki og allt það, vegna þess að sviðið og hið sjónræna kallar á að það sé gert,“ segir Gísli Rúnar. Söngvarnir hafi verið upphaflega framleiðandanum, Kristjáni, mikils virði, mikilvægt að þeir héldu sér. „Einhver lög tók ég út og setti ný í staðinn en flest halda sér og svo er náttúrlega algjörlega nýr texti af því að það er fullt af nýjum persónum,“ segir Gísli Rúnar. Framleiðandinn hafi hins vegar sopið hvelj- ur yfir því að sleppa ætti „Bessa, Bósa og Lassa“ og því hafi hann kippt þeim inn í verkið. Gísli Rúnar skellihlær að þessu. „Það er mjög auðvelt fyrir alla að setja sig í spor þessa drengs,“ segir Gísli. Hann sé hæstánægður með að Sveppi hafi verið valinn í hlutverkið, að setja sig í spor Palla. „Ég hafði rosalega gaman af þessu, það var gaman að komast í tæri við Palla aftur. Upplagið í Palla og bullið í honum var bull eins og ég hef mest gaman af því að bulla og rausa, orðaleikir og abs- úrd hlutir, en samt alltaf með smá substance á bak við það,“ segir Gísli Rúnar um verkefnið. Bullið sé því alls engin vit- leysa. Bull að hætti Gísla Rúnars  Gísli Rúnar Jónsson vann barnaleikritið Algjör Sveppi upp úr sígildri barna- plötu sinni, Algjör sveppur  Sveppi fer með aðalhlutverkið enda algjör sveppur Ljósmynd/RAX Baldur og Konni? Nei, Gísli Rúnar og Sveppi. Gísli er mikill aðdáandi Baldurs og Konna. Miðasala fer fram á midi.is Blaðamaður spurði Gísla Rúnar að því hvort hann teldi plötuna Algjör sveppur falla í hóp s.k. „cult“-verka. „Hún er meira en cult því þegar maður talar um cult er það jaðarhópur, svona sér- vitringar sem hafa tekið sig saman um eitthvað, en hún nýtur gríðarlegra vinsælda hjá mörgum ennþá. Ég verð alltaf var við það annað slagið og það er voða gaman, þetta spilaði stóra rullu í lífi mínu þegar ég var kornungur, bæði sjónvarpsvinnan í tengslum við þetta og platan,“ segir Gísli Rúnar. Plata sem nýtur enn gríðarlegra vinsælda LAUGARDAGUR Kl. 14:00 Tinna Þorsteins- dóttir leikur píanóverk eftir tónskáld fædd 1960 í Norræna húsinu. Kl. 17:00 Rafóperan Farfugl- inn eftir Hilmar Þórðarson verður flutt í Salnum, Kópa- vogi. Hand- rit, leik- stjórn, leikmynd og bún- ingar eru eftir Mes- síönu Tóm- asdóttur. Kl. 21:00 Hamrahlíð- arkórinn syngur í Kristskirkju, Landakoti, verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Jón Leifs og Atla Heimi Sveinsson og ís- lensk þjóðlög í útsetningu Snorra Sigfús Birgissonar og Hafliða Hallgrímssonar. Kl. 23:00 Daníel Bjarnason, Portrett, í Sódómu Reykjavík, Tryggvagötu. Flutt verða tón- verk fyrir uppmagnaða kamm- ersveit. SUNNUDAGUR Kl. 12:00 Það sem hverfur; Sigurður Flosason og hljóm- sveit flytja nýja tónlist hans við við ljóð Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar í Norræna hús- inu. Söngv- arar eru Ragnheiður Gröndal og Egill Ólafs- son. Kl. 14:00 Kammer- kórinn Hymnodia flytur hljóðgjörning í Þjónustustöð- inni KvikkFix, Vesturvör 30c. Flutt verða verk eftir Jón Leifs, Hjörleif Örn Jónsson, Önnu Þorvaldsdóttur, Önnu S. Þor- valdsdóttur, Gísla Jóhann Grétarsson, Pál Jónsson, Kar- ólínu Eiríksdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur og Oliver Kent- ish, kórspuni eftir Guðrúnu Böðvarsdóttur og íslenskt þjóðlag í útsetningu Hjörleifs Arnar Jónssonar. Kl. 17:00 Caput leikur verk í Norræna húsinu eftir Jón Nor- dal, Úlfar Inga Haraldsson, Tryggva Baldvinsson, Atla Heimi Sveinsson, og Oliver Kentish undir stjórn Guðna Franzsonar. Kl. 20:00 Lokatónleikar Myrkra músíkdaga í Listasafni Íslands tileinkaðir Atla Heimi Sveinssyni og Þorkeli Sigur- björnssyni. Flutt verða verk eftir þá og John Pickard, Mark- us Zahnhausen og Kjartan Ólafsson. Myrkir músíkdagar Daníel Bjarnason Sigurður Flosason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.