Morgunblaðið - 30.01.2010, Side 32
32 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010
NÚ ÞEGAR er far-
ið að tala um end-
urbyggingu þeirra
borga á Haítí sem
jarðskjálftinn mikli
lagði í rúst. Það er
ljóst að Haítíbúar
munu ekki ráða við
það verkefni. Alþjóð-
legar stofnanir og
Vesturlönd verða að
koma til hjálpar og
láta í té bæði fjár-
hagslega og ekki síður tæknilega
aðstoð. Miklu skiptir að skyn-
samlega verði að málum staðið í
byrjun. Þess vegna hafa Kan-
adamenn tekið nokkra forystu í
málinu og boðað til ráðstefnu í
Montreal nú í þessari viku um
hvernig málum verði bezt hagað.
Það er ljóst að hundruð verkfræð-
inga og arkitekta þarf til að skipu-
leggja og hanna nýjar byggingar
fljótt og vel og svo verktaka til að
byggja þær. Miklu skiptir að verkið
verði unnið með hraði svo að hægt
verði að bjóða Haítíbúum mann-
sæmandi lífsskilyrði sem fyrst. Það
er ekki hægt að leggja meiri þján-
ingar á vesalings fólkið.
Hér á Íslandi eru hundruð verk-
fræðinga og arkitekta nánast at-
vinnulaus og verktakafyrirtæki í
byggingariðnað hafa lítið að gera.
Hvernig væri nú að íslenzk stjórn-
völd sýndu eitthvert
frumkvæði? Reistu
höfuðið upp úr Ice-
save-sandkassanum.
Við eigum mjög hæfa
verkfræðinga og arki-
tekta sem gætu auð-
veldlega tekizt á við
þetta verkefni. Við er-
um vön að byggja
sterkbyggð hús sem
þola storma og jarð-
skjálfta og eigum góða
fagmenn og kunn-
áttumenn á því sviði.
Ég skora á stjórnvöld að setja sig í
samband við Kanadamenn og bjóða
fram aðstoð okkar. Það er ekkert
auðhlaupið að því fyrir stóru þjóð-
irnar að finna þann hóp fagmanna
sem þarf til verksins. Hjá þeim eru
allir tæknimenn önnum kafnir við
sín störf, jafnvel þótt umsvif hafi
eitthvað dregizt saman. Hér eru
hins vegar til á einu bretti allir þeir
tæknimenn sem þörf er á.
Tækifæri fyrir
íslenzkan
byggingariðnað?
Eftir Edvarð
Júlíus Sólnes
Edvarð
Júlíus Sólnes
»Hvernig væri nú að
íslenzk stjórnvöld
sýndu eitthvert frum-
kvæði? Reistu höfuðið
upp úr Icesave-sand-
kassanum?
Höfundur er prófessor emerítus.
TVEIR jarðeðl-
isfræðingar á Veð-
urstofu Íslands, þeir
Tómas Jóhannesson og
Halldór Björnsson, rita
grein í Mbl. 28.1. sl.
undir yfirskriftinni:
„Nokkrar staðreyndir
um loftslag og lofts-
lagsbreytingar.“ Auð-
vitað er umræðuefnið
hitnun jarðar og ástæð-
ur. Er það ekki mest umrædda málið
á heimsvísu varðandi veröldina? Og
að ungir fræðimenn tjái sig um þetta
umdeilda mál er hið ákjósanlegasta.
Ritari þessa pistils leyfir sér að
gera nokkrar athugasemdir við mun-
inn á skoðunum og staðreyndum, en
þeir félagar taka fyrir mörg atriði og
þar ægir saman staðreyndum og
skoðunum, en það hefði verið betra að
halda þeim aðskildum svo fræðilegur
heiður skaðist ekki. Undir lið 4. segja
þeir m.a.: Auðvelt er að meta breyt-
ingar í geislunarbúskap sem leiða af
auknum styrk gróðurhúsaloftteg-
unda.“ Talið er að tvöföldun á styrk
CO2 leiði til aukningar á geislun til yf-
irborðs upp á um 4 W/m2.“ Þetta er í
meira lagi vafasamt enda segja höf-
undar það sjálfir með að segja „talið
er“. Þetta er hvorki meira né minna
en höfuðágreiningurinn og mat á
áhrifum koltvíoxíðs er í meira lagi
flókið. Og ágreiningurinn byggist á
skoðunum og á því ekki heima undir
því efni, sem skilja má að séu stað-
reyndir að þeirra mati. Þessi varmi
eða varmi á fermetra 4 W/m2, sam-
svarar u.þ.b. sveiflum í
útgeislunarvarma sólar
frá um 1800 og byggist
það mat á rannsóknum
Pulkovo Observatory-
rannsóknastöðvarinnar
rússnesk-úkraínsku, en
stöðin hefur til afnota og
upplýsingasöfnunar
gervihnött með mjög
vönduðum búnaði til
ljósmælinga.
Skv. grunntölum frá
þeim er þessi niðurstaða
miklu nær því að vera
staðreynd en skoðun og því ábyggi-
legri en það sem jarðvísindamenn-
irnir tilgreina sem „staðreynd“. Og
þetta skiptir höfuðmáli. Ef þetta er
rétt er hitnun jarðar, sem nánast eng-
inn eða lítill ágreiningur er um, ekki
af mannavöldum heldur vegna
sveiflna í útgeislun sólar. Og þá fellur
allur afgangurinn af málflutningi
ungu vísindamannanna og það, sem
þeir segja um ráðstefnur og nauðsyn
þeirra, eða alla vega þátttöku þeirra
sjálfra í þeim.
Eftir Jónas
Bjarnason
Jónas Bjarnason
»Ef þetta er rétt, þá
er höfuðástæða hitn-
unar jarðar, sem nánast
enginn eða lítill ágrein-
ingur er um, ekki af
mannavöldum – heldur
útgeislun sólar.
Höfundur er efnaverkfræðingur,
dr.rer.nat.
Munurinn á stað-
reyndum og
skoðunum um
staðreyndirAÐ UND-ANFÖRNU hefurHalldór Jónsson
skrifað ótrúlegar
greinar í Morg-
unblaðið og raunar
víðar. Stef þeirra
allra er í ata nokkra
bæjarfulltrúa Sam-
fylkingarinnar í
Kópavogi auri og
ausa yfir þá hálf-
óprenthæfum dylgjum af þeirri
einföldu ástæðu að þeir eru að
vinna hjá ríki eða sveitarfélögum.
Hefur þetta drullukast sér-
staklega beinst að þeim bæj-
arfulltrúum sem eru skólastjórar í
grunnskólum í bænum.
Fram að þessu hef ég reynt að
leiða þetta svona frekar hjá mér,
en grein hans frá 28. janúar er
þannig að ekki er hægt að láta
henni ósvarað.
Halldór heldur því fram að
áhugi Hafsteins Karlssonar á bæj-
armálum markist af því að hann
vilji vera ,,yfirmaður sjálfs sín“
hvað sem sá orðaleppur þýðir. Um
leið fullyrðir hann að Hafsteinn
hafi ítrekað hunsað fjárhags-
áætlun sem skólastjóri. Ekki veit
ég hvaðan hann hefur þær upplýs-
ingar en hægt er að benda honum
á að eftir fullyrðingar í tíð fyrr-
verandi bæjarstjóra um gríðarlega
yfirkeyrslu í rekstri Salaskóla,
sem Hafsteinn veitir forstöðu, var
farið ofan í öll fjármál skólanna í
Kópavogi. Þá komu í ljós alvar-
legar villur í uppgjöri skólanna
sem nú hafa verið leiðréttar.
Þannig fengu sumir
skólar of mikið en
aðrir alltof lítið fjár-
magn. Upplýsingar
um þetta getur Hall-
dór fengið t.d. hjá
forstöðumanni
fræðslusviðs, for-
manni skólanefndar
eða núverandi bæj-
arstjóra. Án þess að
hafa haldbærar upp-
lýsingar kýs hann að
bera á Hafstein stór-
fellt brot í opinberu
starfi án þess að geta fært fyrir
því rök. Hér eru í raun svo alvar-
legar og tilhæfulausar ásakanir á
ferðinni að Halldór ætti að biðja
Hafstein afsökunar og væri hann
þá maður að meiri.
Halldóri er umhugað um að
koma öllum opinberum starfs-
mönnum út úr sveitarstjórnum og
virðist telja hagsmunatengsl
þeirra slík að þeir séu ófærir um
að geta unnið með hag bæjarbúa
að leiðarljósi. Hann vill að þeir
sem sitja í sveitarstjórnum komi
úr „einkaframtakinu“. Hver eru
þá hagsmunatengsl sveitarstjórn-
armanns sem er eigandi verktaka-
fyrirtækis sem á í viðskiptum við
sveitarfélagið? Hver eru hags-
munatengsl sveitarstjórnarmanna
sem eiga ættingja eða vini sem
vinna ýmis verkefni fyrir millj-
ónatugi fyrir bæinn án útboða?
Þess má geta að málefni einstakra
stofnana bæjarins koma afar
sjaldan eða jafnvel aldrei til um-
ræðna á vettvangi bæjarstjórnar,
sjaldnar en málefni ýmissa verk-
taka.
Og hvað hefur Halldór um það
að segja þegar vinur hans og fyrr-
verandi bæjarstjóri ræður hann
sjálfan, Halldór Jónsson fyrrver-
andi formann fulltrúaráðs flokks-
ins í bænum sem eftirlitsmann við
ákveðnar framkvæmdir af því ekki
virtist vera eftirspurn eftir honum
í einkageiranum.
Það eru sjálfsögð og eðlileg
mannréttindi allra að fá að bjóða
sig fram til starfa fyrir sitt sveit-
arfélag. Um allt land og í öllum
flokkum er fullt af kröftugu fólki
sem starfar hjá ríki eða bæ sem
nýtir sér þennan rétt sinn sam-
félaginu til hagsbóta.
Skrif Halldórs voru og eru part-
ur af ógeðfelldri aðför að Gunn-
steini Sigurðssyni, núverandi bæj-
arstjóra, sem ákveðin klíka
sjálfstæðismanna í Kópavogi
stendur fyrir. Í þeirri aðför er
einskis svifist og málflutningurinn
oft á tíðum einstaklega ruddalegur
og ósmekklegur. Engu virðist
skipta hvort hallað er réttu máli,
farið með dylgjur eða helber
ósannindi til að koma höggi á þá
sem ekki tilheyra klíku þeirra.
Tími stjórnmála og stjórnmála-
manna af þessu tagi er liðinn.
Eftir Flosa
Eiríksson »Hér eru í raun svo al-varlegar og tilhæfu-
lausar ásakanir á ferð-
inni að Halldór ætti að
biðja Hafstein afsök-
unar og væri hann þá
maður að meiri.
Flosi Eiríksson
Höfundur er bæjarfulltrúi og áhuga-
maður um þátttökulýðræði.
Umgengni Halldórs
við sannleikann
–– Meira fyrir lesendur
Ert þú í tísku?
PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS FYRIR 15. FEBRÚAR
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16 mánudaginn 15. febrúar.
Best er að panta sem fyrst til að
tryggja sér góðan stað í blaðinu!
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Morgunblaðið gefur út
stórglæsilegt sérblað, LIFUN,
sem fjallar um Tísku og
förðun, föstudaginn
19.febrúar.
Í blaðinu verður fjallað um
tískuna vorið 2010
í förðun, snyrtingu og fatnaði,
fylgihluti auk umhirðu
húðarinnar, dekur og fleira.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/M
O
R
48
90
9
1/
10
MEÐAL EFNIS:
Förðunarvörur
Förðun
Húðin, krem og meðferð
Snyrting
Kventíska
Herratíska
Fylgihlutir
Skartgripir
Árshátíðatískan
Vortískan
Og fullt af
öðru spennandi efni