Morgunblaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 41
Minningar 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010 þykir vænt um þann fallega stuðning sem hann hefur gefið henni, sérstak- lega undanfarin ár. Hann var klett- urinn í lífi hennar og þau bjuggu börnum sínum öruggt og gott heimili enda hafa þau Kristjana, Daníel og Elva sýnt mömmu sinni sanna vænt- umþykju í veikindum hennar. Kveð ég systur mína með söknuði og bið guð að styrkja fjölskyldu hennar. Inga Hildur Gústafsdóttir. Hvers vegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekkert svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði.) Merkilegt hvað það er ótrúlega erf- itt að kveðja þig, elsku systir, þó að ég viti að það var þér fyrir bestu úr því sem komið var. Þú varst búin að berj- ast eins og berserkur, með dyggri hjálp frá Villa, til þess að sigrast á sjúkdómnum. Þegar stríðið var tapað var bara eitt eftir, það var að kveðja. Þú gerðir það eins og allt annað sem þú tókst þér fyrir hendur, þú varst ekkert að hanga yfir því. Laukst því bara af. Æviskeið þitt var ekki langt en þú afkastaðir miklu, þú varst vargur, dugleg og eftirsótt í vinnu. Þú eignaðist frábæran eiginmann, þrjú yndisleg börn og svo gullmolann hann dótturson þinn sem veitti þér mikla gleði. Félagslyndi var þér í blóð borið og þú varst mjög vinamörg og virk í samfélaginu. Ferðalög voru þér mjög hugleikin og þú ferðaðist mikið, bæði innan- lands og utan. Þar sem þú varst var bók aldrei langt undan. Stórt skarð er höggvið í systkina- hópinn og við systurnar eigum ef- laust aldrei eftir að syngja aftur „Paradise by the dashboard light“ Enn meiri er missir foreldra okkar og söknuður eiginmanns þíns og barna er ólýsanlegur. Takk fyrir allar góðu minningarnar. Megi Guð styrkja þína nánustu. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Anna og fjölskylda. Elsku Dabba okkar. Það er sárt að þurfa að kveðja þig svona snemma. Þegar við lítum til baka streyma minningarnar fram. Betri mágkonu er ekki hægt að hugsa sér, Dabba var okkur sem systir. Því Dabba hefur verið ein af fjölskyld- unni síðan við vorum litlar stelpur og alltaf hefur Dabba verið sterkur hlekkur í fjölskyldunni okkar. Það er okkur erfitt að ímynda okkur til- veruna án Döbbu, en við vitum að hún er á góðum stað og laus við þjáningar. Styrkur hennar og dugnaður sýndi sig í veikindum hennar, allt sem Dabba tók sér fyrir hendur gerði hún vel og af miklum dugnaði. Ein af mörgum minningum er þegar við sáum peysur sem Dabba var að prjóna og fannst okkur þær svo fal- legar að við spurðum Döbbu hver ætti nú að fá þær og hún svaraði um hæl að frænkur hennar ættu að fá þær. En svo nokkru seinna fengum við þær í afmælisgjöf, mikið vorum við stoltar og ánægðar með peysurn- ar. Dabba var svo kærleiksrík og góð í okkar garð, það var alltaf svo stutt í hlátur og grín í kringum Döbbu. Þeg- ar Villi bróðir okkar og Dabba byrj- uðu að búa hófst sú venja að fara til þeirra að kvöldi aðfangadags og á gamlárskvöld, áttum við þar ávallt ógleymanlegar stundir. Dabba hafði sterka og góða nærveru, það ein- kenndi Döbbu hvað hún var skemmti- leg, hreinskilin, bjartsýn og góð. Dabba var yndisleg móðir og eru börnin hennar og Villa lýsandi dæmi um það. Elsku Dabba okkar, takk fyrir all- ar stundir sem við fengum að eiga með þér, þín verður minnst í okkar hjörtum um ókomna tíð. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku bróðir okkar, Kristjana, Guðmundur, Magnús Máni, Daníel, Bianca, Elva Ósk og aðrir ástvinir megi Guðs englar umvefja ykkur í sorginni. Steinunn, Helga, Hildur og fjölskyldur. Kveðja frá Gerðaskóla Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Góð vinkona okkar og samstarfs- kona Dröfn Gústafsdóttir er dáin eft- ir snarpa tveggja ára baráttu við krabbamein. Það var gott að vinna með Döbbu, hún var dugleg og ósérhlífin, skapgóð og stríðin, sérstaklega réttsýn og skilningsrík í samskiptum sínum við börnin og unglingana. Hún var alls engin geðluðra og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og gaf ekkert eftir í skoðanaskiptum. Í óvissuferðum og starfsmanna- partíum var hún hrókur alls fagnað- ar. Hún leiðir okkur ekki framar í línu- dansi eða syngur með okkur Meatloaf á fullum styrk. Nú syngur hún með englum. Innilegar samúðarkveðjur sendum við Villa Pétri, börnunum og fjöl- skyldunni allri. F.h. starfsfólks, Dagný Hildisdóttir. Á þriggja ára afmælisdaginn minn kynntist ég Dröfn Gústafsdóttur. Það var gaman að eiga Dröfn að vinkonu. Hún var í senn hugrökk og kærulaus, það var fátt sem beit á hana. Hún var drottning rólóvallarins, rólaði hærra, hoppaði lengra og sneri sér í fleiri hringi en flestir, hún gat líka farið í handahlaup og rennt sér á skautum á Faxabrautinni. Í kringum Dröfn var oftast galsi og gleði og henni datt margt í hug; fara í hælaskó og labba eftir götunni svo heyrðist klikk, klakk, stelast í garða þar sem flestir þorðu ekki að fara. Grafa niður fjársjóði, gera símaat og vakna um miðjar nætur til að leika sér. Í götunni voru skrýtnir og skemmtilegir karakterar en Dröfn var ekki hrædd við neinn, þegar karl- inn sem berháttaði sig í glugganum lét sjá sig þá settumst við á grindverk og það eina sem hún sagði var: „Iss, hann er ruglaður kallinn.“ Dröfn var með þykkt, sítt liðað hár sem henni fannst ekki skemmtilegt að láta greiða enda var það eina vopn- ið sem ég hafði gegn henni ef upp á vinskapinn slettist, toga í hárið á henni. Fastur liður var að horfa á Evróvisjón og „panta“ að vera hin og þessi söngkonan, hún pantaði að vera rauðhærða söngkonan í Abba enda var hún soldið rauðhærð, allavega í sér. Á unglingsárunum fór Dröfn í Hér- aðsskólann á Núpi og þá slitnaði upp úr hinum daglegu samskiptum, hún varð pæja. Dröfn kynntist Villa Pétri sextán ára og hafa þau síðan gengið götuna saman og eignast þrjú mann- vænleg börn og eitt barnabarn. Hvar sem Dröfn kom fann fólk fyrir hug- rekki hennar og kæruleysi. „Maður fær bara einhvern kraft,“ sagði hún í síðasta mánuði. Hún hafði hann alltaf og nú hefur hún yfirgefið jarðvistina og skilið heiminn eftir aðeins snauð- ari. Ég þakka guði að hafa átt hana og fjölskyldu hennar að vinum frá barn- æsku. Ég votta Eygló, Gústa og systkinum Drafnar, Villa Pétri, Kristjönu, Daníel og Elvu mína dýpstu samúð. Megi góðar og glaðar minningar um Dröfn ylja ykkur um ókomna tíð. Árelía Eydís Guðmundsdóttir. Í dag er borin til grafar hörkukon- an hún Dabba okkar. Ekki er nóg með að hún hafi verið dugleg í vinnu heldur barðist hún eins og hetja í þessi tvö ár við þennan illvíga sjúk- dóm, sem að lokum hafði vinninginn. Margs er að minnast svo sem okkar fimm ára í fjáröflun kvenfélagsins þar sem við bökuðum frá okkur allt vit en það besta við það var að okkur þótti þetta mjög skemmtilegt. Þegar við unnum saman í skólanum í fjögur ár brást ekki að við töluðum um mat, kökur og uppskriftir allan daginn. Meira að segja ætluðum við að stofna veisluþjónustu sem við byrjuðum á. Við bjuggum til möppu sem við sett- um í uppskriftir, kvittanir og alls kon- ar dót og mun ég varðveita þessa möppu og stílabækur. Eitt sumarið fórum við með fjöl- skyldur okkar til Spánar og vorum í hálfan mánuð og var margt brallað þar, meira að segja var farið á froðud- iskó sem öllum fannst hrein snilld. Ég man öll þau kvöld er við sátum og horfðum á tónleika á dvd sem þú elsk- aðir, svo sem Bee Gees, Rokky Hor- ror, Abba og fleira. En ég get haldið endalaust áfram og er þakklát fyrir allar stundirnar með þér og það að ég hafi kvatt þig með bros á vör kvöldið áður en þú kvaddir. Hvíl þú í friði, elsku Dabba mín. Ég votta Villa, Kristjönu, Gumma, Magnúsi Mána, Danna, Biöncu, Elvu og öllum ættingjum og vinum mína dýpstu samúð. Megi minning um yndislega konu lifa. Þín vinkona, Benedikta Ben. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Örlög mannanna eru misjöfn og miserfitt að taka þeim. Aldrei er það eins erfitt og þegar fólk í blóma lífsins er hrifið burt frá fjölskyldu sinni, ætt- ingjum og vinum. Dröfn Gústafsdótt- ir eða Dabba eins og hún var kölluð hefur nú orðið að lúta í lægra haldi eftir langa og erfiða baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Í baráttu sinni var hún bjartsýn og vongóð í hvert sinn er við hittumst. Þannig var hún, alltaf hress og stutt í glettnina. Ég kynntist Döbbu fyrir hartnær áratug þegar ég hóf störf við Gerða- skóla og kynntist þá fljótt mannkost- um hennar. Hún var í sveit vaskra kvenna, skólaliðanna, sem fram- kvæmdu það sem þær voru beðnar um á svipstundu og fátt var þeim of- viða. Alltaf var glatt á hjalla í kaffinu á morgnana og málin rædd, þar kom hún sterk inn með skoðanir sínar og hugmyndir, hreinskiptin og glögg á menn og málefni. Á sumrin hittumst við stundum í útilegum, þá heimsótti hún okkur í gamla húsbílinn. Það var gaman að fá hana í heimsókn, spjallað lengi og mikið hlegið. Dabba var mikil fjölskyldumann- eskja, velferð barnanna og annarra í fjölskyldunni var henni allt. Nú er góð kona gengin, alltof fljótt var hún hrifin burt frá ástvinum sínum og vin- um. Við hjónin sendum eiginmanni hennar, börnum og fjölskyldum þeirra og öðrum ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau í sorginni. Erna M. Sveinbjarnardóttir. Kveðja frá Prestafélagi Íslands Með sr. Sigurði Guðmundssyni er genginn einn af höfuðklerkum íslensku kirkjunnar á síðari hluta 20. aldar. Ungur að árum tók hann við embætti sóknarprests í Grenjaðar- staðarprestakalli og gegndi því í rúm fjörutíu ár. Þau Aðalbjörg voru kjölfesta í samfélagi sveitar- innar og þeirra er minnst með hlýju og þakklæti af mörgum sem ólust upp á þessum slóðum. Sr. Sigurður var skeleggur kennimaður og góður fræðari. Auk þess var hann forystumaður og frumkvöðull. Á hann hlóðust ýmis trúnaðarstörf og hann var í hópi þeirra sem komu á fót Sumarbúð- um þjóðkirkjunnar við Vestmanns- vatn, unaðsreit í næsta nágrenni Sigurður Guðmundsson ✝ Sigurður Guð-mundsson fæddist á Naustum við Ak- ureyri 16. apríl 1920. Hann andaðist 9. jan- úar sl. Útför Sigurðar var gerð frá Akureyr- arkirkju 18. janúar. Grenjaðarstaðar. Myndarlegt bókasafn sr. Sigurðar var ein- staklega aðgengilegt, bar vitni um að hann vann skipulega og vildi hafa allt í röð og reglu. Engum kom á óvart að Norðlend- ingar kysu sr. Sigurð vígslubiskup í Hóla- stifti. Því embætti gegndi hann með miklum sóma og flutt- ist að Hólum þegar færi gafst. Þannig varð hann fyrsti biskup á Hólum eftir að biskups- stóll var aflagður þar á sínum tíma. Sr. Sigurður var traustur maður og stóð við sitt. Hann var alúðlegur og nærgætinn, sannur hirðir að eðl- isfari. Yngri prestum var hann góð fyrirmynd. Kirkjan naut starfs- krafta hans löngu eftir formleg starfslok og alltaf var ánægjulegt að hitta hann á mannamótum eða á förnum vegi. Sr. Sigurður átti farsælan þjón- ustuferil og bjarta, vongóða trú sem var akkeri hans í gleði og raunum ævinnar. Góður og trúr þjónn hefur verið kallaður inn í fögnuð herra síns. Ólafur Jóhannsson. ✝ Við þökkum þann mikla hlýhug sem okkur var sýndur með einum eða öðrum hætti vegna fráfalls og jarðarfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ERNU RAFN JÓNSDÓTTUR. Kærar þakkir einnig til starfsfólks á Norðurbrún 1, Fríðuhúsi við Austurbrún og á deild H-1 Hrafnistu í Reykjavík fyrir góðan félagsskap og umönnun. Margrét Theodórsdóttir, Ágúst Ingi Jónsson og fjölskylda, Halldór Jón Theodórsson, Ingibjörg Leifsdóttir og fjölskylda, Sigrún Edda Theodórsdóttir og fjölskylda og aðrir aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, DÓRU HJÖRLEIFSDÓTTUR, Unnarholtskoti, Hrunamannahr. Árn., síðast til heimilis að dvalarheimilinu Blesastöðum Skeiðum. Sérstakar þakkir til Hildar og hennar starfsfólks á Blesastöðum sem og annarra sem komu að hennar umönnun. Sigurður Guðnason, Kristín Ingólfsdóttir, Ólafur Guðnason, Fanney Rut Eiríksdóttir, Anna Dóra Ólafsdóttir, Sandra Ólafsdóttir, Guðbjörg Ýr Ólafsdóttir, Ólafur Marel Halldórsson, Valgerður Hjörleifsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.