Morgunblaðið - 30.01.2010, Side 24
24 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010
BANDARÍSKIR steingervingafræðingar segja í grein í tímaritinu Science,
sem kom út í gær, að þeir hafi fundið áður óþekkta risaeðlutegund í Gobi-
eyðimörkinni í Kína. Þeir segja að rannsóknir á tegundinni geti varpað
ljósi á þróun risaeðluættar, sem svipar til fugla, og hjálpað þeim að útskýra
hvers vegna þessar risaeðlur tóku að líkjast fuglum.
Tegundin hefur fengið heitið „haplocheirus sollers“ og tilheyrir ættinni
„alvarezsauridae“, hópi risaeðla sem líktust fuglum, með stóra kló á hönd-
unum og mjög stutta en sterklega handleggi.
Talið er að tegundin sé um það bil 63 milljónum ára eldri en aðrar þekkt-
ar tegundir í þessari ætt. „Haplocheirus sollers“ er jafnframt talin eina
tegundin af þessari ætt sem lifði á síðari hluta júratímabilsins, fyrir um 160
milljónum ára. Talið er að það tímabil hafi verið mjög mikilvægt í þróun
fugla.
Tegundin er sögð vera mitt á milli fugla og risaeðla, var með langan
háls, langt höfuð og stóra, hárlausa útlimi. Talið er að stóra klóin hafi verið
notuð til að grafa eftir hvítmaurum. bogi@mbl.is
Elsta þekkta risaeðlu-
tegundin sem líkist fuglum
Heimild: Tímaritið Science
161,2175,6 145,5 99,6
TÍMALÍNA RISAEÐLA (fyrir milljónum ára)
Haplocheirus
(160)
Öglir (eðlufugl)
(150-145) Snareðla
(75-71)
Grameðla
(68-65)
Alvarezsaurus
(86-83)
Smávígur
(120)
Tegundin hefur fengið
nafnið„Haplocheirus
sollers“ (fimar hendur)
*Hugsanlegt útlit
Ein stór kló á
hvorri hönd
Hendur
með þrjár
klær
Áberandi
kjölur á
bringubeini
Snareðla
Haplocheirus
STÆRÐ (eftir hæð)
Maður
Grameðla
1,8 m
4,6 til 6 m
0,8 m 0,7 m
Peking
K Í N A
RISAEÐLA SEM LÍKIST FUGLI
Fannst í botnfalli Junggar-
dældar í Xinjiang
Tilheyrir hópi sem nefnist
Alvarezsauroids.
Tegundirnar í hópnum
voru með langa fætur,
stuttar og sverar
hendur
63 milljónum ára eldri
en aðrar þekktar
tegundir í hópnum
Fundist hafa steingerð bein tvífættrar risaeðlu, sem lifði fyrir um 160
milljónum ára, og sérfræðingar telja hana vera elsta þekkta forföður fugla.
Fyrri hluti krítartímabilsins Seinni hluti krítartímabilsinsSíð-júraMið-júra
FÉLAGAR í „Murga“-karnivalhópi í Montevideo
í Úrúgvæ taka þátt í fyrstu skrúðgöngu kjöt-
kveðjuhátíðarinnar þar í landi. Hátíðin stendur í
rúman mánuð og er þetta lengsta kjötkveðju-
hátíð sem haldin er í heiminum. „Murga“-hópar
eru dans- og leikhópar sem koma aðallega fram
á kjötkveðjuhátíðinni í Montevideo. Slíkir hópar
starfa þó einnig í Argentínu, einkum í tengslum
við kjötkveðjuhátíðina í Buenos Aires.
Reuters
KJÖTIÐ KVATT Á MÁNAÐARLANGRI HÁTÍÐ
BANDARÍSKI
auðkýfingurinn
Bill Gates, stofn-
andi Microsoft,
hét því í gær að
veita tíu milljarða
dollara, sem svar-
ar 1.280 milljörð-
um króna, á næstu
tíu árum til rann-
sókna á bóluefn-
um og bólusetningar í fátækum lönd-
um.
Sérfræðingar telja að auknar bólu-
setningar í þróunarlöndum, þannig að
þær nái til 90% barna, geti bjargað 7,6
milljónum barna undir fimm ára aldri
á einum áratug. Auk þess verði hægt
að bjarga lífi 1,1 milljónar barna með
því að taka í notkun bóluefni gegn
malaríu árið 2014. Talið er því að hægt
verði að bjarga alls 8,7 milljónum
barna á einum áratug með auknum
bólusetningum í fátækum löndum.
Gates skýrði frá ákvörðun sinni á
ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í
Davos. Hann skoraði á ríki heims og
einstaklinga að fara að dæmi hans og
leggja fé í bólusetningar og bóluefna-
rannsóknir. bogi@mbl.is
Vill bjarga
milljónum
barna
Gates lofar 1.280
milljörðum króna
Bill Gates
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
TONY Blair, fyrrverandi forsætis-
ráðherra Bretlands, varði þá
ákvörðun sína að senda breska her-
menn til Íraks árið 2003 þegar hann
kom fyrir rannsóknarnefnd og svar-
aði spurningum hennar í sex klukku-
stundir í gær. Hann neitaði því að
hann hefði gert „leynilegan samn-
ing“ um innrás í Írak við George W.
Bush, þáverandi forseta Bandaríkj-
anna, á fundi þeirra í búgarði Bush í
Texas í apríl 2002.
Blair lagði áherslu á að hann hefði
stutt innrásina í Írak vegna þess að
stjórn Saddams Husseins, þáverandi
forseta landsins, hefði margsinnis
virt ályktanir öryggisráðs Samein-
uðu þjóðanna að vettugi.
Blair var spurður hvort hann hefði
lofað Bush á fundinum í Texas að
Bretar tækju þátt í innrás í Írak.
Blair neitaði því og kvaðst hafa sagt
við Bush að Bretar myndu styðja
Bandaríkjastjórn í viðleitni hennar
til að takast á við hættuna sem staf-
aði af meintum gereyðingarvopnum
Íraka. „Hvernig það yrði gert var
opin spurning og jafnvel á þessu
stigi vakti ég máls á því að leita til
Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Blair.
Hann staðfesti þó að þeir Bush
hefðu rætt þann möguleika að beita
hervaldi í Írak. „Það var almenn um-
ræða um þann möguleika að fara
hernaðarleiðina, en við sögðum vita-
skuld að það yrði ofan á ef SÞ-leiðin
misheppnaðist.“
Sannfærður um hættuna
Blair áréttaði að hann teldi að
Bretar hefðu þurft að taka þátt í inn-
rásinni, ekki aðeins vegna vináttu-
tengsla við Bandaríkin, heldur
vegna hættunnar sem Bretlandi
kynni að stafa af meintum gereyð-
ingarvopnum Íraka. Hann sagði að
bresk stjórnvöld hefðu verið sann-
færð um að Írakar ættu slík vopn og
ekki getað tekið þá áhættu að Sadd-
am Hussein kæmi þeim í hendur
hryðjuverkamanna. Hann lýsti
Hussein sem „skrímsli“, sem hefði
beitt efnavopnum gegn eigin þjóð,
og sagði að Bretar hefðu ekki getað
tekið þá „áhættu að slíkri stjórn yrði
leyft að þróa gereyðingarvopn“.
„Enginn leyni-
samningur“
Blair neitar því að hann hafi samið leyni-
lega við Bush árið 2002 um innrás í Írak
Reuters
Rannsókn Tony Blair svarar spurn-
ingum nefndar um Íraksstríðið.
BRESKA læknaráðið GMC hefur
úrskurðað að læknirinn Andrew
Wakefield, sem hélt því fram að
samband væri á
milli bólusetn-
ingar og ein-
hverfu, hafi brot-
ið siðareglur
lækna, meðal
annars með því
að láta börn
gangast undir
sársaukafullar
og þarflausar
rannsóknir.
Læknaráðið komst að þeirri
niðurstöðu að Wakefield hefði sýnt
„kaldrifjað skeytingarleysi“ um
þjáningar barna og „misnotað
trúnaðarstöðu sína“ sem læknir.
Gert er ráð fyrir því að ráðið
úrskurði í sumar hvort svipta beri
lækninn starfsleyfi.
Falsaðar niðurstöður
Wakefield hélt því fram í grein í
breska læknatímaritinu Lancet árið
1998 að samband væri á milli bólu-
setningar gegn mislingum, rauðum
hundum og hettusótt. Þetta skaut
foreldrum víða um heim skelk í
bringu og verulega dró úr bólusetn-
ingunum með þeim afleiðingum að
mislingar, sem áður höfðu vart sést,
blossuðu upp að nýju og ollu dauða
eða miklum skaða hjá mörgum
börnum.
Seinna kom í ljós að greinin
byggðist á fölsuðum rannsóknar-
niðurstöðum og aðrar rannsóknir
benda til þess að ekkert samband sé
á milli slíkrar bólusetningar og ein-
hverfu. Ennfremur kom í ljós að
Wakefield var á mála hjá lögmanni
sem hugðist lögsækja framleið-
endur bóluefnanna fyrir hönd nokk-
urra fjölskyldna vegna gruns um
þau hefðu valdið einhverfu hjá
börnum þeirra, að sögn The Sunday
Times. bogi@mbl.is
Læknirinn
braut siða-
reglur
Andrew Wakefield
Sagði samband
milli bólusetningar
og einhverfu
ÞEGAR Tony Blair svaraði spurn-
ingum rannsóknarnefndarinnar
stóðu hundruð manna fyrir utan
bygginguna og mótmæltu þeirri
ákvörðun hans að senda breska
hermenn til Íraks. Mótmælend-
urnir sökuðu Blair um lygar og
stríðsglæpi. Á meðal þeirra voru
ættingjar nokkurra af þeim 179
bresku hermönnum sem hafa beð-
ið bana í Írak. Margir þeirra létu í
ljósi óánægju með að Blair skyldi
ekki hafa beðist afsökunar á inn-
rásinni. „Ég hefði viljað að hann
horfði í augun á mér og bæðist af-
sökunar, en hann hefur ekki kjark
til þess,“ sagði kona sem missti
son sinn á fyrsta degi stríðsins.
Sakaður um lygar og stríðsglæpi