Morgunblaðið - 30.01.2010, Page 40
40 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010
✝ Dröfn Gústafs-dóttir fæddist í
Keflavík 22. desember
1965. Hún lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urnesja 22. janúar
2010.
Foreldrar hennar
eru Eygló Gísladóttir
kennari, f. 18.7. 1940,
og Gústaf Ólafsson
verkamaður, f. 3.1.
1934. Dröfn var næst-
yngst fimm systkina,
hin eru Anna Gúst-
afsdóttir, f. 29.12.
1957, Sigurður Hjálmar Gústafsson,
f. 20.12. 1959, Inga Hildur Gúst-
afsdóttir, f. 18.9. 1961, og Gísli Jón
Gústafsson, f. 28.12. 1969.
Eiginmaður Drafnar er Vil-
hjálmur Pétur Björgvinsson, f. 7.10.
1964. Þau giftust þann 21. maí 1999.
Börn þeirra eru: 1) Kristjana Björg
Vilhjálmsdóttir, f. 23.6. 1986, hún er
í sambúð með Guðmundi Ragnari
Magnússyni, f. 15.12.
1983. Þau eiga einn
son, Magnús Mána, f.
28.2. 2009. 2) Daníel
Valur Vilhjálmsson, f.
9.4. 1989, hann er í
sambúð með Biöncu
Elizabeth Gellert, f.
30.3. 1991. 3) Elva Ósk
Vilhjálmsdóttir, f.
25.8. 1995.
Dröfn ólst upp í
Keflavík en kláraði
grunnskólagöngu sína
á Núpi í Dýrafirði.
Hún vann við hin
ýmsu störf, lengst af þó sem skóla-
liði í Gerðaskóla. Dröfn byrjaði bú-
skap sinn með Vilhjálmi árið 1984 í
Keflavík. Árið 1993 fluttust þau með
fjölskyldu sína í Garðinn. Hún helg-
aði sig fjölskyldu sinni og heimili af
mikilli alúð og umhyggju.
Útför Drafnar fer fram frá Út-
skálakirkju laugardaginn 30. janúar
kl. 14.
Elsku Dröfn mín nú er komið að
kveðjustund, minningarnar streyma
um huga minn.
Ég minnist þess þegar þú varst
borin inn til mín á aðfangadag með
bleika slaufu í dökkum lokkum.
Þegar þú byrjaðir í skólanum og
þóttist ekki vita hvað kennarinn þinn
hét því þú vissir að ekki var venja að
nánir ættingjar kenndu sínum. En þú
varst í bekk hjá ömmu þinni og fékkst
að vera þar áfram. Ég gæti fyllt
margar síður en nú er mér efst í huga
að flytja þínum einstaka eiginmanni
þakkir mínar.
Elsku Villi, ég get ekki með orðum
lýst hve ég dáist að umhyggju þinni,
ástúð og kærleika. Hvernig þú stóðst
með Dröfn í veikindum hennar gerði
henni kleift að halda reisn. Fyrir það
er ég óendanlega þakklát.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Mamma.
Elsku dóttir, það er svo margs að
minnast og kveðjustundin svo sár,
með þessu ljóði færi ég þér kveðju
mína.
Ljósið flæðir enn um ásýnd þína:
yfir þínum luktu hvörmum skína
sólir þær er sálu þinni frá
sínum geislum stráðu veginn á.
Myrkur dauðans megnar ekki að hylja
mannlund þína, tryggð og fórnarvilja
– eftir því sem hryggðin harðar slær
hjarta þitt er brjóstum okkar nær.
Innstu sveiflur óskastunda þinna
ennþá má í húsi þínu finna
– þangað mun hann sækja sálarró
sá er lengst að fegurð þeirra bjó.
Börnin sem þú blessun vafðir þinni
búa þér nú stað í vitund sinni:
alla sína ævi geyma þar
auðlegðina sem þeim gefin var.
Þú ert áfram líf af okkar lífi:
líkt og morgunblær um hugann svífi
ilmi og svölun andar minning hver
athvarfið var stórt og bjart hjá þér.
Allir sem þér unnu þakkir gjalda.
Ástúð þinni handan blárra tjalda
opið standi ódauðleikans svið.
Andinn mikli gefi þér sinn frið.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Pabbi.
Elsku mamma okkar.
Við eigum bágt með að trúa því að
þú sért farin og búumst við því að þú
takir á móti okkur innan úr dyrunum.
Það er þó ekki raunveruleikinn og við
verðum víst að horfast í augu við
hann.
Við eigum helling af fallegum
minningum um þig í farteskinu sem
við munum vera dugleg að rifja upp
saman. Okkur eru sérstaklega minn-
isstæð föstudagskvöldin þegar þú
bakaðir vinsælu mömmupizzuna þína
og við borðuðum öll saman og spjöll-
uðum. Einnig eru minningarnar um
ferðalögin framanlega í huga okkar,
hvort sem það voru innanlands- eða
utanlandsferðir, alltaf skemmtum við
okkur jafn vel.
Nú taka við erfiðir tímar þar sem
við munum reiða okkur mikið á hvert
annað eins og þú kenndir okkur.
Við vonum að þér líði betur þar
sem þú ert í dag. Þú munt alltaf lifa í
hjörtum okkar og minningum.
Þín börn,
Kristjana Björg Vilhjálmsdóttir,
Daníel Valur Vilhjálmsson
og Elva Ósk Vilhjálmsdóttir.
Móðir mín svo góð og kær
öll við elskuðum þig.
Þú lifir enn í hjarta mér
aldrei mun ég gleyma þér.
Þú ávallt varst svo ákveðin og sterk
og tókst við lífinu með bros á vör.
Þú gafst og gafst en þáðir ei
svo indæl og frábær manneskja þú
varst.
Daníel Valur Vilhjálmsson
Skammdeginu er aðeins byrjað að
linna, Dröfn, okkar kæra tengdadótt-
ir, sagði fyrir stuttu: skammdegið fer
ekki í mig, ég hef aldrei fundið fyrir
skammdegisdrunga, þvert á móti
finnst mér þetta góður árstími, enda
fædd á dimmasta tíma ársins, svo
brosti hún. Hún var alltaf svo sterk
og dugleg, sama hvað hún tók sér fyr-
ir hendur, hún sýndi það líka vel í
veikindum sínum, fór í gönguferðir
svo lengi sem hægt var. Þó að Dröfn
væri fárveik klæddi hún sig upp og
tók þátt í afmælum og jólaboðum.
Velferð barna var henni hugleikin,
þess vegna stofnaði hún og vann um
árabil að skátadeild ásamt fleirum
hér í Garði, svo að börnin fengju að
njóta þess að vera skátar, einnig var
hún virk í kvenfélaginu Gefn.
Dröfn hafði gaman af lestri góðra
bóka og naut þess að hlusta á tónlist
og söng, fór gjarnan á tónleika. Árið
2004 fórum við fjögur til Birming-
ham, heimabæjar Aston Villa, sáum
við þá leik gegn Chelsea, og áttum við
þar góðar stundir.
Dröfn var mjög góð tengdadóttir,
hreinskiptin, skemmtileg og hjálp-
söm, alltaf var gott að koma til þeirra,
þau voru mjög samhent hjón, sem
hugsuðu vel um börnin sín, barna-
barnið Magnús Máni var mikill gleði-
gjafi fyrir ömmuna. Minningarnar
um þig eru dýrmætar perlur sem við
geymum í hjörtum okkar,
Dröfn elskaði lífið, hún var sólar-
megin í lífinu og mun verða það áfram
í faðmi Guðs.
Hjartans þökk fyrir allt og allt.
Elsku Villi, Kristjana, Danni, Elva
og aðrir ástvinir, megi Guð styrkja
ykkur í sorginni.
Kristjana og Ágúst.
Kæru Villi, börn og barnabarn.
Það eru margar stundir sem okkur
bræðrunum eru minnisstæðar frá
uppvaxtarárum okkar, enda mörg
systkinin og oft mikið að gerast á
æskuheimili okkar í Keflavík. Það
sem þó er minnisstæðast er hversu
léttlynd og jákvæð Dröfn systir okk-
ar ávallt var.
Dröfn var kraftmikil og vinmörg
allt frá barnæsku. Þegar Dröfn svo
eltist og þroskaðist og kynntist Villa
sínum þá sáu allir sem umgengust
þau að með þeim voru afar miklir
kærleikar og virðing, einnig var
nokkuð ljóst að samband þeirra
myndi endast ævina á enda. Seinna
stofnuðu þau sitt eigið heimili eins og
gengur og gerist, eignuðust sín þrjú
börn og nýlega barnabarn. Ávallt var
vel tekið á móti manni heima hjá
Dröfn og Villa og þar voru oft
skemmtilegar umræður þar sem
Dröfn átti það til að hneyksla stund-
um með hnyttnum athugasemdum
sem allir höfðu gaman af.
Það var mjög sárt að komast að því
seinna að Dröfn, í blóma lífsins,
skyldi þurfa að glíma við þennan
sjúkdóm. Það er þó eftir á að hyggja
gott fyrir okkur að minnast þess að
Dröfn lifði afar innihaldsríku lífi með
börnunum og maka þann tíma sem
henni var úthlutað. Kom það ekki síst
í ljós í veikindum Drafnar hversu
góðan mann hún átti og leyndist eng-
um að hann studdi hana af kærleik og
dyggð í þessari baráttu. Allt frá því
það uppgötvaðist hvað var að hrjá
hana barðist Dröfn gegn þessum
sjúkdómi og var það fullvíst að allir
sem hana umgengust voru vissir um
að hún myndi sigrast á þessum sjúk-
dómi.
Dröfn tók þessu mótlæti með
bjartsýni og baráttuþreki og höfðu
margir orð á hversu dugleg og já-
kvæð hún var í þessum veikindum og
sama má segja um styrk og jákvæðni
barna hennar og maka. Á endanum
fór þó svo að sjúkdómurinn sigraði,
einhvern veginn virðist það stundum
svo að Guð tekur þá fyrst sem síst
eiga það skilið. Við vitum að harmur
ykkar er mikill en viljum koma á
framfæri við ykkur að tíminn linar
þjáningar, lífið heldur sem betur fer
áfram en í hjarta okkar geymum við
fallegar minningar um góða konu.
Við bræður viljum votta okkar inni-
legu samúð og hugur okkar er hjá
ykkur.
Gísli Jón Gústafsson,
Sigurður H. Gústafsson.
Nú er hún elsku Dröfn systir farin
eftir tveggja ára hetjulega baráttu
við krabbamein. Hún var einstaklega
dugleg og mikil baráttukona hún
systir mín allt til enda. Við systurnar
höfum verið samstiga á lífsins leið og
bæði unnið saman og sótt í félagsskap
hvor annarrar í gegnum tíðina. Dröfn
var hörkudugleg og gott að vinna
með henni, við þekktum hvor aðra og
vissum hvað þurfti til. Það var hægt
að treysta því sem hún lofaði og mað-
ur vissi alltaf hvar maður hafði hana.
Dröfn var alltaf til í að skemmta
sér og öðrum í kringum sig hvort sem
hún dró mig upp á svið í Abba-atriði á
kvennakvöldi eða með því að slá á
létta strengi við eldhúsborðið. Dröfn
hafði stórt hjarta og þegar hún vissi
að mig langaði að vera viðstödd fæð-
ingu bauð hún mér að vera þátttak-
andi í fæðingu Kristjönu, frumburðar
hennar og Villa. Það var mikil gleði í
lífi Drafnar og Villa þegar hún sjálf
var viðstödd fæðingu ömmustráksins
síns í fyrra, Magnúsar Mána, hann
var ljósið í lífi hennar undanfarið ár.
Villi Pétur og Dröfn áttu einstak-
lega hamingjuríkt hjónaband og mér
Dröfn Gústafsdóttir
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför
ástkærs sonar míns, bróður okkar, mágs og
frænda,
SIGURÐAR JÓHANNS THORSTEINSSONAR.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki
gjörgæsludeildar Landspítalans við Hringbraut fyrir
góða umönnun.
Guðbjörg Elín Þórarinsdóttir,
Dóra Thorsteinsson, Sigurður Ólafsson,
Geir Thorsteinsson, Halldóra Æsa Aradóttir,
Helga Sigríður Thorsteinsson, Jón Helgi Jónsson,
Pjetur Stefánsson, María Árnadóttir
og systkinabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur hlýhug og
samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
INGIBJARGAR JÓHÖNNU
VILHJÁLMSDÓTTUR,
síðast til heimilis Lækjasmára 4,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir fyrir góða umönnun til starfsfólks að Roðasölum 1 í
Kópavogi og deild A3 á Hrafnistu í Reykjavík.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Elías Pálsson,
Guðmundur Hafþór Þorvaldsson, Helga Margrét Gígja,
Vilhjálmur Birgir Þorvaldsson, Elínborg Ögmundsdóttir,
Sigríður Ragna Þorvaldsdóttir, Ólafur Árnason,
Sumarliði Þorvaldsson, Sigríður R. Helgadóttir,
Þorvaldur Hannes Þorvaldsson,
Ólafía Ingibjörg Þorvaldsdóttir, Steinar Garðarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför föður okkar, fóstur-
föður, sonar og bróður,
BJÖRNS BJÖRNSSONAR,
Lækjargötu 32,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til íþróttafélagsins Hauka og
Frímúrarareglunnar í Hafnarfirði.
Björn Viðar Björnsson,
Margrét Björnsdóttir,
Halldór Guðfinnsson,
Hildigunnur Guðfinnsdóttir,
Björn Ólafur Ingvarsson,
Þorsteinn Björnsson.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs
eiginmanns míns, föður, stjúpföður, tengdaföður
og afa,
HAUKS BJARMA ÓSKARSSONAR
rafvirkja.
Innilegar þakkir færum við starfsfólki krabba-
meinsdeildar Landspítalans við Hringbraut fyrir
góða umönnun.
Sigríður Sigurðardóttir,
Óskar Baldvin Hauksson, Inga Jóna Friðgeirsdóttir,
Sigurður Ferdinandsson, Guðrún Matthíasdóttir,
Reynir Jóhannsson, Inga Rún Garðarsdóttir,
börn og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð,
vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
GUÐRÚNAR STURLUDÓTTUR,
Hjallaseli 41,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á B4 bráðaöldrunar-
lækningadeild Landspítalans í Fossvogi fyrir góða umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigríður Kristín Þórisdóttir, Þorkell Samúelsson,
Reynir Þormar Þórisson, Sveinborg Jónsdóttir.