Morgunblaðið - 30.01.2010, Side 15

Morgunblaðið - 30.01.2010, Side 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010 Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is DEILDAR meiningar eru um op- inbert nafn á nýjum vegi sem tengir saman Reykhólasveit og Strandir og tekinn var í notkun síðasta haust. Vegurinn liggur úr Gautsdal í Reyk- hólasveit og þar upp á svonefnda Þröskulda sem eru hæsti punkt- urinn á leiðinni. Þar hallar undan og þá er ekið um Arnkötludal niður í Steingrímsfjörð. „Ég er ekki sáttur við nafnið,“ segir Matthías Lýðsson, svæðisleið- sögumaður og bóndi í Húsavík á Ströndum, í samtali við Morg- unblaðið. Hann telur eðlilegast að vegir séu kenndir við dali, jarðir eða bæi eins og hefðin sé. Vegurinn nýi liggi að stærstum hluta um lönd jarðarinnar Arnkötludals á Strönd- um og því hefði verið eðlilegast að nafngiftin tæki mið af því. Máta nokkur nöfn G. Pétur Matthíasson, upplýs- ingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir nafngiftir á vegum velþekkt ágrein- ingsefni þar sem mismunandi sjón- armið heimamanna mætist. Hann segir að í sjálfu sér hafi ekki verið tekin nein sérstök ákvörðun um nafn á nýja veginum vestra. Ákveðið hafi verið að máta nokkur nöfn og sé Þröskuldar eitt þeirra. Reynslan verði svo að leiða í ljós hvernig heimamönnum og öðrum líki. Þeir sem annist þjónustu við veg- inn telji nafngiftina við hæfi, því það sé einmitt á Þröskuldum sem færð geti orðið torveldust. Þar sé einnig veðurstöðin á leiðinni og því eðlilegt þegar gefnar eru upplýsingar um færð og veður þar. Nýi vegurinn í heild sé hins vegar hluti af Djúpvegi um Gautsdal, Þröskulda og Arn- kötludal og ef út í það fari megi nota viðeigandi örnefni eftir því hvaða hluta vegarins átt er við hverju sinni. Merkingin er neikvæð „Almenn merking kennileitisins Þröskuldar er fremur neikvæð. Vís- ar til þess að vegurinn nýi geti verið torleiði sem alls ekki er raunin, nema þá í verstu vetrarverðum. Mér finnast það ákveðin rök gegn nafn- giftinni. Ef á hins vegar að beita þeirri reglu að kenna veg við hæsta punkt eða staðsetningu veð- urstöðvar þá myndi vegurinn um Steingrímsfjarðarheiði fá nafnið Sæluhúsahæð á Djúpvegi og svo framvegis,“ segir Matthías Lýðsson sem tekur fram að vegurinn nýi sé mikil samgöngubót og renni styrk- um stoðum undir byggð á Ströndum. Ljósmynd/Vegagerðin-G.Pétur Vígsla Nýi vegurinn um Þröskulda þykir góður en nafnið er umdeilt. Þræta um Þröskulda Í HNOTSKURN » Vegurinn um Gautsdal ogArnkötludal milli Reyk- hólasveitar og Stranda verður kenndur við Þröskulda. » Svæðisleiðsögumaður áStröndum er ósáttur. Tel- ur nafngiftina hljóma nei- kvætt og ekki eigi að miða við hæsta hjalla á leiðinni.  Deilt um nafn á nýjum vegi  Strandamenn vilja kenna veginn við Arnkötludal  Þröskuldar, segir Vegagerðin Muniðeftir launamiðunum!                                                          ! "# $  ! #%         &         '( ( )        *  + %,           - ( ) . /    0       0        (    1        2     '  .  &    0    0         0  1  *.   *!      4   *  *.    5 (    +   3   ' 3 3 (   6 .  6   0   &    .    (  7 .0  4 (.   9                           !" !           &    3    -.(  : ,  /  ; 3  1      49 <1 9& 5= ;> 4 <5 ?@ @A  '  Jón a J ón sdó ttir Rim a 2 4 112 Re ykj aví k 21 02 72 -22 29 1.9 67 .04 3 78 .68 4 860 39 .34 0 86 0 1.9 67 .04 3 27 4.6 70 Launamiðar og verktakamiðar Bifreiðahlunnindamiðar Hlutafjármiðar Hlutabréfakaup skv. kaupréttarsamningi Takmörkuð skattskylda - greiðsluyfirlit Greiðslumiðar – leiga eða afnot Viðskipti með hlutabréf Ýmis lán til einstaklinga Stofnsjóðsmiðar Bankainnstæður Launaframtal Skilafrestur á eftirtöldum gögnum á rafrænu formi vegna framtalsgerðar 2010 er til 10. febrúar 2010 Nánari upplýsingar eru á vef ríkisskattstjóra www.rsk.is Til leigu er hagabeit undir Úlfarsfelli. Landið skiptist í þrjú beitarhólf, 14–20 hektara hvert. Á vef Reykjavíkurborgar eru nánari upplýsingar aðgengilegar, m.a. samningsdrög fyrir umrædda eign ásamt afmörkun á loftmynd. Áhugasömum er bent á vefslóðina www.reykjavik.is/fer og netfangið olafur.i.halldorsson@reykjavik.is Til leigu Hagabeit við Úlfarsfell Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar ı Borgartúni 12-14 ı Þjónustuver 411 1111 Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „BEITAN hefur reynst ágætlega,“ segir Pétur H. Pálsson, fram- kvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík, um kyrrahafssardínu sem reynd var á tveimur skipum fyrirtækisins á dögunum. Um 25 tonn voru flutt inn til reynslu og von er á um 270 tonn- um til viðbótar og eru þau líka seld. Þórleifur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Tobis ehf., hefur flutt in beitu í mörg ár. Hann segir að á sjávarútvegssýningunni í Boston í fyrra hafi hann hitt stærsta beitu- framleiðandann í Bandaríkjunum og hann hafi sagt sér að Japanir notuðu stöðugt meira af kyrrahafssardínu í beitu með góðum árangri. Hún sé feitust og með mestu átuna í sept- ember og hann hafi því pantað einn gám, um 25 tonn, af sardínu sem var veidd í september. Sendingin hafi komið til landsins um áramót, fiskað mjög vel og selst upp undir eins. Pétur H. Pálsson segir að búið sé að prófa litla skammta og beðið sé eftir stærri skömmtum til þess að reyna beituna enn betur, sér- staklega í meira dýpi en áður. Um 270 tonn á leiðinni „Ég á 10 gáma á leiðinni, um 270 tonn, og öll beitan er seld,“ segir Þórleifur og bætir við að næsta sending komi síðan ekki fyrr en í haust. Smokkfiskur og kyrrahafssári hafa verið vinsælir í beitu. Þorleifur segir að verðið á sáranum hafi rokið upp úr öllu valdi og telur að sard- ínan komi í staðinn. Hún virki til dæmis mjög vel á ýsuna eins og sár- inn. Kyrrahafssardínu beitt á Íslandsmiðum Beita Kyrrahafssardína er feitust og með mestu átuna í september.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.