Morgunblaðið - 30.01.2010, Page 37

Morgunblaðið - 30.01.2010, Page 37
Minningar 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010 ✝ Jakob fæddist áBíldudal, 9.2.1950. Hann lést á heimili sínu á Bíldu- dal, 22. janúar síð- astliðinn. Móðir hans er Guðrún Rebekka Jakobsdóttir, f. í Kvíum, Grunnavík- urhreppi 28.3. 1925. Móðir hennar var Guðbjörg E. Jóns- dóttir og faðir var Jakob K. Falsson bátasmiður. Faðir Jakobs var Kristinn Ásgeirsson, f. í Baulhúsum við Arnarfjörð, f. 5.4. 1922, d. 31.7. 2002. Móðir hans var Guðbjörg O. Kristjáns- dóttir og faðir var Ásgeir K. Matthíasson. Systkini Jakobs eru sex. 1) Ás- geir Matthías, f. 5.12. 1947. Eig- inkona hans er Guðjóna Kristjáns- dóttir og eiga þau tvo syni. 2) Guðbjörg Kristín, f. 20.2. 1949. Hún á tvær dætur. 3) Jóna Elín, f. 19.12. 1954. Eiginmaður hennar er Guðbjartur Ólafsson og eign- uðust þau þrjú börn. 4) Guð- mundur, f. 4.4. 1959. Eiginkona hans er Guðbjörg G. Benjamíns- dóttir og eiga þau tvö börn. 5) Kristján Hörður, f. 25.9. 1960. Eiginkona hans er Valdís Valdi- marsdóttir og eiga þau fjóra syni. Jakob sem skrifstofustjóri hjá Hraðfrystihúsi Patreksfjarðar hf., auk starfa við bókhald fyrir útgerð Héðins Jónssonar. Árið 1975 var Jakob einn af stofnendum Fiskvinnslunnar á Bíldudal hf. og síðar fram- kvæmdastjóri. Árið 1986 tók hann þátt í að stofna Útgerð- arfélag Bílddælinga hf. sem með- al annars gerði út togarann Sölva Bjarnason BA-65. Samhliða störfum sínum fyrir Fiskvinnsl- una og útgerðarfélagið rak hann um tíma, ásamt Pétri Þór Elías- syni og Jörundi Bjarnarsyni, út- gerðarfélagið Pétursvör, sem gerði út Hring BA-165. Árið 1993 stofnaði hann ásamt bræðr- um sínum Herði og Guðmundi og fleirum, útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtækið Sæfrost ehf. Á ár- unum 1994 til 2003 stundaði Jak- ob, ásamt syni sínum Jóni Páli, útgerð frá Bíldudal. Gerðu þeir meðal annars út Frey BA-9, Sig- urbjörgu Þorsteins BA-65, og Kitta BA-741. Samhliða starfi aflaði hans sér skipstjórnar- og vélstjórnarréttinda. Jakob hafði mikinn áhuga á byggða- og félagsmálum. Árið 1974 tók Jakob, 24 ára, sæti í hreppsnefnd Suðurfjarðahrepps sem oddviti, og sat í meirihluta hreppsnefndar til 1990. Jakob sat meðal annars í stjórnum fé- lags Sambandsfrystihúsa, Kaup- félags Vestur-Barðstrendinga og Útvegsmannafélags Vestfjarða. Útförin fer fram frá Bíldudals- kirkju í dag, laugardaginn 30. janúar, kl. 11. Meira: mbl.is/minningar 6) Helga, f. 3.2. 1962. Sambýlis- maður hennar er Þórarinn Viðar Hjaltason og eiga þau tvo syni. Jakob kvæntist 27.3. 1972 Birnu Hrafnhildi Krist- insdóttur, f. í Reykjavík 13.6. 1950. Þau skildu 2001. Foreldrar hennar voru Krist- inn Vigfússon, f. 1.7. 1917, d. 3.12. 1990, og Jóna Kristjánsdóttir, f. 1.8. 1917, d. 29.7. 2008. Jakob og Birna eignuðust fjögur börn: 1) Gunnar, lögfræðingur, f. 15.4. 1970. Eiginkona hans er Guðrún Aspelund. Dætur þeirra eru Kol- brún Hilda og Kristín Rebekka. 2) Jón Páll, stýrimaður, f. 1.1. 1973. Eiginkona hans er Sólrún Bryndís Aradóttir. Börn þeirra eru Lovísa Rut, Birna Sólbjört, Svanur Þór og Jóna Krista. 3) Guðrún Re- bekka, hjúkrunarfræðingur, f. 13.12. 1976. Eiginmaður hennar er Svavar Sigþórsson. Börn þeirra eru Brynhildur, Áslaug Birna og Brynjar Gauti. 4) Júdit Krista, framhaldsskólanemi, f. 23.11. 1992. Að loknu verslunarprófi frá Samvinnuskólanum 1971 starfaði Ég sakna þín; ég hef lengi saknað þín og mun alltaf sakna þín. Þú kenndir mér að lesa og skrifa. þú kenndir mér að reikna og hugsa. Þú kenndir mér að elska náungann og að maður svíkur ekki vini sína. Í æsku minni varst þú hinn sterki og úrræðagóði. Þú veittir mér um- hyggju og hlýju. Þú og mamma vor- uð umgjörðin sem alltaf hélt. Frelsi, jafnrétti og bræðralag mörkuðu þín spor. Hjá þér lærði ég til fé- lagshyggju. Þú varst frábær kennari og munu kvöldstundirnar í eldhúsinu á Sæbakkanum lifa með mér. Þar ræddum við um alla heima og geima, þó mestmegnis um samfélag og rétt- læti. Ég lærði að efast og varð að færa rök fyrir máli mínu. Á þeim stundum kom oft við þinn góði vinur og faðir, afi Kristinn. Bíldudalur var þér kær en Bíld- dælingar kærari. Þú lagðir þitt í söl- urnar í þágu atvinnulífs á Bíldudal og gafst seint upp þrátt fyrir ljón í veginum. Þínar hetjur voru kempur eins og Tryggvi Ófeigsson og Einar Guðfinnsson. Ærlegir menn með hag samfélags síns að leiðarljósi. Minn- ingarnar eru margar. Það var Þor- láksmessukvöld. Um haustið hafðir þú tekið til í bílskúrnum. Jólatréð fannst ekki. En þú leystir málið, brunaðir fram í skórækt og komst til baka með jólatré. Þá snerist lífið um lausnir en ekki vandamál. Þeir Bílddælingar sem leituðu til þín komu aldrei að tómum kofunum. Þú sagðir ekki alltaf já, en aldrei sagðirðu nei. Og aldrei fórstu í manngreinarálit. Þú hafðir alla tíð brennandi áhuga á stjórnmálum og tókst lengi virkan þátt í þeim. Þú varst framsóknarmaður af gamla skólanum allt þar til flokkurinn yf- irgaf þig. Steingrímur Hermannsson og Ólafur Þ. Þórðarson voru tíðir gestir á heimili okkar og þá varst þú í essinu þínu. Kosningakvöld voru þín uppáhaldskvöld. Ritstörf lágu vel fyrir þér, hvort sem það voru greinar í dagblöð, bréf til ráðamanna, eða gamanvísur fyrir þorrablót. Og alltaf las ég bloggið þitt. Fall Fiskvinnsl- unnar var upphafið að endalokunum. Þú tókst það mjög nærri þér og það mótaði þig upp frá því. Gáttir allar áður gangi fram um skoðast skyli, um skyggnast skyli, því að óvíst er að vita hvar óvinir sitja á fleti fyrir. (Úr Hávamálum.) Og svo kom slysið. Sem öryrki reyndir þú fátæktina en aldrei höndlaðir þú silfurpeninga. Ég veit að þú yfirgefur í friði og sátt en ekki endilega sáttur. Ég fyrirgef. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Þinn sonur að eilífu, Gunnar. Pabbi. Þó að oft hafi gefið á hjá okkur varst þú og verður alltaf pabbi minn. Þótt allir knerrir berist fram á bárum til brots við eina og sömu kletta- strönd, ein minning fylgir mér frá yngstu árum, – þar er bliki á höfn við friðuð lönd. Ég man. Ein bæn var lesin lágt í tárum við ljós, sem blakti gegnum vetr- arhúmið. Og svo var strokið lokki af léttri hönd, Sem litla kertið slökkti og signdi rúmið. (Einar Benediktsson.) Ég minnist bernsku minnar daga og margs frá þér, sem einn ég veit. Ég fann nú allt að einu draga, og á mig dauðans grunur beit. En eftir stutta stundarbið þá stóð ég þínar börur við. Ég fann á þínum dánardegi, hve djúpt er staðfest lífs vors ráð. Ég sá á allrar sorgar vegi er sólskin til með von og náð. Og út yfir þitt ævikvöld skal andinn lifa á nýrri öld. (Einar Benediktsson.) Mitt fley er lítið en lögurinn stór og leynir þúsundum skerja en aldrei mun granda brim né sjór því skipi, er drottinn má verja. (Höf. ók.) Hvíli friði. Þinn sonur, Jón Páll. Hinsta kveðjustund rennur upp. Mig skortir orð. Óteljandi minningar renna í gegnum hugann sem fyllist af eftirsjá og sorg. Fátt getur undirbú- ið föðurmissinn sem þó hefur verið yfirvofandi í mörg ár. Hugurinn flögrar vestur á firði, til upphafsins og endalokanna sem í dag virðast renna saman í eitt. Mávahlátur og sjávarniður fylgja með í leitinni að svörum og friðarró. Friðinn hefur þú vonandi fundið, pabbi minn, og með þínum frið fæ ég loksins minn. Ef- laust fæ ég aldrei svör sem ég get sætt mig við. Sumum spurningum er ekki ætlað að vera svarað. Lífið er val. Ákveðið veganesti fáum við í upphafi leiks en hvernig til spilast er í hendi hvers og eins. Æskuheimilið er löngu horfið en minningarnar hverfa seint. Minningar um ástríkt uppeldi sem jafnframt einkenndist af staðfestu, aga og rökræðum. Snemma var okkur systkinunum gert grein fyrir að hver væri sinnar gæfu smiður. Allt væri hægt ef vilj- inn væri fyrir hendi. Það er nú einu sinni þannig að í pabba mínum fann ég mikla hvatningu. Með sínu lífs- ferli kenndi hann mér einnig að ekki er allt fengið með elju og kappsemi. Aðgát skal höfð og ekki skal gleyma að veraldleg gæði eru aldrei andleg- um fremri. Á unglingsárunum gat fátt í þessum heimi slegið við sam- ræðum við pabba sem ætíð var skoð- anafastur, hnyttinn og orðheppinn. Ævinlega vel lesinn og lá ekki á skoðunum sínum. Mikið vildi ég að hann hefði sjálfur séð það að með nærveru sinni gaf hann mér stærstu gjöfina. Takk, pabbi. Guðrún Rebekka. Elsku pabbi minn. Þegar ég heyrði að þú værir dáinn fylltist ég mikilli sorg. En núna á meðan ég skrifa þessi orð og rifja upp mitt stutta líf man ég eftir svo mörgum góðum minningum. Ég man svo vel þegar við Andrea vorum að koma drullugar upp fyrir haus, vorum við alltaf velkomnar og fengum að leika okkur heima hjá þér, sem hentaði kannski ekki alltaf á öðrum stöðum. Eða þegar ég, Una og Sigrún Ella vorum í hljómsveitarbransanum fengum við að æfa og dansa heima hjá þér og gerðum með okkur sam- komulag í sambandi við þrif, og ekki skemmdu launin fyrir sem við feng- um. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Júdit Krista. Jakob Falur Kristinsson ✝Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, sonur, bróðir, tengdasonur og frændi, GUNNLAUGUR NIELSEN, Skógarlundi 10, Garðabæ, lést föstudaginn 22. janúar. Útför hans fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ fimmtudaginn 4. febrúar kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á MND-félagið. Friðný Heiða Þórólfsdóttir, Guðný Nielsen, Þórólfur Nielsen, Lára Hannesdóttir, Þorsteinn Jökull Nielsen, Áslaug G. Nielsen, Kristín Theodóra Nielsen, Jón Alfreðsson, Vilhelmína Nielsen, Guðmundur H. Jóhannesson, Þóra Lind Nielsen, Axel Emil Nielsen, Jóhanna Á. Sigurðardóttir, Hjalti Nielsen, Elín Björg Smáradóttir, Þórólfur Jónsson, Hallfríður Gunnlaugsdóttir, Bjarni Þorsteinsson og systkinabörn. ✝ Ástkær systir, mágkona og frænka, DAGNÝ VALGEIRSDÓTTIR kennari, Lönguhlíð 19, Reykjavík, andaðist á Landspítala Landakoti föstudaginn 22. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánu- daginn 1. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Bestu þakkir til starfsfólks deildar K-2 á Landspítala Landakoti fyrir mjög góða umönnun. Björg Valgeirsdóttir, Skúli H. Norðdahl, Björn Th. Valgeirsson, Stefanía Stefánsdóttir, Valgeir Hallvarðsson, Aðalbjörg Kristinsdóttir, Eva Hallvarðsdóttir, Ásgeir Valdimarsson, Herdís Hallvarðsdóttir, Gísli Helgason, Rannveig Hallvarðsdóttir, Jóhannes Karl Jia, Tryggvi Hallvarðsson, Þuríður Vilhjálmsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Ásgeir Bragason, Dagný Björnsdóttir, Skúli Gunnarsson, Valgerður Helga Björnsdóttir, Jón Hafberg Björnsson. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ ÞORVALDSDÓTTIR frá Deplum, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku- daginn 20. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Bestu þakkir til starfsfólks heimahlynningar og kvennadeildar Landspítalans við Hringbraut fyrir góða umönnun. Eiríkur Ásgeirsson, Kristjana Þórarinsdóttir, Sigurður Gunnarsson, Kolbrún Þórarinsdóttir, Bára Þórarinsdóttir, Guðmundur Á. Eiríksson, Elínborg W. Halldórsdóttir, Ingibjörg Eiríksdóttir, Sigurður Sigurðsson, Anna Snjólaug Eiríksdóttir, Einar Kr. Gíslason, barnabörn, makar þeirra og börn. ✝ Elsku hjartans kona mín, móðir okkar, dóttir, systir, tengdadóttir og barnabarn, ERLA MAGNÚSDÓTTIR, Lækjarseli 11, Reykjavík, lést miðvikudaginn 27. janúar. Útför verður auglýst síðar. Stefán Benediktsson, Inga Lára Stefánsdóttir, Ásta Margrét Stefánsdóttir, Benedikt Stefánsson, Birta Stefánsdóttir, Sandra Líf Stefánsdóttir, Magnús Theodórsson, Ástríður Ingadóttir, Gunnar Magnússon, Salóme Huld Garðarsdóttir, Benedikt Stefánsson, Margrét Árnmarsdóttir, Erla Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.