Morgunblaðið - 30.01.2010, Page 39
Minningar 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010
✝ Benedikt Egilssonfæddist á Lýtings-
stöðum, Lýtings-
staðahreppi, 12. febr-
úar 1922. Hann lést á
heimili sínu Brekku-
byggð 51, Garðabæ,
hinn 17. janúar síðast-
liðinn.
Foreldrar Bene-
dikts voru Egill Bene-
diktsson, bóndi á
Sveinsstöðum, Lýt-
ingsstaðahr., Skaga-
firði, f. 13. maí 1877 á
Brekku í Seyluhreppi
Skagafirði, d. 23. febrúar 1960, og
Jakobína Sveinsdóttir, f. 15. febr-
úar 1879, á Hafursstöðum á Skaga-
strönd, d. 13. janúar 1947. Systkini
Benedikts voru: Björn, f. 1905, d.
1999, Guðlaug, f. 1905, d. 1982, Sig-
urður, f. 1911, d. 1975, Þorgerður,
Ingibjörg, f. 1913, d. 2003, Sveinn,
f. 1915, d. 2002, og sammæðra
Steinþór Helgason, f. 1909, d. 1994.
Benedikt giftist, 29. nóvember
1951, Sigríði Sigurjónsdóttur frá
Kópareykjum í Reykholtsdal, f. 29.
september 1925, d. 26. febrúar
1960. Foreldrar Sigríðar voru Sig-
urjón Jónsson, f. 13. ágúst 1891, d.
9. júní 1972, og Helga Jónsdóttir, f.
5. janúar 1892, d. 27. mars 1985.
Fyrir átti Eygló dótturina Sigríði
Dögg, f. 21. desember 1973. 5) Egill
Sigurjón, f. 14. júlí 1953, sambýlis-
kona hans er Guðrún Björg Guð-
mundsdóttir, f. 17. mars 1958. Börn
þeirra eru: a) Benedikt Rúnar, f. 8,
juní 1983, og b) Unnar Bjarki, 7. júlí
1988. Börn Egils frá fyrra hjóna-
bandi eru: c) Svanur Þór, f. 16. sept-
ember 1972, og d) Hugrún Ösp, f.
19. september 1973. 6) Guðrún, f.
13. desember 1957, eiginmaður
hennar er Páll Helgi J. Buch. Sonur
þeirra er Kristján Heimir, f. 1.
ágúst 1988. Börn Guðrúnar frá
fyrra hjónabandi eru: a) Benedikt
Smári, f. 5. maí 1976, b) Halldór
Fannar, f. 23. desember 1979, og c)
Sigríður Drífa, f. 28. janúar 1982. 7)
Sigrún, f. 25. janúar 1959. Kjörfor-
eldrar Sigrúnar eru Bjarni Guð-
ráðsson, bóndi í Nesi, Reykholtsdal,
f. 13. janúar 1935, og Sigrún Ein-
arsdóttir, f. 8. apríl 1935. Börn Sig-
rúnar eru: a) Viðar, f. 13. apríl
1978, b) Leó Kristberg, f. 16. janúar
1984, c) Ívar Kristberg, f. 28. sept-
ember 1989, d) Einar Kristberg, f.
29. janúar 1994 og e) Kristný Huld,
f. 23. október 1996. Barna-
barnabörn eru 26 talsins.
Eftirlifandi sambýliskona Bene-
dikts er Sigríður K. Jónsdóttir, f.
25. febrúar 1925.
Útför Benedikts fer fram frá
Reykholtskirkju í dag, 30. janúar
2010, og hefst athöfnin kl. 13.
Meira: mbl.is/minningar
Börn Benedikts og
Sigríðar eru: 1)
Helga, f. 22. mars
1948. Börn hennar
eru: a) Sigurður, f. 2
janúar 1967, b) Sig-
ríður, f. 11. janúar
1968, c) Arnar, f. 30.
ágúst 1972, d) Stefán
Grímur, f. 12. maí
1977, e) Jóhanna
Kristbjörg, f. 31.
ágúst 1982, og f) Sig-
urpáll, f. 30. juní
1985. 2) Margrét, f.
13. janúar 1950. Börn
hennar eru: a) Hjálmar Benedikt, f.
28. juní 1970, b) Magnús Sigurður,
f. 10. maí 1974, c) Inga Mæja, f. 1.
september 1977, og d) Hrannar, f.
14. desember 1989. 3) Indriði, f. 26.
janúar 1951, sambýliskona hans er
Gerður S. Ólafsdóttir, f. 13. febrúar
1952. Börn Indriða úr fyrra hjóna-
bandi eru: a) Jón, f. 21. september
1974, b) Ólöf Sigríður, f. 3. október
1978, og c) Jóhanna Unnur Erlings-
son, f. 3. október 1978, d. 28. apríl
1999. 4) Jakobína Eygló, f. 7. maí
1952, eiginmaður hennar er Svan-
berg Guðmundsson, f. 4. maí 1949.
Börn þeirra eru: a) Guðmundur
Þór, f. 5. september 1978, og b)
Helga Rut, f. 29. desember 1982.
Elsku afi minn.
Nú þegar þú ert farinn lít ég til
baka og þakka fyrir að hafa farið
suður að stunda nám og hafa feng-
ið að búa hjá þér og Siggu. Fengið
að kynnast þér betur, þeim mikla
handverksmanni sem þú varst, og
fara með þér í skúrinn að dunda
eitthvað en þú varst þar eins oft
og hægt var, hvort sem það var að
smíða trétopp á rússajeppann í
svefni eða hugsa um útskurðinn
þegar ekki viðraði til að fara í
skúrinn, tala nú ekki um öll smíða-
stykkin sem þú hefur gert í gegn-
um tíðina og í öllu sem þú gerðir
var mikið vandað til verka. Elsku
afi minn, ég kveð þig með söknuði.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Unnar Bjarki Egilsson.
Benedikt Egilsson kom inn í
fjölskyldu okkar þegar hann flutt-
ist til móður minnar, Sigríðar K.
Jónsdóttur, eftir nokkurra ára
kynni þeirra árið 1995.
Bæði höfðu þau orðið fyrir þeirri
sáru og miklu lífsreynslu að hafa
misst maka sinn frá stórum hópi
barna fyrir 40 ára aldur og lagt
hart að sér við uppeldi þeirra.
Benni eins og við fjölskyldan köll-
uðum hann var mikill handverks-
maður. Miklir og margir smíðis-
gripir bera því vitni og liggja eftir
hann bæði útskurðargripir og eins
og ekki síður annað handverk,
bæði smíðað, saumað og bólstrað.
Benni var oft beðinn að koma og
spila á harmonikkuna sína. Sem
dæmi þótti lífeyrisdeild Sjúkra-
liðafélags Íslands lítið til koma
nema Benni væri fenginn til þess
að spila á samkomum og í ferða-
lögum deildarinnar til margra ára,
enda var alltaf kátt á hjalla þar
sem Benni var og var þá tekið
undir með söng og danssporin oft-
ar en ekki tekin.
Benni var mannvinur mikill.
Ekkert mátti hann aumt vita,
hvorki innanlands né erlendis, og
meðal annars styrkti hann nokkr-
um sinnum borun eftir vatni í þró-
unarlöndunum.
Dýravinur var hann einnig og
fékk Kátur hundurinn okkar að
njóta Benna með klappi, göngu-
túrum og matarbitum. Sama má
segja um smáfuglana, en oft öf-
unduðum við þau af fuglamergð-
inni í garðinum hjá þeim. Benni
hafði smíðað fuglahús sem notað
var til matargjafa þegar lítið var
að hafa fyrir smáfuglana. Verst
þótti honum að ná ekki til háland-
ahöfðingjanna eins og hann kallaði
hrafnana sem ekkert fengu, og
sveimuðu yfir byggðinni.
Með komu Benna á heimili
mömmu fundum við börnin hennar
að þar hafði hún eignast vin og
einhvern sem hún hafði að hugsa
um. Enda stóð ekki á því að hún
dekraði við hann í mat og drykk
og allri þjónustu. Á móti komu
hendurnar hans Benna eins og hún
sagði oft þegar henni varð tíðrætt
um allt sem hann gerði fyrir hana
á heimilinu og í sumarbústaðnum
Litlu Grund undir Eyjafjöllum,
sveitinni hennar. Þar undu þau sér
margar stundirnar og fengu útrás
fyrir sköpunargleðina.
Fyrir nokkru fór að bera á
heilsuleysi og voru margar ferð-
irnar inn á Landspítalann. Alltaf
svaraði hann af miklu æðruleysi er
hann var spurður um heilsuna.
„Þetta er allt að koma. Já, ég held
að mér sé bara að batna.“
Það var ómetanlegt fyrir móður
mína að finna þann stuðning sem
hann átti í dætrum sínum sem
bjuggu nærri honum. En að öllum
öðrum ólöstuðum ber sérstaklega
að þakka dóttur Benna, Eygló
Benediktsdóttur sjúkraliða, hve
vel hún sinnti föður sínum daglega
og í veikindum hans. Alltaf var
hún boðin og búin að koma og
sinna honum bæði seint og
snemma.
Að lokum viljum við þakka
Benna fyrir þann tíma sem við
fjölskyldan áttum með honum. Við
vottum móður minni og fjölskyldu
Benna, börnunum hans og barna-
börnunum, samúð okkar og biðjum
við góðan guð að fylgja þeim á lífs-
ins leið.
Kristín Á. Guðmundsdóttir
og Diðrik Ísleifsson.
Fallinn er frá Benedikt Egilsson
sem var sambýlismaður Sigríðar
Jónsdóttur, hann lést á heimili
þeirra í Garðabæ. Benni eins og
hann var kallaður kom inn í líf
hennar mömmu fyrir allmörgum
árum, þá var hún búin að vera ein
frá því að faðir minn lést, Benni
var henni góður vinur og sam-
fylgdarmaður, hann var lunkinn á
harmónikkuna og ferðuðust þau
með félaginu á með heilsan leyfði,
eins var hann mjög laginn við út-
skurð og smíðar, ófáar klukkurnar
skartgripaskrínin og margt fleira
er til eftir Benna.
Sumarhús þeirra austur undir
Eyjafjöllum var þeirra líf og yndi.
Þar vildu þau helst vera öllum
stundum og þar eru mörg hand-
tökin eftir Benna. Ég og fjölskylda
mín vottum mömmu börnum
barnabörnum og fjölskyldum
Benna, okkar dýpstu samúð.
Sæludalur sveitin best,
sólin á þig geislum helli,
snemma risin, seint er sest,
sæludalur, prýðin best.
Þín er grundin gæðaflest,
gleðin æsku, hvíldin elli,
sæludalur sveitin best,
sólin á þig geislum helli.
(Jónas Hallgrímsson.)
Róbert Bragi og fjölskylda.
Benedikt Egilsson
Útfararþjónusta
Davíðs Ósvaldssonar ehf.
Davíð Ósvaldsson
Útfararstjóri
S. 896 8284 / 551 3485
Óli Pétur Friðþjófsson
Útfararstjóri
S. 892 8947 / 565 6511
✝
Yndislegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
INGÓLFUR SIGURJÓN HALLDÓRSSON
kennari,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund að kvöldi fimmtu-
dagsins 7. janúar
Jarðarförin hefur farið fram.
Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð, vináttu
og hlýhug. Sérstakar þakkir færum við öllum á deild V-4, Grund, fyrir
elskuleg viðkynni og umönnun.
Anna Dóra Ágústsdóttir,
Jóna Ingólfsdóttir, Jakob I. Steensig,
Ólöf María Ingólfsdóttir, Gylfi Garðarsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
JENNÝJAR ÞÓRU SKARPHÉÐINSDÓTTUR,
Þverbrekku 2,
Kópavogi,
áður Borgarnesi,
sem lést á líknardeild Landspítala Landakoti
sunnudaginn 3. janúar.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deildum L5 Landspítala Landakoti
og A6 Landspítalanum í Fossvogi fyrir umhyggju og hlýhug.
Gissur Breiðdal,
Ingibjörg Gissurardóttir, Stig Svensson,
Skarphéðinn Gissurarson, Ragnheiður E. Stefánsdóttir,
Smári Gissurarson,
Víðir Gissurarson, Nanthikan Seeklang,
Ellert Gissurarson, Selma Björk Petersen,
Stefanía Gissurardóttir, Ásgeir Helgason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Systir okkar,
SIGURBJÖRG GUÐNADÓTTIR MAAR,
Stella,
Connecticut,
Bandaríkjunum,
lést á heimili sínu mánudaginn 25. janúar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hjörleifur Guðnason,
Daniel Guðnason,
Sigurður Guðnason,
Guðni Ó. Guðnason.
✝
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGURLAUG GÍSLADÓTTIR,
Hofslundi 4,
Garðabæ,
lést fimmtudaginn 28. janúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Gísli Ólafsson,
Stefán S. Kristmannsson,
Sigurjón Kristmannsson,
Sigrún H. Kristmannsdóttir,
Katrín G. Sigurðardóttir,
Johanna Engelbrecht,
Piter Landvall.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
dóttur okkar, systur, barnabarns og barnabarna-
barns,
ELVU BJARGAR EGILSDÓTTUR,
Niederanven,
Lúxemborg.
Vala Björg Arnardóttir, Egill Reynisson,
Daníel Örn Egilsson,
Edda Kristín Egilsdóttir,
Edda Sölvadóttir, Örn Jóhannsson,
Kristín Hermannsdóttir, Reynir Eiríksson,
Sölvi Guðlaugsson.
✝
Innilegar þakkir til allra sem heiðruðu minningu
föður okkar,
GUNNLAUGS FINNSSONAR,
Hvilft í Önundarfirði,
og sýndu okkur samhug og hlýju við fráfall hans.
Aðstandendur.