Morgunblaðið - 30.01.2010, Page 36

Morgunblaðið - 30.01.2010, Page 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010 ✝ Þórbjörg J. Guð-mundsdóttir (Þóra), fæddist að Vestur-Hópshólum 4. júlí 1918. Hún lést á Landspítalanum 20. janúar sl. Foreldar hennar voru Guðmundur Jónsson, bóndi þar og k.h. Ingibjörg Lára Guðmannsdóttir frá Krossanesi. Systkinin frá V-Hópshólum voru sjö: Þóra var elst, f 1918, Unnur f. 1919, Agnar Guðmann f. 1921, d. 2006, Hjalti Sigurjón f. 1924, d. 1992, Jón Eyjólfur f. 1928, d. 1997, Gunnlaugur f. 1931 og Ásta f. 1933. Þóra giftist 28.9. 1940 Axel Benediktssyni, f. 1914 á Breiðabóli á Sval- barðsströnd. Axel lést árið 1966. Börn þeirra eru: Guð- mundur Agnar f. 1942, maki Sigrún Reynisdóttir; Bene- dikt Jóhannes f. 1944, maki Jóhanna Val- geirsdóttir; Lára f. 1952, maki Valdimar Ingimarsson. Þórbjörg var jarðsungin frá Bú- staðakirkju 25. janúar sl. Meira: mbl.is/minningar Þóra frænka var elst móðursystk- ina minna, systkinanna frá Vestur- hópshólum. Hún var árinu eldri en Unnur móðir mín. Ég var orðin stálpuð þegar fjöl- skylda Þóru flutti í bæinn frá Húsa- vík og ég fékk loksins að kynnast þeim. Þótt fjölmargar æskuminn- ingar mínar tengist samskiptum við móðurfólkið mitt, sem gjarnan átti sín fyrstu spor í höfuðborginni, á heimili foreldra minna, vantaði Þóru og hennar fólk inn í þá mynd. Þóra bætti mér það sannarlega upp þegar hún loksins varð hluti af samfélaginu hér syðra. Heimili þeirra Þóru og Ástu, systra mömmu, sem báðar bjuggu í sama húsi við Ásbrautina í Kópavogi, urðu mér afar kær. Ekki skipti síð- ur máli að Lára amma mín bjó hjá þeim. Það var alltaf tilhlökkunarefni að mega koma í heimsókn til þeirra. Þóra var afskaplega myndarleg húsmóðir og að setjast við kaffi- borðið var alveg dásamlegt. Þvílíkt góðar kökur og meðlæti sem hún gerði allt heima. Seinna þegar ég sjálf fór að búa varð hún mér um margt fyrirmynd. Ég settist líka að í Kópavogi og var nálægðin við þær mér mjög kær. Þá fannst mér þetta vera eins og í gamla daga. Það eru bara nokkrir dagar síðan við mamma komum í heimsókn til Þóru í Lönguhlíðina. Við erum af- skaplega þakklátar fyrir þá ánægju- legu stund sem við áttum með henni. Þótt hún hafi verið þrotin að líkamskröftum virtist hún stálslegin á sálinni. Hún lék á als oddi og sagði okkur frá ánægjulegum félagsskap sem hún nyti þarna. Hún hefði t.d. verið að spila brids fyrir nokkrum dögum. Ég er þakklát fyrir minn- ingarnar um góða frænku sem alltaf var mér svo góð. Börnum hennar og barnabörnum votta ég mínar dýpstu hluttekningu. Stefanía Halla Hjálmtýsdóttir. Þórbjörg J. Guðmundsdóttir ✝ Þórður JóhannEggertsson var fæddur í Borgarnesi 12. ágúst 1915. Hann lést í Borgarnesi 19. janúar 2010. Foreldrar hans voru Margrét Jóns- dóttir, f. 4. júlí 1889, látin 4. nóvember 1963, og Eggert Ei- ríksson, f. 11. júní 1868, látinn 17. júní 1923. Systir Þórðar er Ragney Eggerts- dóttir, f. 13. júní 1911. Þórður kvæntist 16. júní 1949 Sólveigu Árnadóttur, f. 20. desem- ber 1916. Foreldrar hennar voru Theodóra Kristín Sveinsdóttir, f. 2. júlí 1876, látin 30. júlí 1949, og Árni Sighvatsson, f. 7. nóvember 1885, látinn 28. febrúar 1951. Börn þeirra eru: 1) Eggert Margeir, f. 8. maí 1949, maki Júlíana Júl- íusdóttir, f. 11. júlí 1950. Synir þeirra eru: a) Þórður Jóhann, f. 29. apríl 1977, unnusta Guðný Tóm- asdóttir, b) Margeir Þór, f. 15. nóv- október 1978, maki Sigtryggur Örn Sigurðsson, b) Sólveig Íris, f. 17. janúar 1981, unnusti Luca Rampone, c) Björn Friðrik, f. 15. nóvember 1991, d) Andrea Dögg, f. 25. apríl 1994. Þórður, sem alltaf gekk undir nafninu Doddi í Dal, vann sem unglingur hjá Verslunarfélagi Borgfirðinga en var síðan bílstjóri nánast allt sitt líf, fyrst með leigu- bílarekstur, svo hjá kaupfélaginu, síðar var hann olíubílstjóri hjá Skeljungi og loks aftur leigubíl- stjóri á eigin vegum. Hann var einnig til sjós um tíma á Eldborg- inni ásamt fleiri Borgnesingum. Eftir að hann lauk sínum atvinnu- bílstjóraferli vann hann um tíma hjá Þórði Pálssyni fisksala í Borg- arnesi og var þeim nöfnum vel til vina. Einnig vann hann um tíma hjá Borgarplasti í Borgarnesi hjá öðrum stórvini sínum, Halldóri Brynjúlfssyni, sem reyndist honum afar vel. Þórður tók virkan þátt í fé- lagsstarfi í Borgarnesi á sínum yngri árum, var formaður vörubíl- stjórafélagsins og einn af stofn- félögum Lionsklúbbsins í Borg- arnesi, og var hann gerður að heiðursfélaga í Verkalýðsfélagi Borgarness. Útför Þórðar verður gerð frá Borgarneskirkju í dag, laugardag- inn 30. janúar, kl. 14. ember 1980, unnusta Alma Ýr Þorbergs- dóttir, sonur hans er Jakob Darri, f. 3. júlí 2003, barnsmóðir Þóra Dröfn Guð- mundsdóttir, c) Daní- el Ingi, f. 25. sept- ember 1983, unnusta Sólveig Árnadóttir, 2) Theodór Kristinn, f. 1. mars 1952, maki María Erla Geirs- dóttir, f. 20. nóv- ember 1953. Synir þeirra eru: a) Björn, f. 1. janúar 1970, unnusta Marie Huby, synir hans eru Eiríkur Rafn, f. 31. júlí 1990, barnsmóðir Laufey Sigrún Hauksdóttir, Ármann Kristinn, f. 23. september 2002, og Theodór Snær, f. 22. ágúst 2004, barnsmóðir Auður Hafstað Ár- mannsdóttir. b) Árni Ívar, f. 2. júní 1975, c) Geir Konráð, f. 15. janúar 1986, d) Eiríkur Þór, f. 11. febrúar 1990, unnusta Þorkatla Inga Karls- dóttir. 3) Guðrún, f. 11. júlí 1954, maki Gylfi Björnsson, f. 17. apríl 1946. Börn: a) Sara Margrét, f. 6. Hann faðir minn, Þórður Jóhann Eggertsson, eða Doddi í Dal, eins og hann var alltaf kallaður, er nú fallinn frá í hárri elli, en hann var sannarlega alltaf ungur í anda. Ég bauð honum í bíltúr þegar hann var níræður og til stóð að fara í dagsferð. Þegar við vor- um lagðir af stað spurði hann hvort við ættum ekki bara að skella okkur í hringferð um landið og úr varð fjög- urra daga túr með góðum stoppum á völdum stöðum. Meðal annars var al- veg sjálfgefið að skoða Kárahnjúka- virkjunina enda vildi minn maður fylgjast vel með öllum nýjungum og meiriháttar framkvæmdum. Hann Doddi í Dal hafði ekki hátt um hlutina en hann var einarður og réttsýnn og rétti fólki oft hjálparhönd á erfiðum tímum. Hann hélt sinni reisn fram eftir aldri, teinréttur og flottur í tauinu, oftast með hatt sem var valinn eftir veðrinu hverju sinni. Hann var einn af þessum mönnum sem kvörtuðu ekki yfir smámunum. Hafði alla tíð unnið hörðum höndum, svo hörðum reyndar að ítrekað þurfti að skera úr lófunum inngróið sigg eft- ir meðhöndlun á óblíðum stýrishjól- um á demparalitlum bílum sem voru í fyrstu með tréstýri. Hann var í mín- um huga einn af þessum öldnu al- þýðuhetjum sem stóðu sína plikt, hvað sem það kostaði. Hann var bíl- stjóri nánast allt sitt líf, fyrst með leigubílarekstur svo hjá kaupfélaginu og síðar olíubílstjóri hjá Skeljungi, og loks aftur leigubílstjóri á eigin veg- um. Hann var einnig til sjós um tíma á Eldborginni ásamt fleiri Borgnes- ingum. Eftir að hann lauk sínum at- vinnubílstjóraferli vann hann um tíma hjá Þórði heitnum Pálssyni fisk- sala og var þeim nöfnum vel til vina. Einnig vann hann um tíma hjá Borg- arplasti í Borgarnesi hjá öðrum stór- vini sínum, Halldóri heitnum Brynj- úlfssyni, sem reyndist honum afar vel. Hann Doddi var sjálfstæðismað- ur nær allt sitt líf og formaður bíl- stjórafélagsins um tíma og það gat nú kostað sitt þar sem Framsóknin réð sveitarfélagi. Hann byggði sér og Veigu sinni myndarlegt hús skammt frá æskuheimilinu sínu í Dal á erf- iðum tímum upp úr síðari heimsstyrj- öldinni þegar flest var skammtað og lítið var um lánafyrirgreiðslu. Hann tók virkan þátt í félagsstarfi í Borgarnesi á sínum yngri árum, var einn af stofnfélögum Lionsklúbbsins í Borgarnesi og var gerður að heiðurs- félaga í Verkalýðsfélagi Borgarness. Hann var hestamaður og átti áratug- um saman góða hesta. Þá hafði hann gaman af lax- og silungsveiðum og þetta sameinaði hann í veiðiferðum inn í Langavatn en þá fór hann þang- að ríðandi með Ásmundi Jónssyni móðurbróður sínum og fleiri veiði- félögum. Það var mjög kært með þeim Ásmundi og Dodda sem og öllu hans fólki sem bjó lengi undir sama þaki í litla húsinu í Dal. Þrátt fyrir mikla vinnu og langan vinnudag gaf hann sér tíma fyrir fjölskylduna og farið var í margar fjölskylduferðir vítt og breitt um landið á sumrin á drekkhlaðinni drossíu. Það er í miklu þakklæti sem ég kveð föður minn, þakklæti fyrir að eiga hann að fyrir mig og mína fjölskyldu, börn og barnabörn sem nú syrgja góðan mann. Theodór Þórðarson. Meira: mbl.is/minningar Elskulegur tengdafaðir minn, hann Doddi í Dal, er horfinn á braut eftir langt og farsælt líf sem við feng- um að njóta í samfylgd hans. Ég minnist elsku Dodda sem einstaks ljúfmennis. Hann var fallegur og góð- ur maður sem fylgdist vel með, hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og mál- efnum, þótt það færi ekki alltaf hátt. Hann var dálítið út af fyrir sig, fannst gott að vera bara heima og hugsa um hana Veigu sína og halda öllu í horfinu, þannig að þau gætu átt saman gott og hamingjuríkt ævi- kvöld. Það fórst honum svo sannar- lega vel úr hendi. Þegar sjón og heilsa tengdamömmu fór að bila tók Doddi til við að elda matinn og passa upp á að allaf væri nóg til af öllu og að allt gengi sinn vanagang. Þau hjónin voru einstök heim að sækja. Hlýja og kærleikur umvafði mann, kossar á kinn og ljúft faðmlag í hvert einasta sinn. Síðan var allt það besta lagt á borð og passað vel upp á að eiga það til sem hentaði hverjum og einum, smáum sem stórum, þannig að öllum væri gert vel til góða. Hann Doddi fylgdist vel með fjölskyldu sinni og bar hag hennar fyrir brjósti, hann hafði einlægan áhuga á afa- og lang- afabörnum sínum og gladdist þegar vel gekk hjá þeim og hvatti þau til dáða. Það er margs að minnast og minn- ingarnar ljúfar og gott að eiga þær inn í framtíðina. Að endingu vil ég þakka Dodda mínum fyrir kærleiks- ríka og gefandi samfylgd. Síðasta kveðjan hans var táknræn er hann myndaði stóran hring með veikri hendi og bað þannig að heilsa öllum sínum. Ég vil votta elsku Veigu og Eyju mína dýpstu samúð. Einnig viljum við fjölskyldan þakka notalega og fagmannlega umönnun starfsfólks Dvalarheimilisins í Borgarnesi. Far í friði elskulegur. Þín tengdadóttir, María Erla Geirsdóttir. Það var alltaf jafngaman að koma í heimsókn til afa og ömmu í Borgar- nesi. Þar mætti manni ekkert nema ást og hlýja. Við systurnar keppt- umst við að hlaupa upp tröppurnar á Þórólfsgötunni, dyrabjöllunni var hringt um leið og við flýttum okkur inn og beint í fangið á bæði ömmu og afa. Svo var öllum smalað inn í eldhús í hressingu eftir bílferðina, það var hefðin. Þegar tími var kominn til að halda heim á ný var alltaf erfitt að kveðja. Sem barn faldi ég mig ávallt í fata- henginu frammi á gangi, þar gat ég staðið óralengi á meðan allir þóttust leita að mér. Ég hefði vel getað hugs- að mér að setjast að þarna í skotinu, hún var svo notaleg lyktin af frakk- anum hans afa og kápunni hennar ömmu. Að lokum þóttust þau nú finna mig en ég var voða ánægð með af hafa lengt dvölina aðeins. Mér fannst hann afi minn alltaf svo glæsilegur. Hann var alltaf svo vel til fara og fór ekki út nema með hatt á höfði. Ég man eftir að hafa dáðst að fallegu höttunum hans og þegar ég sé elegant karlmannshatt mun ég alltaf hugsa um hann afa minn. Ég verð að eilífu þakklát fyrir að hafa haft hann afa Dodda í lífi mínu í heil 29 ár og ég mun geyma vel allar yndislegu minningarnar um hann. Sólveig Íris. Elsku afi. Ég mun aldrei gleyma þriðjudeginum 19. janúar þegar pabbi kom heim og sagði að þú værir farinn. Mér leið eins og hluti af mér væri horfinn, þótt hluti af mér vissi að þú myndir bráðum kveðja. Þér þótti örugglega gott að geta farið, þú varst búinn að vera svo mikið veikur. Amma sá þig fyrir sér sitjandi á rúm- inu, brosandi, að segja öllum að þú værir glaður. Þú ert ábyggilega núna í Dal með langömmu og langafa. Þú situr kannski úti í góða veðrinu með hattinn á höfðinu og með sólgleraug- un á nefinu. Þú ert með stafinn við hliðina á þér, þótt þú notir hann nátt- úrlega ekkert. Þú varst alltaf svo hress. Jafnvel þótt öðrum fyndist þú vera orðinn þreyttur fannst mér þú alltaf vera svo hraustur. Þú vildir nánast aldrei setjast niður þegar ein- hver kom í heimsókn. Þú vildir gera allt sjálfur; ná í diska og glös, fara út í búð og vildir alltaf hjálpa öllum. Þú varst algjör hetja! Þegar amma varð slappari gerðir þú alltaf allt, aleinn. Þú eldaðir, fórst út í búð og á hverju ári á lögreglustöðina að endurnýja ökuskírteinið þitt. Það var alltaf gam- an hjá þér og ömmu. Við töluðum ekki mikið saman, en við þurftum þess ekkert. Það var alltaf þægilegt að sitja bara með afa við sjónvarpið, án þess að segja nokkuð. Þú lumaðir líka alltaf á einhverju góðgæti. Ís handa Bjössa, sem varð alltaf jafn- glaður, og svo auðvitað fræga afak- artöflumúsin, kartöflumúsin var allt- af best hjá afa. Mér finnst ég heppin að hafa fengið að kynnast þér og vera með þér í heil 15 ár. Þú náðir að sjá öll barnabörnin fermast, sjá þau öll komast í fullorðinna manna tölu. Þú varst heppnasti afi sem ég þekki. Þótt þú sért farinn frá okkur verð- urðu samt alltaf með okkur, í hjart- anu. Andrea Dögg. Elsku afi Doddi. Það er erfitt að sjá á eftir jafnyndislegum manni og þér afi minn. Það eru fáir menn til í dag sem eru góðir menn en þú varst einn af þeim. Ég minnist ferða minna í Borgar- nes þegar ég var smástelpa. Að fá að fara ein í rútu að heimsækja ömmu og afa var á við heimsreisu. Alltaf leitaði maður að bílnum og afa við hótelið þegar maður var að keyra í gegnum Borgarnes eftir að hafa farið hinn óg- urlega langa Hvalfjörð og þar stóð afi ávallt og beið. Afi kyssti alltaf á báðar kinnar og þéttingsfast og innilegt knús sem sat eftir með manni í lang- an tíma. Alla mína ævi var knúsið langt og innilegt með kossi á hvora kinn. Með árunum urðu kossarnir og knúsin fleiri, lengri og innilegri enda kom ég sjaldnar í heimsókn. Mínar sterkustu minningar um afa eru úr búðaferðunum. Þær voru frægar verslunarferðirnar okkar í fjölskyldunni, enda kunnum við afi að versla. Þá benti ég á allt sem mér fannst gott og afi lét margfalt magn af vörunum í innkaupakörfuna. Afi keypti ekki bara í matinn fyrir sig og ömmu heldur fyrir alla fjölskylduna, börnin, barnabörnin og barnabarna- börnin voru með sérþarfir og afi sinnti þeim öllum. Þegar einhver kom í heimsókn var þeirra uppáhaldsmat- ur, nammi og drykkur alltaf til. Það fyrsta á föstudagskvöldi þegar ég kom var að fara í Hyrnuna og velja í matinn, fyrstu árin keyrði afi mig, svo seinna keyrði ég afa. Afi var mikill bílaáhugamaður enda fyrrverandi atvinnubílstjóri og afi var svo stoltur þegar ég tók að með sumarstarf sem atvinnubílstjóri. Það var alltaf gott að vera hjá ömmu og afa og seinna, þegar ég fór í fram- haldsskóla og háskóla, kom ég oft í helgarheimsóknir til að slaka á hjá þeim, þá endurnærðist maður. Helgi með ömmu og afa var heilsubót og alltaf átti ég yndislegar stundir með þeim. Afi reiddist aldrei og leyfði börnum að vera börn. Hann var mað- ur með stíl, alltaf með hatt, og þegar gestir komu var enginn skortur á neinu. Það þótti öllum vænt um að koma til afa og ömmu, hvort sem það var þeirra fyrsta heimsókn eða þeir sem oft komu. Ég er innilega þakklát fyrir að hafa fengið að eiga þig afi minn að í meira en þrjátíu ár því þú hugsaðir vel um alla í kringum þig. Takk fyrir að vera afi minn. Sara Margrét. Þórður Jóhann Eggertsson ✝ Ástkær móðir mín, amma og systir, ÞURÍÐUR HERMANNSDÓTTIR, Hátúni 8, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 19. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Magnús Guðmundsson, Emil Kári Magnússon, Þorlákur Hermannsson, Herdís Hermannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.