Morgunblaðið - 30.01.2010, Side 29

Morgunblaðið - 30.01.2010, Side 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010 Til fyrirmyndar Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra þiggur hér aðstoð við að festa á sig hjólahjálm þar sem hún mætti til fundar um heilsuferðaþjónustu í Nauthólsvík á dögunum. Golli SENN líður að því að rannsóknarnefnd al- þingis skili áliti sínu á aðdraganda banka- þrotsins árið 2008. Bíða margir með óþreyju eft- ir því, ekki síst þeir sem vilja koma athygli og ásökunum á þroti bank- anna frá þeim sem áttu bankana og stýrðu bönkunum, en yfir á starfsmenn hins opinbera. Slíkir menn hafa nú beðið spenntir í meira en ár, eða allt frá því að ljóst varð að alþingi valdi einkum til athugunar sinnar ágæta menn, en sem sérhæft hafa sig í stjórnsýslurétti og leitinni að mistökum í stjórnsýslunni. Þriðji nefndarmaðurinn lýsti svo yfir op- inberlega, áður en nefndarstarfið hófst, að skýringin á bankaþrotinu væri einmitt hjá eft- irlitsstofnunum, svo allt lofar þetta góðu. Í opinberri um- ræðu hefur verið gert sem mest úr því að „eftirlitsstofnanir“ hafi brugðist og virð- ast sumir halda að allt væri enn í lukkunnar velstandi, bara ef skárra fólk hefði starfað hjá „eftirlits- stofnunum“. Ekki þarf svo að efast um að rannsakendur alþingis munu í áliti sínu fara í löngu máli yfir allt sem eftirlitsfólk hefði, eftir á séð, getað gert eða látið ógert í aðdrag- anda bankaþrotsins. En hætt er við að ein eftirlits- stofnun ríkisins, og sú sem einna mestar hefur heimildirnar, verði lítt skoðuð að sinni. Samkvæmt lögum nr. 85/1997 um umboðsmann alþing- is skal umboðsmaður hafa eftirlit með allri stjórnsýslu ríkisins og gæta þess að hún fari fram í sam- ræmi við lög og vandaða stjórn- sýsluhætti. Umboðsmaður er ekki bundinn við kvartanir borgaranna heldur getur tekið mál upp að eigin frumkvæði, sjái hann ástæðu til þess. Umboðsmaður hefur afar víð- tækar heimildir við eftirlitsstörf sín og getur samkvæmt lögunum „kraf- ið stjórnvöld um þær upplýsingar og skriflegar skýringar sem hann þarfnast vegna starfs síns, þar á meðal getur hann krafist afhend- ingar á skýrslum, skjölum, bókunum og öllum öðrum gögnum sem mál snerta.“ Þá getur hann kallað starfs- menn stjórnsýslunnar á sinn fund og fengið frá þeim upplýsingar og skýr- ingar sem varða einstök mál og á frjálsan aðgang að öllum starfs- stöðvum stjórnvalda til athugana í þágu starfs síns. Það er ótvírætt að umboðsmaður alþingis er ein allra úrræðamesta eftirlitsstofnun landsins. Þó að um- boðsmaður geti ekki gefið bindandi fyrirmæli um aðgerðir í stjórnsýsl- unni, og hann veiti aðeins álit en ekki úrskurði, þá ber honum að hafa eft- irlit með allri stjórnsýslu, hefur tak- markalitlar heimildir við það eftir- litshlutverk og getur að fenginni athugun gert stjórnvöldum eða eftir atvikum alþingi, aðvart ef hann telur pott brotinn. Ekki veit ég hvort embætti um- boðsmanns alþingis svaf á verðinum í aðdraganda bankahrunsins. Ég veit ekki hvort ætlast hefði mátt til þess að umboðsmaður hefði beitt eftirlitsheimildum sínum varðandi þá aðila stjórnsýslunnar sem hafa áttu auga með fjármálafyrirtækjum. Vel mætti segja mér að ekkert sé við umboðsmann að sakast, þrátt fyrir eftirlitshlutverk og eftirlitsheimildir hans. En hitt er ljóst að væntanleg álitsgerð rannsóknarnefndar alþing- is mun ekki taka af neinn vafa um það því að af snilligáfu sinni ákvað alþingi að setja umboðsmann alþing- is einmitt í nefndina sem sett var til höfuðs stjórnsýslunni, og „eftirlits- stofnunum“ alveg sérstaklega. Það var óráð, með fullri virðingu fyrir núverandi umboðsmanni alþingis og annáluðum hæfileikum hans við að þefa uppi jafnvel smæstu að- finnsluefni stjórnsýsluvaldshafa. Eftir Bergþór Ólason »En hætt er við að ein eftirlitsstofnun rík- isins, og sú sem einna mestar hefur heimild- irnar, verði lítt skoðuð að sinni. Bergþór Ólason Höfundur er fjármálastjóri. Brást umboðsmaður? Í YFIRLÝSING- UM margra málsmet- andi aðila má skilja að Íslendingar verði að taka á sig skuldabyrði Icesave-reikninganna til að forðast ein- angrun á alþjóðavett- vangi og ná sáttum við „alþjóðasamfélagið“. Þetta er afstaða ríkis- stjórnarinnar, kjarn- inn í afstöðu Samtaka atvinnulífsins, og kemur fram í skrifum stjórnmála- manna og hagfræðinga, sem ganga erinda Samfylkingarinnar. Seðla- banki Íslands syngur með þessum kór. Það liggur fyrir og hefur legið fyrir lengi að á Íslendingum hvílir ekki lagaskylda til að taka á sig skulda- byrði vegna Icesave-reikninganna. Nú fjölgar skrifum virtra dálkahöf- unda í merkustu fjár- málablöðum heimsins, sem bæta við þessi lög- fræðilegu atriði hugleið- ingum um ósiðlegan grundvöll þeirra krafna sem gerðar eru til Íslend- inga af Bretum og Hol- lendingum. Framferði þeirra er líkt við ofbeldi og yfirgang. Það er að verða flest- um ljóst að til þess að neyða Íslendinga til að borga skuldir, sem þeim ber ekki lagaskylda til að taka ábyrgð á, hafa Bretar og Hollendingar neytt aflsmunar og beitt Íslendinga fjár- kúgun, með óbeinum tilstyrk Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins. Ólíklegustu vinaþjóðir okkar hafa tekið þátt í að beita Íslendinga hótunum um ein- angrun á alþjóðasviði. Nú væri það saga til næsta bæjar ef hið svokallaða „alþjóðasamfélag“ væri hallt undir lögleysu, yfirgang og fjárkúgun. Er það skilyrði sátta Ís- lands við „alþjóðasamfélagið“ að þjóðin beygi sig undir slíka afarkosti? Með leyfi, hvar er þetta svokallaða „alþjóðasamfélag“, sem forystumenn atvinnulífsins bera svo mikið traust til? Er það Evrópusambandið? Eða Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn? Eða er þetta eins konar óljós samnefnari fyr- ir þau samfélög, sem hafa átt sam- vinnu um að treysta lýðræði, mann- réttindi og markaðshagkerfi og efla þessi gildi hvert hjá öðru með sam- starfi um grundvallarreglur og við- mið? Hvað sem viðkemur þessu þjóð- sagnakennda fyrirbæri, „alþjóða- samfélaginu“, sem ýmsir nefna til leiks, en fáir skilgreina, er ljóst að Ís- lendingar hafa sóst eftir samstarfi við aðrar þjóðir beinlínis í þeim tilgangi að verða aðilar að reglum og viðmið- unum, sem vernda þjóðir gegn yf- irgangi, ofbeldi, fjárkúgunum og lög- leysu. Evrópusambandinu var ætlað að vera yfirgripsmikil tilraun til að leiða í lög reglur um friðsamleg sam- skipti milli Evrópuþjóða. Þess vegna gerðust Íslendingar aðilar að samn- ingnum um Evrópska efnahags- svæðið. Nú tala helstu forkólfar aðildar Ís- lands að Evrópusambandinu rétt eins og ESB hafi það helst á stefnuskrá sinni að leiða lögleysu yfir Ísland, og ekkert megi aðhafast eða segja, sem geti truflað þann gerning. Í hvert skipti sem einhver stuðningsrödd heyrist innan Evrópusambandsins hleypur ríkisstjórnin eða fullting- ismenn hennar upp til handa og fóta til að draga úr trúverðugleika slíks stuðnings. Íslendingar hafa með andstöðu sinni við Icesave markað spor, sem eru stór og áberandi. Æ fleiri innan lands sem erlendis virðast skilja þessa andstöðu og telja hana reista á traustum laga- og siðferðisgrunni. Það virðist hins vegar ofviða rík- isstjórninni, sem á að veita þjóðinni forystu, að feta í þessi spor. Því má treysta að ef eitthvað er til sem heitir alþjóðasamfélag, þá er sátt við það samfélag ekki háð því að Ís- lendingar gangi auðmjúkir fram og afneiti grundvallarréttindum sínum. Slíkur málflutningur er ekki sam- boðinn neinum, hvorki fram- kvæmdastjóra Samtaka atvinnulífs- ins né ríkisstjórn Íslands. Eftir Tómas I. Olrich »Með leyfi, hvar er þetta svokallaða „al- þjóðasamfélag“, sem forystumenn atvinnu- lífsins bera svo mikið traust til? Er það Evr- ópusambandið? Eða Al- þjóðagjaldeyrissjóð- urinn? Tómas Ingi Olrich Höfundur er fv. sendiherra og ráð- herra. Alþjóðasamfélagið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.