Morgunblaðið - 30.01.2010, Qupperneq 35
Umræðan 35KOSNINGAR 2010
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010
MEÐAN þenslan var
sem mest hér á Íslandi
fækkaði grænum svæð-
um í þéttbýli mikið.
Bæði var byggt á svæð-
um sem áður höfðu ver-
ið græn en einnig kall-
aði aukinn
byggingarmassi á ný
umferðarmannvirki,
fjölgun akreina og fleiri
umferðarmanir til að
draga úr hljóðmengun. Íbúar
Garðabæjar búa enn svo vel að eiga
mikið af dýrmætu óbyggðu landi
þar sem njóta má útivistar og nátt-
úrufegurðar. Mikilvægt er að
standa vörð um þessi fallegu svæði.
Því voru það merkir áfangar þegar
Vífilsstaðavatn og næsta nágrenni
var friðlýst og nokkru síðar Gálga-
hraunið. Þessi svæði og önnur slík í
Garðabæ auðga bæjarfélagið okkar
og auka lífsgæði í íbúðarbyggð.
Afar spennandi verkefni er nú í
gangi við deiliskipulag Heiðmerkur.
Verðmæti eins og Heiðmörkina er
orðið sjaldgæft að finna inni í miðju
þéttbýli. Því þarf að vanda til verka
við skipulag Heiðmerkurinnar.
Einnig er mikilvægt að finna leið-
ir til að koma til móts við þarfir
mismunandi notenda. Heiðmörkin
er útivistarsvæði gangandi vegfar-
enda, hestafólks, hundafólks, skóg-
ræktaraðila, tómstunda-
félaga og skóla. Allir hafa
þessir notendur mismun-
andi þarfir og sýn en jafn-
framt sameiginlega hags-
muni af því að finna
lausnir sem allir geta ver-
ið sáttir við. Þá tel ég
spennandi að skoða
hvernig hægt er að koma
til móts við sífellt vaxandi
hóp hjólreiðamanna sem
myndi vilja ferðast í Heið-
mörkinni. Vinna þarf
áfram í stígagerð og að
auka fjölbreytta útivistaraðstöðu á
svæðinu, merkingar og miðlun upp-
lýsinga um umhverfið. Vegna legu
Heiðmerkur að mörgum sveit-
arfélögum eru margir sem vilja
hafa áhrif á nærumhverfi hennar.
Eitt af því sem nágrannasveit-
arfélög hafa rætt um er að leysa
umferðarvanda sinn með uppbygg-
ingu ofanbyggðarvegar. Slíkar
breytingar myndu hafa veruleg
áhrif á Heiðmörkina og skerða
gæði hennar verulega sem eitt
merkasta og vinsælasta útivist-
arsvæði Garðabæjar og höfuðborg-
arsvæðisins.
Að þessu ber að vinna á næstu
misserum og fái ég stuðning ykkar
í bæjarstjórn verður þar tals-
maður fyrir verndun náttúrunnar.
Náttúruperlur í
Garðabæ
Eftir Ragnýju Þóru
Guðjohnsen
Ragný Þóra
Guðjohnsen
Höfundur sækist eftir 2.-3. sæti í próf-
kjöri sjálfstæðismanna í Garðabæ.
SVEITARFÉLÖG
landsins glíma nú sem
best þau geta við afleið-
ingar kreppunnar.
Vandinn er í hnotskurn
sá að tekjustofnar eru
að dragast saman um
leið og útgjöld aukast
samfara verðlagshækk-
unum og neikvæðri
gengisþróun. Við að-
stæður sem þessar
reynir á ábyrg vinnubrögð bæj-
arfulltrúa og vilja til samstarfs.
Sundrung og tortryggni leysir eng-
an vanda, nema síður sé.
Allir kostir í
stöðunni metnir
Fjárhagsáætlun fyrir Kópavog
þarf líkt og fyrir önnur sveitarfélög
að laga að breyttum aðstæðum. Inn-
an bæjarstjórnarinnar var gengið
samstiga til verksins. Meg-
inútgangspunkturinn var að verja
grunnþjónustu bæjarins og sam-
félagslegt velferðarnet og halda
gjaldskrárhækkunum í lágmarki.
Við vorum jafnframt sam-
mála um mikilvægi þess að
dreifa byrðum sem jafn-
ast, með heildarhagsmuni
allra bæjarbúa að leið-
arljósi. Í því árferði sem
nú er verða allir að leggj-
ast á árarnar eftir að-
stæðum og getu hvers.
Hækkun gjalda langt
undir raunhækkunum
Í fjárhagsáætluninni er
gert er ráð fyrir að rekstur
bæjarins skili 44 milljóna
króna afgangi á árinu, sem er ásætt-
anleg niðurstaða með hliðsjón af að-
stæðum. Framkvæmt verður fyrir
ríflega 1.200 milljónir króna á árinu
og 100 milljónum króna verður varið
sérstaklega til atvinnuskapandi
verkefna, m.a. í samvinnu við Vinnu-
málastofnun.
Vegna kostnaðarhækkana varð
ekki hjá því komist að endurskoða
gjaldskrár bæjarins og í þeim til-
vikum sem breytingar reyndust
nauðsynlegar er um lágmarkshækk-
anir að ræða. Þessar hækkanir eru
undir raunhækkun kostnaðarverðs
og því um raunlækkun gjaldskrár að
ræða. Sú fjárhagsaðstoð sem veitt er
á vegum bæjarins, mun á hinn bóg-
inn hækka í takt við vísitöluþró-
unina.
Tekið á málunum
Athugasemdir hafa komið fram
vegna fjárhagsáætlunarinnar,
reyndar úr óvæntri átt. Nú þarf hins
vegar að taka á málum af festu og
ákveðni og það er ekki öllum gefið að
flytja vondar fréttir. En þetta mun
hafast.
Mikilvægasta verkefnið nú er að
standa vörð um innviði bæjarfélags-
ins og þá metnaðarfullu uppbygg-
ingu sem þar hefur átt sér stað, m.a.
á sviði skóla- og fræðslumála,
íþrótta- og æskulýðsmála og félags-
og öldrunarmála. Óneitanlega eru
þungar byrðar nú lagðar á bæjarbúa
og gæta þarf þess að dreifa þeim
byrðum á sanngjarnan máta. Standa
þarf sérstakan vörð um barna-
fjölskyldur sem byggt hafa sér
heimili í Kópavogi en horfast nú í
augu við atvinnuleysi, fallandi fast-
eignaverð og stökkbreyttar skuldir.
Ábyrg fjárhagsáætlun
Kópavogsbæjar
Eftir Ármann Kr.
Ólafsson
Ármann Kr.
Ólafsson
Höfundur er forseti
bæjarstjórnar Kópavogs.
Í PRÓFKJÖRI Sjálf-
stæðisflokksins í Hafn-
arfirði, er gott úrval af
hæfu fólki. Fólki sem er
tilbúið að taka við stjórn
bæjarins og rétta við,
eftir 8 ára óstjórn
vinstrimanna. Ég hef
lengi tekið þátt í starfi
Sjálfstæðisflokksins í
Hafnarfirði og hef notið
þess heiðurs að vera
kjörinn fulltrúi hans í nefndum og
ráðum. Núna þegar mikil endurnýj-
un er að verða í hópnum tel ég að
reynsla mín geti nýst. Til að skapa
þá kjölfestu sem nauðsynleg er í
starfinu.
Reynslan er
mikilvæg
Reynslan og þekkingin á
innviðum bæjarkerfisins
er mikilvæg núna þegar
ljóst má vera að ráðast
þarf í víðtækar aðgerðir og
endurskipulagningu í
rekstri bæjarins. Án þekk-
ingar á forsögunni verður
erfitt að ná sátt um þá
hagræðingu sem ráðast
þarf í. Ég hef í gegnum ár-
in starfað á flestum sviðum
bæjarkerfisins og hef þá yfirsýn sem
þarf til að skilja hvernig kerfið virk-
ar. Með þeim nýju fulltrúum sem
bætast munu í bæjarmálahópinn
verður til hin nauðsynlega blanda af
reynslu og nýjum hugmyndum.
Tökum þátt,
höfum áhrif
Ég skora á hafnfirska sjálfstæð-
ismenn að taka þátt í prófkjörinu og
velja þann hóp sem þeir telja best til
þess fallinn að taka við stjórn bæj-
arins í vor. Það er mikill heiður að fá
að starfa sem kjörinn fulltrúi fólks-
ins og ég hef notið þess ríkulega all-
an þann tíma sem ég hef tekið þátt.
Núna sæki ég enn á ný eftir stuðn-
ingi og vonast eftir að skipa eitt af
efstu sætum lista Sjálfstæðisflokks-
ins. Ég er einarður liðsmaður og
mun fylgja stefnu flokksins af heil-
indum. Stöndum saman og stillum
upp okkar sterkasta liði. Fram til
sigurs, sjálfstæðismenn.
Samstaða til sigurs
Eftir Skarphéðin
Orra Björnsson
Skarphéðinn Orri
Björnsson
Höfundur er varabæjarfulltrúi.
BORGIN er nú mjög
fjárvana og ætti því að
gera gott deiliskipulag
af Vatnsmýrinni. Selja
svo lóð sína þar fyrir
a.m.k. 70 milljarða kr.,
eins og prófessor Þor-
valdur Gylfason sagði í
Silfri Egils 5. okt. 2008.
Skipulagi Vatnsmýr-
arinnar verði flýtt.
Byggja þarf rúmlega
þúsund íbúðir í Reykjavík árið 2013
og jafnmargar á hverju ári eftir það.
Stöðva þarf útþenslu byggðarinnar
og gera ráð fyrir að 90% af ný-
byggðum íbúðum á höfuðborg-
arsvæðinu verði í Vatnsmýrinni og
þá gæti hún fullbyggst árið 2021.
Það yrði borginni og borgarbúum
mjög til hagsbóta, t.d. myndi rekst-
ur meðalheimilis verða
u.þ.b. 1,3 milljónum kr.
ódýrari þar en t.d. í Úlf-
arsárdal. Með slík auðæfi í
borgarsjóði gæti borgin
hagað þjónustu sinni
gjaldtöku og skattheimtu
eins og kreppan væri horf-
in. Endurnýjun þarf að
verða í efri sætum listans
vegna þess að frammi-
staða borgar- og vara-
borgarfulltrúa hefði mátt
vera betri síðastliðin 4 ár.
Ég tek hér eitt dæmi.
Landsfundur Samfylkingar sam-
þykkti með yfirgnæfandi meirihluta
atkvæða eftirfarandi tillögu frá mér
í mars sl.: (Lokaorð tillögunnar)
„þangað (á SV-hornið) ætti að beina
miklum meirihluta vegafjár fram-
vegis. Það er arðsamast fyrir þjóð-
arbúið og sanngjarnast á allan
hátt“.
Viðbrögð ráðherrans voru þau að
minnka hlut höfuðborgarsvæðisins
úr u.þ.b. 25% í 2,5% sl. ár og í u.þ.b
0% í ár!
Ég vil að hlutur þessa svæðis
verði a.m.k. 50%. Enginn pólitíkus
mótmælti þessu opinberlega og eng-
inn nema ég og félagar mínir í grein
í Morgunblaðinu sl. sumar.
Alvarlegum umferðarslysum hef-
ur fjölgað í borginni um u.þ.b. 100%
eftir að R-listinn féll 2006. Glæsilegt
starf hans að fækkun umferðaslysa
verði því endurtekið. Fækkunin
verði 25% á næstu 5 árum.
Síðustu 4 ár hef ég staðið í harðri
baráttu fyrir nútímalegum Vest-
urlandsvegi. Ef ég næ 4. sæti
listans, með ykkar hjálp, mun ég ná
gerð hans í gegn ásamt fleiri bar-
áttumálum.
Sala Vatnsmýrarlóða bætir hag
borgarsjóðs og borgarbúa
Eftir Gunnar H.
Gunnarsson
Gunnar H.
Gunnarsson
Höfundur er umferðaröryggisverk-
fræðingur.
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið
ÁSKRIFTASÍMI 569 1100
NÁMSKEIÐ Í VERKEFNISUMSÓKNUM
5. FEBRÚAR NK. Í ODDA
Fyrir hverja: leik, grunn-, framhaldsskóla og
fullorðinsfræðslustofnanir
Staður: Fjarfundastofa í kjallara Odda, HÍ, v/Sæmundargötu
Stund: 5. febrúar, kl. 13-15
Skráning: fyrir 1. febrúar hjá ask@hi.is
Evrópsk samstarfsverkefni byggja á samstarfi minnst 3
stofnana frá a.m.k 3 Evrópulöndum, verkefnin eru til 2 ára
og styrkir eru veittir til gagn- kvæmra heimsókna kennara,
starfsmanna og nemenda þegar það á við.
Styrkir eru allt að 20.000 €
Umsóknarfrestur er 19. febrúar nk.
Á fundinum verða umsóknareyðublöðin skoðuð og
umsækjendur leiddir í gegnum umsóknar- og matsferlið.
Fjarfundabúnaður verður á eftirfarandi stöðum:
• Sólborg, stofu L102, Akureyri
• Þekkingarsetrið, Húsavík
• Miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra
Faxatorgi 1, Sauðárkróki
• Háskólafélag Suðurlands Glaðheimum,
Tryggvagötu 36, Selfossi
• Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum,
Krossmóa 4, Reykjanesbæ
• Háskólasetri Vestfjarða, 400 Ísafjörðður
Skráning er í síma 525 4311 eða ask@hi.is
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð eru á lme.is
Menntaáætlun ESB, Háskólatorgi, 101 Reykjavík.
Comenius skólaverkefni og
Grundtvig fullorðinsfræðsluverkefni
MENNTAÁÆTLUN
EVRÓPUSAMBANDSINS
COMENIUS - GRUNDTVIG