Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 2
Efni Ábyrgðarmaður: Guðni Guðmundsson. N.B: A.G.Ó. ber ábyrgð á sögu sinni „Af vopnuðum og óvopnuðum ránum.“ Ritnefnd þakkar Jóni Guðmundssyni yfirlestur og aðstoð. Vegna tímaskorts gafst ekki tækifæri til að láta hann yfir- fara allar greinar. Lesendur geta því dundað sér við að finna villur. Við vilj- um einnig þakka ljósmyndara blaðsins, Pétri Helgasyni, fyrir vel unnin störf. Umbrot: Hlynur Helgason. Prentun: Prentiðn P.S. Margrét Gestsdóttir, takk fyrir dándimannagrein. Engar latínufyrirsagnir................ Quid novi?............................. Af vopnuðum og óvopnuðum ránum......... Ég veit þú ert komin, vorsól........... Ritdómur............................... Kúgun karlmanna........................ Mammon og menntun?..................... Casa................................... Ferð mín til Noregs.................... Hljóðfall.............................. Riddarinn hugumstóri................... Jim Morrisson............................ Dándimaður.............................. Myndir.................................. Gerið ekki það glappaskot að lána mér nýja, fína útvarpið ykkar!!!.............. David Bowie Rock’n’roll suicide......... Two moons............................... Op mod muren............................ Fimm minútur til miðnættis............... Geturðu níst það prjóni?................ Ljóð................................... 2 4 8 14 16 16 17 18 20 21 22 24 25 26 28 29 32 38 42 44 46 , ,Engar latínufyrir W:WILHELM — A:ARNÓR A: Sallafínt að láta þennan EDITOR DICTIT fjúka, hefðir og soleiðis nokk- uð er bara til þess að brjóta. W: Já, töff hugmynd, maður, ég vissi nú aldrei hvað þetta þýddi, þó ég sé í fornmáladeild. A: Held bara þetta M.R. pakk sé það hugmyndasnauðasta og húmorslaus- asta sem gengið hefur á þessari grundu, síðan Ingólfur, æi hvers son var ’ann nú aftur, villtist hingað á þennan hólma. W:Það komu bara engar greinar, mað- ur. Kannski ekki skrýtið, það hætta jú allir ritfærir menn í M.R. Taktu bara Kiljan sem dæmi. A: Það hefur verið ofsa bömmer fyrir M.R. þegar Kiljan fékk Nóbelinn, hann sem ekki stóðst íslenskukröfur skólans. Ekki hafa þeir verið eins strangir þarna í Stokkhólmi. W: Hvaða mórall er þetta út í M.R. Ég fíla mig bara vei hérna. Maður fær heví djútí málfar af því að vera hér þó það væri nú ekki annað. A: Digga það bara ekki þegar menn eru með sífellt slangur. íslenskan er dýr- mætasti fjársjóður þjóðarinnar og þann fjársjóð ber okkur að varðveita eins og sjáaldur augna okkar. Því að ekki er vín- ið drukkið fyrr en kálið er soðið. W: Þar liggur kúin grafin og þar stend- ur borðhnífurinn í Lúsí Albertsdóttur. A: Hvað ætli fólk segi þegar það les þetta rugl. EDITOR DICTIT á að vera virðuleg grein, þú veist; nú er þessi far- sæli vetur á enda runninn og ber mönn- um að þakka rektor, hinu réttvísa yfir- valdi sem hefur leitt oss gegnum öldu- rót skólalífsins, þannig að vér mættum ná landi heilir á húfi. Eru það ekki sona greinar sem fólkið vill? W: Heyrðu, það er góða veðrið í dag, finnst þér ekki? Ætli rektor sé að lesa. Hæ, Guðni, gott blað, maður! A: í guðna bænum minnstu ekki á veðr- ið. Það er einna líkast því sem guð hafi tekið sumarið og veturinn og búið til úr þeim einn hryllilegan rigningargraut. Hann smakkast að minnsta kosti nógu illa. Engin furða þó þjóðin sitji að sumbli mest allan veturinn. Heyrðu ann- ars Guðni, ég biðst afsökunar á að hafa birt nafnið, þú veist sem þú vildir ekki að yrði birt. Ég veit að það var soldið gróft en þegar maður er ungur er mað- ur dáldið gefinn fyrir að brjóta gömul boð og bönn. Ef ungir menn væru ekki þannig þenkjandi sætum við ennþá inn í einhverjum hellisskúta og smjöttuðum á hráu og lystugu kjöti, ekki satt? Þar 2

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.