Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 19

Skólablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 19
Básarnir rauðu hafa verið mínar jarð- nesku paradísir allt frá því að ég upp- götvaði þægilegheit þeirra, haust eitt fyrir mörgum árum síðan (mætingar- einkunnin hefur að vísu liðið sáran skort vegna þessa en mér hefur ávallt veist auðvelt að leiða hana hjá mér). Ligg ég þar löngum á milli tíma, hulinn fúl- um og súrum sígarettureyk og læt hug- ann reika um þá glæstu framtíð sem bíður mín þegar Guðni loks fleygir í mig fölsuðu stúdentsskírteini og sópar mér út með líklegast lánaða stúdentshúfu á öldauðum heilasellunum. Ég bíð spennt- ur eftir þessu en ég held að það vanti aðeins herslumuninn, eins og í fyrra, að ég meiki það. Kannski ég versli mér bara stúdentshúfu og laumi mér inn í einhvern stúdentahópinn og brosi með á myndinni, ég held að enginn tæki eft- ir því. Ég ætti ef til vill að droppa nám- inu eins og frændi minn gerði þegar hann, eftir fjögurra ára tiígangslaust streð í fyrstu tveimur bekkjunum, gerði sér ljósa grein fyrir því að hann þyrfti andlega endurfæðingu til að komast yfir núlllínuna í einkunn (það er víst soldið mikið af svona droppát liði í fameiíunni en það eru ennþá bundnar einhverjar vonir við mig). Eitt sinn er ég var ungur, hélt ég að viska lands og þjóðar ætti upptök sín í þessu ævaforna og glæsilega mennta- setri og að héðan útskrifuðust aðeins hámenntaðir spekúlantar í hinum ýmsu fræðum. En ég fann ekki annað en fún- ar spýtur og myglað ket. Stanslaus í- troðsla löngu úrelts námsefnis alla mán- uði skólaársins gerir það að verkum að þeir sljóu sljóvgast en þeir skýrari hætta að nenna að mæta í skólann og sofa bara út heima hjá sér. Og það leið ekki á löngu áður en sá gloríuglampi sem mér hafði eitt sinn fundist umlykja M. R. breyttist í hálfgerðan rykmökk alda- gamalla hefða. Út úr þessum huldureyk streyma síðan þéttskipaðar raðir af lág- menntuðum örverpum með sigurbros á vör og halda að þau hafi himininn hönd- um tekið bara við það eitt að útskrifast. Auðvitað eru margar undantekningar frá reglunni en það er af sem áður var. Ég gat á mínum fyrstu hérvistarárum lægt þær öldur sem stigu hátt í mitt ris- lága höfuð vegna þeirra vonbrigða sem ofangreind atriði ollu mér en nú get ég ekki lengur orða bundist. Tungan er laus og rautt byltingarkennt blek rennur. Það er löngu kominn tími til að eitthvað verði gert í skólamálum, og þær hliðar sem snúa að félagslegri aðstöðu nem- enda verði athugaðar. Það eru víst fáir sem vita að svæðið (bílastæðið) á milli Cösu-byggingarinnar og íþróttahússins átti að yfirbyggjast og notast sem mat- og fundarsalur nemenda. Þessu nefur aldrei verið hrundið í framkvæmd og eru nísk stjórnvöld og áhugalaus skóla- yfirvöld ábyrg fyrir því. Þó að fjár- munir skólans séu af skornum skammti væri samt hægt að bæta þá aðstöðu sem fyrir er niðri í kjallara Cösu, t.d. að skipta um innréttingar og setja upp al- mennilega loftræstingu. Til þess að fjár- magna þessar breytingar, sem þyrftu ekki að vera kostnaðarsamar, væri hægt að nota eitthvað af auði skólafélagsins í þessar framkvæmdir. Það er raunar til háborinnar skammar að svo illa sé búið að nemendum og miðað við aðra fjöibrautar- og menntaskóla á Stór- Reykjavíkursvæðinu þá hlýtur aðstaðan í kjallara Cösu að vera einsdæmi. Við skulum öli sem eitt standa á fæt- ur og hrópa hátt og skýrt: Við mót- mælum öll. Síðan skuium við setjast aftur og bíða eftir að eitthvað verði geri í máiunurr I.S. 19

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.