Skólablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 22
Ríddarínn
Hvítar, stórar snjóflygsurnar þustu
að úr öllum áttum. Norðangarrinn, bit-
ur og miskunnarlaus, þaut í öllu, lifandi
sem dauðu. Það ýlfraði og hvein í hon-
um eins og soltnum úlfi. Hvergi sást eða
heyrðist til mannaferða þar til dauft
hófatak heyrðist í fjarska. Það var vart
greinanlegt fyrir gnauði vindsins. En
smátt og smátt komu útlínur hests og
manns í ljós. Hesturinn var háfættur og
tignarlegur. Hann var hvítur líkt og
mjöllin sem þyrlaðist upp við hvert hófa-
íak hans. Maðurinn virtist vera riddari.
Hann var íklæddur brynju, með íburð-
armikinn hjálm á höfði og sverð sér við
hlið. Hesturinn brokkaði eftir auðninni.
Ekki sást út úr augum; stormurinn var
að ágerast.
Eftir nokkurra tíma ferð blasti við
sjónum gríðarmikil hvít höll. Úr glugg-
um hennar lýsti dularfullri birtu. Gul-
hvítt skinið lýsti upp tröppur og stíg sem
lá frá höllinni. Stígurinn var skreyttur
ískristöllum sem glömpuðu dauft í hríð-
inni. Sólmundur leit sem snöggvast á
gamla skólann í gegnum kófið. Svo ók
hann bak við skólahúsið og iagði hvita
Mitsubishinum rétt við Cösu. Á enni
hans og efri vör giampaði á svitaperlur.
Hendurnar titruðu þegar hann drap á
bílnum. Dauft véiarhljóðið hætti skyndi-
iega, iíkt og raddbönd bílsins hefðu ver-
ið slitin í sundur. Sólmundur sat í rauðu
vinylsætinu nokkra stund og augun
flöktu ýmist frá mælaborðinu eða út í
hríðina. Hann sá skugga hreyfast til
hægri og vinstri. Hann vissi að þetta
var fóik að fara í próf eins og hann.
Sígarettan titraði lítið eitt í munnviki
hans. Hann sogaði reykinn ofan í lung-
un einu sinni í viðbót, svo drap hann í
henni í útdregnum öskubakkanum.
Hann var orðinn kófsveittur innan í
svarta Gefjunarfrakkanum og skyrtan
límdist við hann eins og flugnapappír.
Sólmundur leit á klukkuna. Fjórar mín-
útur. Hann fann boðin berast hratt til
heilans og svo hríslast hægt niður bak-
ið, í það skiptið í formi ískalds svita.
Með fálmkenndu handtaki opnaði hann
bílhurðina og smeygði sér út. Hann
horfði enn um stund á skuggana sem
iiðu áfram líkt og vofur. Loks tók hann
á sig rögg og gekk óstyrkum skrefum
að Cösu. Þegar hann tók í hurðarhún-
inn fann hann nistingskuldann berast
með taugakerfinu upp í endastöðina.
Hann opnaði dyrnar og gekk inn. Á leið-
inni brá kunnuglegum andlitum fyrir:
Systa, Katrín, Sigurgeir, Haukur sögu-
kennari. Hann heilsaði ekki neinum,
heldur gekk vélrænt niður í kjallara
Cösu. Þar var allt fullt af krökkum.
Innilokunarkenndin fór að gera vart við
sig og ælubragð kom upp í munninn á
honum. Hann ieit flóttalega til klósett-
hurðanna með löngunarfullu og eigin-
lega þurfandi augnaráði. Enginn tími.
Hann sá allt í grábleikri móðu eitt and-
artak en jafnaði sig aftur. Maginn var
þungur sem grjót. Honum varð óglatt
og það byrjaði að suða í eyrunum eins
og þúsundir býflugna væru einhvers
staðar á sveimi í galtómu höfðinu. Hon-
um fannst allir þrengja að sér úr öllum
áttum. Allir vildu kreista vitglóruna úr
honum líkt og tannkrem úr túpu. Hann
leit með brjálæðislegri örvæntingu yfir
hópinn eins og maður sem er að drukkna
og kemur í þriðja og síðasta skiptið upp
á yfirborðið. Svitaholurnar urðu að
stórum hellismunnum sem stórfljót foss-
aði úr, heitt og þrúgandi eins og blóð.
22