Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 7
 Inspector scholae, engilbert frama- gosason, er ungur (?) maður á ofsa hraðri „uppleið“. Stundar hann nám sitt af ógnarkappi og gegnir um leið sínu mikilvæga embætti af stakri prúð- •ttennsku. Eins og öllum sönnum gáfu- ntönnum hæfir (t.d. vorum „háttvirtu alþingismönnum“) er hann soldið fyrir bað gefinn að hafa vit fyrir öðru fólki. Ögeðslega laumuleg aðför hans að toll- eringum við M.R. er gott dæmi um slík vinnubrögð. Held ég að menn hljóti að vera orðnir hundleiðir á slíkum mönn- um, enda sextíu eintök af þess háttar fígúrum á Alþingi. Hins vegar er allt gott um inspectorinn að segja og ill- mögulegt að gera grín að honum í Quid Novi — svo streit er hann. Hlynur kríp er hoblaust fyrirbæri, enda er hann einn af brandaraköllum framtiðarinnar (ath. hann er brandar- inn). Hver veit hvers konar perverta- drauma hann elur í brjósti sér? Þó dást menn almennt að ræðusnilld hans. Ræð- ur hans eru mjög ferskar og nýstárleg- ar, jaðra stundum við að vera bylting- arkenndar. Forðast hann rótgróinn M. R.-húmor af miklum móð og tilvitnanir í afgamla jálka eru honum eitur í bein- um. Er hann skærasta von okkar M.R.- inga. Verst að inspektor þarf að vera úr fimmta bekk. Óskar ritnefnd Hlyni vel- farnaðar á þeirri áhugaverðu braut sem hann er að leggja út á — það hafa engin fífl farið út á hana áður — eða hvað? Þar sem ekki var búið að kjósa in- spektor áður en blaðið fór í prentun, vill ritnefnd koma eftirfarandi athuga- semd á framfæri: Sá frambjóðandi sem ekki náði kosningu hefði átt að vera kosinn og sá sem var kosinn er óhæfur. (Fyrir þá sem skildu þessa grein ekki, skal þess getið að hún gefur það til kynna að ritnefnd sé á móti öllu, einungis til þess að vera á móti. Þetta var gert með ráðnum hug og til þess að stuða M.R- inga, því að þessi stofnun og ekki síst fólkið innan hennar er í óhugnanlega föstum skorðum. Ég er viss um að 90% M.R.-inga stimplar ritnefndina komma einungis vegna þess að forsíðan er rauð. Fólk tengir ákveðinn lit ákveðinni stefnu. Ef aðeins einn nemandi hefur áttað sig á því að það er varasamt að hugsa eftir ákveðnum reglum er tilgangi okkar náð. Undirritaður vill ekki tengja nafn sitt ákveðinni stjórnmálastefnu eins og flokkarnir eru í dag. Sá dagur mun e.t.v. renna að ég geti tilkynnt með stolti að ég tilheyri einhverjum flokki. En á með- an svo er ekki get ég ekki annað en virt það fólk sem starfar í stjórnmálasam- tökum, fullvisst um að það sé að bjarga heiminum. W.E. í framhaldi af greininni að ofan, og til þess að undirstrika það að ritnefnd er ekki bara samansafn af niðurrifs- mönnum og ábyrgðarlausum brandara- köllum, lýsum við því hér með yfir að Anna K. Jónsdóttir hefði átt að verða næsti inspektor. En M.R.-lýður hefur því miður verið þekktur fyrir það að kjósa streit og hundleiðinlega gaura í öll embætti. 7

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.