Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 11
heldur að ég sé heimskur. En hvað ég hata þennan heim!“ Það hvarflaði sem snöggvast að mér að flýja, en hvert gat ég flúið? Ég átti engan að nema ömmu mína og nú var hún lögð af stað til þess að sækja lögregluna. Ég fór fram á bað til þess að þvo mér í framan, því að ég vildi ekki að lögreglan sæi mig allan út- grátinn. Þegar ég hafði þvegið mér um andlitið leið mér örlítið skár, þótt ég væri enn í miklu uppnámi. Síðan gekk ég aftur inn í herbergiskytruna mína og lagðist á gamla dívaninn minn, sem skrækti að vanda, en mér fannst org hans eitthvað ámátlegra en endranær. Það seig á mig höfgi þar sem ég lá þarna á dívaninum, því ég hafði lítið sem ekk- ert sofið. Ég vissi ekki hvað ég hafði dottað lengi, þegar ég vaknaði skyndi- tega við umgang á neðri hæðinni. >.Jæja“, hugsaði ég með mér, „það ber ekki á öðru en að lögreglan sé komin.“ Eg leit sem snöggvast í kringum mig, á borðinu lá frímerkjasafnið mitt og fleira dót sem ég hafði sankað að mér um langt arabil. „Þess vegðug ábyggilega langt að bíða að ég fái að handfjatla þessa hluti aftug", sagði ég upphátt, „ég fæ ögugglega hagðan dóm af því að ég vag vopnaðug.“ En eitthvað rugluðust nú lögreglumennirnir í ríminu, því að þeir bönkuðu upp á hjá henni Stellu á hæð- inni fyrir neðan. Það skipti engu máli. Stella vísaði þeim rétta leið, þó að hún gæfi sér dágóðan tíma til þess. Ég heyrði nefnilega óm af samtali. „Stella hefur sjálfsagt verið að segja vesalings lög- reglumönnunum frá syninum sem dúx- aði í læknisfræðinni", hugsaði ég með mér um leið og ég gekk í átt að dyrun- um, því að ég heyrði að lögreglumenn- irnir voru að marséra upp að dyrunum. Þeir voru tveir saman og meira að segja einkennisklæddir. Þeir stóðu þarna hin- um megin við þröskuldinn, teinréttir og með kaskeiti á höfðinu, sem var hreint hlægilega lítið samanborið við axlirnar. Eg fann vonbrigðin hríslast um mig, amma hafði þá framselt mig í raun og Veru. Einhvers staðar innst inni hafði e§ vonað að hún myndi ekki gera það, Wí að hún var eina manneskjan sem mér þótti vænt um. „Komiði inn fygig“, sagði ég við lög- regluþjónana, en inni í höfði mínu berg- málaði: „Amma, hvernig gastu gert mér þetta? Þú varst eina manneskjan sem mér þótti vænt um.“ Lögregluþjón- arnir gengu í bæinn, og annar þeirra, sá hærri, þurfti að beygja sig um leið og hann sté inn um dyrnar. Það vakti undr- un mína, hversu rólegir þessir tveir voru og svipur þeirra var þar að auki næst- um góðlegur. „Það stafar sjálfsagt af því að þeir telja málið hér um bil upp- lýst“, hugsaði ég og ákvað að vera sam- starfsfús. „Ég vegð ekki til neinna vand- ðægða“, fullvissaði ég þá um. „Ég skal segja ykkug allt. Það vag ég, sem gegði það, byssan og peningagning egu uppi á lofti. “ Síðan benti ég þeim á stigann, sem lá upp á háaloftið, máli mínu til sönnunar. Þeir litu eilítið undarlega hvor á annan, eins og þeir væru á báðum átt- um. Sá eldri áttaði sig fyrr og steig eitt skref í áttina til mín; það marraði í gljá- fægðum stígvélunum. Hinn lögreglu- þjónninn einblíndi á mig í þögn, meðan hann garfaði með annarri hendi undir kaskeitinu, eins og hann byggist við að finna þar eitthvað annað en svitastokk- ið hárið. „Framdir þú ránið?“ spurði sá eldri mig efins. „Já, ég gegði það“, glopraði ég út úr mér í andartaks hugs- unarleysi og áttaði mig um leið að þetta kom ekki alveg heim og saman. Ég fékk mér sæti á stól því að mig sundlaði og það var einna líkast að veggirnir gengju í bylgjum. Ég beit í neðri vörina og reyndi að láta ekki á neinu bera þó að ég væri í mikilli geðshræringu. „Hvað, vissuði það ekki?“, spurði ég því næst og blótaði í hljóði, vegna þess að rödd mín hljómaði eins og rödd drengs sem er í mútum. Sá eldri ansaði og brosti um leið tvíræðu brosi. „Tja, við kom- um nú faktískt bara til þess að ganga úr skugga um, hvort þið amma þín hefð- uð nokkuð orðið vitni að ráninu, sem var framið í gærkveldi.“ Síðan stikaði hann í átt að glugganum, sem vissi mót bankanum og við sérhvert marr í stíg- vélunum, jókst hið hæðnislega bros, sem lék um varir hans. Þegar hann var kominn alveg að glugganum snerist hann á hæli og horfði fast á mig. „Það hefði til dæmis mátt sjá atburðinn út um þennan glugga“, sagði hann og gjó- aði um leið augunum á félaga sinn, sem ekki virtist veita því mikla athygli sem fram fór. „En heyrðu kallinn, eigum við ekki að kíkja upp á þetta loft, sem þú varst svo vinsamlegur að benda okk- ur á?“, sagði hann og starði á mig stutta stund. Það suðaði fyrir eyrum mér og munnur minn fylltist af óbragði. Amma hafði þá ekki svikið mig þegar allt kom til alls. Hvílíkur endemis asni gat ég verið. Þetta hafði verið einskær ímynd- un, amma hafði trúlega ekki haft nokkra hugmynd um að ég framdi ránið. Ég hafði komið upp um sjálfan mig á hinn aulalegasta hátt, ég var vitlaus og gor- mæltur öskukarl. Sá eldri gekk í átt að stiganum og fyrst nú virtist félagi hans taka eftir því sem var að gerast. { örvæntingu minni hljóp ég á eftir honum, greip um öxl hans og hrópaði, þó að andlit mitt næmi nánast við hans: „Ég vaga baga að gabba, heyg- igðu það, ég vag baga að gabba.“ Eini möguleikinn er að leika fífl, sagði ég við sjálfan mig, „það þarf varla mikinn leik til þess.“ Sá eldri nam staðar og sagði: „Jæja, varstu bara að gabba okkur, góurinn? Ertu soldill galgopi, vinurinn? En þú veist að það er bannað að gabba lögregluna." Hinn hallaði sér upp að vegg og glotti meinfýsislega. „En við skulum nú ganga úr skugga um þetta“, bætti hann við og hóf að feta sig upp stigann. Ég faldi andlitið í höndum mér, bragðið af hryllilegum ósigri fyllti munn minn og háls. Og þegar ég gægðist á milli fingra minna, þótti mér sem vegg- irnir þrengdu að mér úr öllum áttum og inni í höfð' mínu æptu þúsund raddir: „Vanviti, vanviti, gormæltur vanviti!“ 11

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.