Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 40

Skólablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 40
R: Hérna kemur hin klassíska spurn- ing: Hvað finnst þér um ungdóminn í dag? Ó: Og hér kemur hið klassíska svar, mér líst bara nokkuð vel á hann. Það myndi heldur ekki nokkur heilvita mað- ur þora að segja annað í svona viðtali, því þá álitu allir að hann væri hreinn og klár afturhaldsseggur. Unga fólkið er að því leyti frábrugðið því eldra að það er leitandi og efast um gamlar hefð- ir (mikið rétt) því að það hefur ekki enn fundið sér ákveðinn lífsstíl. Eldra fólkið hefur aftur á móti fundið sér lífsform, hvort sem það er gott eða slæmt og það er fastheldið á ákveðnar reglur. Nú svo er unga fólkið mun op- inskárra og frjálslegra en það eldra. (Hér féll niður talið um hinar tvær frá- brugðnu tegundir: unga fólkið — eldra fólkið, enda voru ritnefnd og Óli sam- mála um að slík skipting væri ga,ga.) Annars hef ég tekið eftir því að ég er orðinn umburðarlyndari með árunum (þegar hér var komið sögu var ritnefnd búin að sporðrenna 20 vínarbrauðum, smákökum í kílóavís, þremur lítrum af kaffi og samt sagði Óli við okkur: svona verið ekki feimin við að fá ykkur, þið hafið varla snert bakkelsið). Ég er að mestu leyti hættur að dæma annað fólk, það á að fá að lifa eins og það vill svo framarlega sem það skaðar ekki aðra. R: Þú kenndir á hinum róstusömu árum í kringum ’70, hvernig var það? Ó: Það var alls ekki svo slæmt, því á þeim árum breyttist samband kennara og nemenda. Það varð frjálslegra en áður hafði tíðkast. Þéringar lögðust að mestu niður og það losnaði um ýmsar hömlur. R: Var þér ekkert illa við stráka sem voru með hár niður á rass? Ó: Ég rak að minnsta kosti engan í klippingu. Þó man ég eftir að eitt sinn bað ég nemanda um að taka lubbann frá andlitinu, það er jú alltaf skemmti- legra að vita hverjum maður er að kenna, hvort það sé strákur eða stelpa. R: Hvernig finnst þér Tommi og Jenni? (Þessa svo mjög absúrd spurn- ingu átti Villi.) Ó: Mér þykja þessar elstu myndir mjög góðar. Þær eru vel gerðar þótt með- ferðin á kattargreyinu sé ekki sniðin fyrir börn. En yngri myndirnar standa hinum langt að baki, bæði hvað varðar gæði og húmor. Óh reis á fætur til þess að hella upp á nokkra lítra af kaffi í viðbót. Hér skal því einnig skotið inn að maðurinn er hálfgerður þúsundþjalasmiður. Hann er jafnvígur á bakstur og bílaviðgerðir. Þar fyrir utan gerir hann við klukkur, betrekkir, málar (ekki þó myndir) og guð má vita hvað. Þegar Óli kom aftur hélt spjallið áfram: R: Hvernig er það, finnst þér ekki óþægilegt að búa í svona stóru húsi, það er hægt að fara í þokkalegasta göngutúr hérna inni. Ó: Nei, alls ekki, enda er húsið næstum því lifandi því að það marrar skemmti- lega í því. Annars voru einnig útihús hérna en þau voru rifin. Það þótti mér grátlegt, hugsið bara um alla bílana sem ég hefði getað geymt í þeim. Eins og flestir vita er Óli forfallinn bílaáhugamaður, en vegna plássleysis verður hann að láta sér nægja að eiga bara tvo. R: Nú ætlum við að gerast dálítið snobbuð og tala um ættfræði. Þú ert af útlendum ættum Ólafur, er það ekki? Ó: Jú, satt er það. Móðir mín er dönsk- tailensk en faðir minn er íslendingur. Ég er því dálítil mixtúra. R: Ferðu oft til Danmerkur? Ó: Já þónokkuð oft, bæði vegna ætt- ingjanna og svo þarf málakennari að vera í góðum tengslum við það mál sem hann kennir. Hjá ættingjum mínum leynast einnig nokkrir girnilegir skápar sem ég hef augastað á. (Ritnefnd lofaði hátíðlega að minnast ekki á þetta atriði.) R: Þú sýndir okkur mynd af þér þar sem þú situr klofvega á fahþyssu. Manstu eftir stríðsárunum? Ó: Já, mínar fyrstu bernskuminningar tengjast einmitt stríðinu. Þessi mynd var tekin í lok stríðsins. Fallbyssan sem ég sat á var einmitt hérna á Nesinu ásamt fleirum slíkum. Þegar skotið var úr þeim má næstum því segja að allt Nesið hafi nötrað. Stríðsárin voru mjög erfiður tími. Mér er sérstaklega minnisstæður þessi mikli ótti sem þá ríkti. Við áttum ættingja úti í Danmörku sem við vorum mjög hrædd um því enginn vissi hvað gat gerst þarna. Já, þetta var hræðileg- ur tími. R: Við eigum sem betur fer engar svona minningar. En svo við snúum okk- ur að öðru, framdir þú engin prakkara- strik meðan þú varst í M.R? Ó: Ég veit nú ekki hvað skal segja, en ég skrópaði að minnsta kosti ekki í tím- um. Það hefði verið stórmál að sleppa úr einum og einum tíma eins og nú er gert. R: Við höfum það sterklega á tilfinn- ingunni að þú sért að reyna að sleppa við að segja frá einhverju skammarstriki. Ó: Ja, það yrði þá helst kladdabrand- arinn. 40

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.