Skólablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 41
R: Kladdahvað???
O: Það var þannig þegar ég var í M.R.
að umsjónarmaður bekkjarins sá alfar-
ið um kladdann. Aftan við nöfn nem-
enda var bætt alls konar fáránlegum
athugasemdum. Ég man eftir því að
einhver hafði skrifað við nafn mitt: Dan-
mark længe leve! Einn í bekknum var
frá Stokkseyri, aftan við nafn hans stóð:
Stokkseyri tiber alles! Svo var það einn
daginn að við ákváðum að hressa aðeins
upp á tilveruna og bæta nýju nafni í
kladdann. Þessi ímyndaða persóna
hlaut hið virðulega nafn Hermann Hval-
fjörð. Aftan við það stóð svohljóðandi
athugasemd: Hermann er drykkjumað-
ur og slæpingi. Þessi náungi mætti mjög
illa eins og gefur að skilja, enda höfðu
sumir kennarar áhyggjur af heilsuleysi
hans; því að við afsökuðum fjarveru
hans með ógnvekjandi sjúkdómssögum.
En þegar líða tók á veturinn fóru marg-
ir að efast um tilvist Hermanns því hann
lét aldrei sjá sig. Þá tókum við til bragðs
að fá strák utan úr bæ til að mæta í stað
hans. Staðgengillinn var býsna sérkenni-
legur karakter. Þegar hann var spurður
að því hvers vegna hann mætti svona
illa stóð ekki á svarinu: „Ja, ég er bara
það vinsæll maður að ég má ekkert vera
að því að vera í skólanum. Ég sit í fjöl-
mörgum nefndum og er því störfum
hlaðinn.“ Því næst leit hann á úrið sitt,
stóð upp og sagði: „Jæja, ég má ekki
vera að þessu lengur. Ég þarf að mæta
á fund.“ Og með það var hann farinn
og kom aldrei aftur. Einu sinni skil-
aði hann meira að segja latínustíl.
Þegar kennarinn skilaði okkur stíln-
um var hann mjög undrandi yfir því að
eitt blaðið var merkt Hermanni, þrátt
fyrir að hann minntist þess ekki að Hval-
fjörð hefði mætt í þennan tímastíl frek-
ar en aðra. Við skildum vel undrun hans
þvi að við höfðum laumað blaði á milli
okkar og gerði hver eina setningu. Síðan
tók einhver það að sér að skrifa allt upp
á eitt blað og skila því síðan sem blaði
Hermanns. Kennarinn hafði þetta að
segja um verkefni hans: „Það er undar-
legt með hann Hvalfjörð. Hann gerir
níðþungar málsgreinar hárréttar, en
flaskar svo á einföldustu atriðum." En
eftir því sem á leið varð Hermann okk-
ur sifellt erfiðari, því að við þurftum
alltaf að standa klárir á trúanlegum af-
sökunum. Að lokum urðum við að taka
til róttækra aðgerða. Helst vorum við
á því að birta dánartilkynningu hans í
Mogganum til að losna við hann fyrir
fullt og allt. Ég átti að sjá um það því
ég var nógu sakleysislegur til að verða
tekinn trúanlegur. Að lokum var þó á-
kveðið að segja þeim kennara, sem
mestar áhyggjur hafði haft af Her-
manni, hvernig í öllu lá. Við kviðum
mjög fyrir að tala við hann, því að hann
hefði getað tekið það nærri sér að við
vorum að spila með hann. En við höfð-
um aldrei ætlað okkur að særa neinn.
Þetta var í upphafi saklaust grín en hlóð
síðan utan á sig eins og oft vill verða
þegar blekkingar eiga í hlut.
R: Við ætlum að hlífa þér við þvi að
segja einhver spakleg lokaorð, en spyrja
þig í staðinn gáfulegrar spurningar:
Hefðir þú áhuga á þvi að lifa að eilífu?
Ó: Nei, það yrði hræðilegt. Hugsið
ykkur bara að þurfa að leiðrétta dönsku-
stíla fram í það óendanlega.
Wilhelm Emilsson.
Arnór G. Ólafsson.
Sigríður Matthíasdóttir.
41