Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 42

Skólablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 42
Fimm mínútur til miðnættis Smásaga eftir Davíð frá Brú Klukkuna vantaði tíu mínútur í sex. Jón iá alklæddur í rúminu, með hendur á hnakka. Vaktin hans átti að byrja eft- ir tíu mínútur. Eftir þessa vakt yrði hann kominn í frí. Þá ætlaði hann að segja stöðu sinni lausri. Hann stóð og gekk út úr herberginu. Sjónvarpsmyndavélarnar í loftinu fylgd- ust með honum þar sem hann gekk eftir ganginum. Úr einu herberginu ómuðu fréttir af stríði Bandaríkjanna og Sýr- lendinga. Fregnir af styrjöldum úti í heimi, höfðu aldrei haft nein áhrif á Jón. En nú horfði öðruvísi við. Hann sá hættuna sem skapaðist af þessum átök- um. Það þurfti ekki nema lítinn neista til að leiða til kjarnorkustríðs. Hann hugsaði um allt það sem hann hafði að lifa fyrir. Að venju leituðu öryggisverðirnir á honum og skoðuðu skilríki hans, áður en hann fór inn í ratsjársalinn. Þeir voru í sínum svörtu einkennisbúningum, vopn- aðir skammbyssum og kylfum. Venju- lega hefði Jón skipst á nokkrum orð- um við þá en nú þagði hann. Hann horfði á kylfur þeirra. í síðasta leyfi sínu, hafði hann dvalið í Reykjavík og verið vitni að óeirðum sem núorðið brutust öðru hvoru út. Hann sat í hótelherbergi sinu og sötraði kaffi. Þá barst honum til eyrna óvenju- legur hávaði frá miðbænum sem varð stöðugt meiri. Hann heyrði væl í síren- um iögreglubíla, skothvelli og rúður brotna, fólk á hlaupum, hróp þúsunda. Hann fór út og sá lögreglumenn beita kylfum og táragasi á mannfjöldann, gráklædda menn með hjálma, skjóta af byssum hlöðnum gúmmíkúlum og slags- mál óbreyttra borgara hér og þar. Rétt hjá, var stúlku haldið af óeinkennis- klæddum manni meðan tveir aðrir börðu hana. Þeir voru með hvíta borða um hægri handlegg. Jón hljóp þar að, hrinti einum mannanna frá og gaf öðrum vel útilátið högg. Stúlkan gat þá slitið sig lausa og þau hlupu inn á hótelið. Þar voru þau óhult. Salurinn sem átti að vera vinnustaður Jóns og starfsbróður hans næstu sex klukkustundirnar, var illa lýstur en rúm- góður. Mest áberandi var stór og mikill tölvuskermur sem sýndi íshafið; ísland neðst og Norðurpólinn efst. Randolph Kúlbenkian var þegar mættur. Hann var bandarískur en af armenskum ætt- um. Hann hafði gífurlegan áhuga á pers; neskum trúarbrögðum, Saraþústra. I matsalnum þreyttist hann seint á að

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.