Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 37

Skólablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 37
Clive hafði oft ergt sig yfir þessum Popptónlistarmönnum, sem heilluðu skólakrakkana með lélegum stælingum á útlendri tónlist. Þetta fólk hlaut ó- skipta athygli blaðanna í áberandi við- tölum, prýddum glanslitmyndum. Auð- vitað höfðu þessir tónlistarmenn ekkert nýtt fram að færa, því að þeir voru að- eins bergmál erlendra fyrirmynda. Þótt Clive öfundaðist ekki út af skammsælli hrifningarvímu hverflyndra unglinga, — þá sárnaði honum, hve auðveldlega sumir gátu vakið á sér athygli með lít- illi vinnu og lágmarks hæfileikum. En hugsanir af þessu tagi voru óra- tjarri honum í kvöld. Sú viðurkenning, sem honum hafði nú hlotnast, fyllti hann stolti og jafnframt þakklæti í garð heimsins. Hann myndi segja blaðamann- •num allt sem nauðsynlegt væri til full- komins skilnings á verkum hans. Clive var fullur eftirvæntingar og gleði, þegar hvell hringing endurómaði um húsið. Hann spratt upp úr stólnum og hraðaði sér til dyra, hleypti hinum 25 ára gamla Sid Carter inn og fylgdi honum inn í herbergið sem hann hafði setið í allt hvöldið. Þegar Sid kom inn í það, hálf- hrópaði hann upp yfir sig: „Ferlega hall- ^rislegt herbergi, maður. Hvers konar frúttkeik ertu eiginlega? “ III. Einhves staðar í fimmtu víddinni eru ljósin kveikt í hlýlega innréttaðri stofu. Kvikmyndavél varpar ennþá ljósfer- hyrningi á stórt, hvítt sýningartjald. Vel klæddur maður tekur filmu úr vélinni og býst til að ganga frá henni í málm- dós. Þá segir ljóshærður snáði, sem sit- ur á gólfinu: „Mér finnst skemmtileg- ast, þegar pabbi sýnir myndirnar aftur á bak eins og núna.“ Faðir hans brosir hlýlega til hans og setur lokið á dósina, sem hann er með í höndunum. Á lokið er límdur hvítur miði, sem á er letrað: „Clive Warner, listamaður á heljarþröm.“ Jamm, hér er ég mættur aftur, Sid Carter. Það sem ég held að höfundur minn hafi verið að fjalla um í þessari sögu, er virðingarleysi... nei, annars, það spillir áhrifunum að skilgreina alla skapaða hluti, fólk verður að hugsa ör- lítið sjálft. ÞÚ SEGIR ÞAÐ, EN HVERNIG FANNST ÞÉR ENDIRINN, SIDDI MINN? Far out, man!!.. far out!... hey, by the way, man, got any acid? Við ruddaleg ummæli blaðamanns- ins var eins og eitthvað brysti innra með Clive Warner. Þessi ungi blaðamaður sýndi öllu, sem Clive stóð fyrir, dýpstu fyrirlitningu. Vandlega uppbyggð veröld hans lék á reiðiskjálfi eitt andartak og hrundi síðan til grunna. Clive þreif til blaðamannsins báðum höndum, hóf hann á loft með allt að því ofurmann- legum kröftum og þeytti honum síðan út um eina glerrúðuna með svohljóðandi athugasemd: „Þú getur sjálfur verið á- vaxtakaka, helvítis slúðurdálkasvín.“ Sid Carter þaut í gegnum rúðuna, baðaður í glerbrotum. En allt í einu tóku undarlegir atburðir að gerast. Sid stöðv- aðist í miðju lofti, var þar kyrr eitt and- artak og sveif síðan aftur inn um rúð- una. Glerbrotin fylgdu á eftir og mynd- uðu aftur heila rúðu. Atburðir kvölds- ins endurtóku sig nákvæmlega, en í öf- ugri tímaröð og miklu hraðar en áður, eins og kvikmynd sem sýnd er aftur á bak. Allt æviskeið Clive Warners end- urtók sig en á þá leið, að hann gekk aft- ur á bak og allir klukkuvísar gengu öf- ugan hring. 37

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.