Skólablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 39
Ritnefnd: Hvað segirðu Óli, ertu ekki
til í smá viðtal?
Ólafur: Voruð þið kosin í ritnefnd???
Ja, svei mér þá ef ungdómurinn í dag
er ekki á niðurleið.
R: Tja, við vorum eiginlega sjálf-
kjörin.
Ó: Það hlaut líka að vera. En hvað vor-
ttð þið að segja?
R: Okkur bráðvantar þig í viðtal.
ó: Eg hef nú ekki frá neinu að segja,
að minnsta kosti engu skemmtilegu.
R: Ef þú getur ekki fortellað okkur
neitt skemmtilegt, þá erum við girðing.
ó: Átti þetta nú að vera brandari?? Ég
sé að þið verðið í verulegum vandræð-
um með húmorinn í blaðinu.
R: (hulk)
ó: Svona, svona, ég neyðist víst til þess.
R: Jibbí, dibbí dei, hrópaði ritnefnd-
ln og sá að nú var góð ástæða fyrir að
ttiinnsta kosti tveggja vikna svalli. Þeg-
ar saxast tók á þær 40 þús. kr. sem til
voru í ritnefndarkassanum urðum við
að selja Sonygræjurnar fyrir búsi. Þess
vegna er viðtalið við Óla ekki til á kass-
ettu. En minni ritnefndar var ennþá í
Þolanlegu ástandi, þótt mörg ein sellan
hefði lagt upp laupana í baráttu við á-
fengið sem keypt var fyrir skólagjöld
ttemenda. Viðtalið er sem sagt samið
eftir minni og stopulum nóteríngum.
Ólafur býr í sloti á Seltjarnarnesinu
sem byggt var um miðja síðustu öld af
bróður langafa hans. Að stíga yfir þrösk-
uld þess er einna líkast því að ferðast
rúmlega hundrað ár aftur í tímann. Rit-
nefndarmönnum myndi ekki hafa kom-
ið á óvart þótt Sebastian Flyte úr „Ætt-
aróðalinu“ hefði komið lallandi út úr
stofunni með glas í hendi. Sukkboltinn
sá hefði fallið vel að þessu tígulega um-
hverfi. Hvert sem litið var, 'bar allt vott
um smekklega uppröðun gamalla og
glæstra muna. Mubleríng hússins var
heill kapítuli út af fyrir sig. í svona húsi
gat ekki neinn hversdagslegur maður
búið, enda fór því fjarri.
R: Hvernig er það, líður þér ekki eins
og safnstjóra í þessu stóra og gamla
húsi?
Ó: Nei, vitiði, það hefur aldrei hvarfl-
að að mér. Ég hef þekkt þetta hús frá
því ég var smápjakkur og er þar af leið-
andi kunnugur hverjum krók og kima
þess. Ótal æskuminningar eru tengdar
þessu húsi og það er alltof samtvinnað
lífi mínu til þess að ég geti litið á það
sem safn.
R: En hvað með alla þessa hluti,
klukkurnar, myndirnar o.s.frv?
Ó: Það gildir það sama um þá og húsið.
Mikill hluti þeirra er búinn að vera
hérna svo lengi að þeir tilheyra húsinu
nánast, ættargripir og þess háttar.
R: Heyrðu annars, lesa kennarar yf-
irleitt skólablöðin?
Ó: Ja, ég get nú bara svarað fyrir sjálf-
an mig. Já, oftast geri ég það.
R: Ertu ekkert hræddur um að við
klúðrum þessu viðtali alveg og að menn
fái alrangar hugmyndir um hvers konar
maður þú sért?
Ó: Það gæti náttúrulega farið svo að
ég mæti til kennslu með barðastóran
hatt og með svört sólgleraugu. Nei, nei,
hvaða vitleysa ég treysti ykkur fullkom-
lega.
R: Tommi kvestor treysti okkur líka
en nú situr hann í skuldafangelsi. En
sleppum því. Ertu framfarasinnaður?
Ó: Tja, maður sem býr í svona gömlu
húsi getur tæpast verið mjög framfara-
sinnaður. Nei, en í alvöru þá tel ég mig
vera nokkuð framfarasinnaðan og ég
held að framfarir séu mun skynsamlegri
en bylting.
R: Svo að við höldum okkur við fram-
farirnar, vídeóið þarna stingur dáldið í
stúf við aðra hluti hér inni. Hvað kom
til að þú fékkst þér vídeó?
Ó: Ja, ég fékk mér það fyrir alllöngu,
var eiginlega á undan vídeóæðinu. Ann-
ars horfi ég ekki oft á það, kannski tvisv-
ar, þrisvar sinnum í mánuði. En mér
finnst gott að vita af því að geta tekið
upp þætti sem ég myndi annars missa
af. Vídeótækið mitt hefur líka valdið
því að ég nýt mikilla vinsælda yngstu
meðlima fjölskyldunnar. Fúsi er líka
mjög hrifinn af vídeóinu.
R: Hver er hann þessi Fúsi?
Ó: Fúþi er lídill vinur minn (hér brá Óli
á leik og við gátum ekki annað en dáðst
að hæfileikum hans í leiklist). Hann á
heima ekki ýkja langt í burtu héðan.
Foreldrar hans vinna bæði úti og ég
passa nann stundum, þí ’ann Fúþi e
’ba”fimm. Hjá mér fær hann að gera
allt það sem honum leyfist ekki heima
hjá sér. Þegar ég passa hann líður ekki
á löngu þar til hann segir við mig: Eium
vi’ekk’horrá vídeó? Enda eru líka haldn-
ar heilu vídeóorgíurnar þea”ann Fúþi
e’hédna. Þá förum við á vídeóleigur og
náum í spólur. Fúsi fær auðvitað að
velja myndirnar. Hann velur oftast góð-
ar myndir þó megnið í þessum leigum
sé hálfgert drasl.
R: Fékkst þú frjálslegt uppeldi, eða
ertu kannski niðurbæld sál sem fær út-
rás á nemendum sínum? (eiginlega fár-
ánleg spurning því Óli er mun léttari
og opnari en flestir jafnaldrar hans. Hér
skal því skotið inn að hippatímabilið
missti mjög naumlega af Óla — mikill
skaði það.)
Ó: Ég fékk eiginlega að gera það sem
mig langaði til, svo framarlega sem það
væri ekki lifshættulegt. Annars var ég
prúður og góður drengur.
R: Ha, þetta segja nú allir (menn sem
eru komnir í ábyrgðarmiklar stöður
virðast ekki eiga sér nokkra einustu
fortíð.)
Ó: Ja, ég var að minnsta kosti stilltur
strákur, kannski dálítið kotroskinn
stundum.
39