Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 4
Quid novi? Framliðnir aðhyllingar frimanns eru beðnir að mæta í dómkirkjuna á morg- un, en þar verður frímannsblaðið jarð- sett við hátíðlega athöfn. Herrar (og frúr) á öllum aldri, takið eftir að útsala er á Kristni Björgvinssyni 6.X í Glæsibæ á föstudags- og laugar- dagskvöldum. Ódýr og snör afgreiðsla. — Samband gleðimanna. Valdabarátta meirihluta ritnefndar. Hatrömm barátta var háð um smá- orðið svo (so), sem varð þess næstum valdandi að meirihlutinn tvístraðist í frumeindir sínar. Mér finnst ritháttur- inn „so“ ferlega asnalegur og hallæris- legur. arnór g. ólafsson (litlu stafirnir eru vegna þess að hann er svo lítill), lé- legur penni og algjört svín var á öðru máli. Hann heimtaði að sín lágkúrulegu skrif „skörtuðu“ þessum fáránlega rit- hætti og er þetta en’n eitt dæmi þess að maðurinn er ekki með fulle fem, enda hefur hann dvalist langdvölum á stofn- unum fyrir fólk með sérþarfir. W.E. Ritnefnd skólablaðsins hefur injög miklar áhyggjur af ört hrakandi mál- fari ungdómsins. Við spurðum mál- hreinsunarmanninn, góðmennið, þýsku- kennarann og séníið Halldór Vilhjálms- son hverju þetta sætti. Hann hafði þetta að segja um þessa geigvænlegu mál- þróun: „Also, faktumið er júst það að þið kunnið ekki ykkar eigið Mutter- sprache.“ Ónefndur ritnefndarmaður sagði að daglega dyttu honum í hug fullt af fyndnum bröndurum í Quid novi en gallinn væri bara sá að hann gleymdi þeim alltaf jafnóðum. Daginn eftir var honum færð að gjöf minnisbók til að skrifa gullkornin í (minnisbókin var auðvitað á stærð við frímerki og álíka þunn og rakvélarblað). í íslenskutíma var kennarinn að tala um hnignun hirðkvæða: „Fyrst hættu Danir og Svíar að skilja íslensku skáld- in, síðan hættu Norðmenn að skilja þau.“ Þá tautaði einn nemandinn: „Og loks hættu íslendingar að skilja íslensku skáldin." 4

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.