Skólablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 43
fræða Jón um heimsendi þann sem þar
er boðaður. Guðirnir í Saraþústratrúnni
eru tvenns konar, góðir og vondir. Styrk-
ur þeirra ræðst af gerðum mannanna.
Er til lokaorrustu milli þessara guða
kemur, verður heimsendir en úr rúst-
unum rís nýr heimur góðra guða og eft-
irlifandi manna. Kúlbenkian fannst
þetta endurspeglast í nútímanum og
trúði því staðfastlega að þetta myndi
rætast.
Þegar Jón og stúlkan voru komin
inn á hótelið, vissi, í fyrstu, hvorugt
beirra hvað þau ættu að segja eða gera.
Hann bauð henni kaffi og þau settust
við borð og töluðu saman. Hún hét
María og var félagi í friðarsamtökum.
Faðir Jóns var á þeirri skoðun að
' friðarhreyfingum væru einungis
kommúnistar og handbendi sovésku
ieyniþjónustunnar. Hann hét Hermann
°g var bóndi rétt hjá Vatneyri. Hann
hafði styrkt Jón til menntunar í fjar-
skiptum hjá bandaríska hernum.
María var á móti afskiptum Banda-
ríkjamanna af málefnum íslendinga og
hún hélt því fram, að nú væri ísland
einungis leppríki Bandaríkjanna. Þeir
væru hér með tvær herstöðvar, margar
ratsjárstöðvar og þjálfuðu að auki sér-
sveitir íslensku lögreglunnar. Hún áleit
núverandi ráðamenn þjóðarinnar hafa
selt landið bandarískum auðhringum.
Friðþjófur Friðþjófsson hafði nú sagt
honum annað. Hann var fyrrum vinnu-
veitandi Jóns, vestur á Vatneyri og
mikill aðdáandi Bandaríkjanna. Að
hans mati hefði ísland fyrir löngu átt að
gerast fylki í Bandaríkjunum. Hann
sagði Jóni oft sögur af forsetunum, sér-
staklega Monroe og Truman. Hann
hvatti Jón til að nema fjarskipti hjá
bandaríska hernum. Friðþjófur var
sjálfstæður atvinnurekandi og trúði á
einkaframtakið. Hans einkunnarorð
voru: Betra að vera dauður en rauður.
Faðir Jóns, Hermann, var, eins og Frið-
þjófur, hlynntur einkaframtakinu en
með ríkisforsjá í vissum tilfellum.
María sagði að vinstri menn væru of-
sóttir á íslandi, menn væru handteknir
á götum úti og pyndaðir, sumir drepnir.
Hún taldi upp nöfn vina sinna sem höfðu
horfið sporlaust. Ennfremur sagði hún
að upphaflega hefði stjórnin náð völd-
um með mjög sterkri áróðursvél sem
náði yfir flest blöðin og einnig ríkisfjöl-
miðlana.
María hafði mikil áhrif á Jón. Ef það
var satt sem hún sagði, þá hafði hann
alla sína ævi lifað í vef blekkingar. Hann
minntist orða Friðþjófs, að þessir komm-
ar væru síljúgandi og að lygi þeirra gæti
verið ótrúlega sannfærandi. En hvern-
ig gat manneskja eins og María verið
að ljúga? Hafði hún rangt fyrir sér?
Nú kom einn öryggisvarðanna inn
með kaffi handa þeim. Randolph fór
til hans og þeir töluðust aðeins við. Jón
beið þangað til vörðurinn fór. Svo fékk
hann sér kaffi. Klukkan var fimm mín-
útur í tólf. Eftir fimm mínútur yrði hann
kominn í frí. Hann myndi yfirgefa rat-
sjárstöðina og aldrei koma aftur. Hann
ætlaði til Reykjavíkur. Hann sneri sér
við og varð litið á skerminn.
Efst var kominn lítill ljósdepill. Hann
færðist hægt niður á við. Andartaki síð-
ar birtist annar og svo sá þriðji. Jón
horfði, lamaður af ótta. Randolph hafði
ekki enn litið upp. Nú voru þeir svo
margir að erfitt var að telja þá. Með
hverri sekúndunni sem leið bættist nýr
díll í hópinn og stefna hvers og eins varð
stöðugt ijósari. Einn díllinn fór lengst í
austur. Jón fylgdist skelfingu lostinn
með honum, þar sem hann nálgaðist
skotmark sitt æ meir.
43