Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 16

Skólablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 16
Ritdómur Þau skólablöð Menntaskólans í Reykjavík, sem ég hef barið augum, hafa yfirleitt einkennst af ömulegu and- leysi og leirburði. Mér er það því ánægju- efni að segja að síðasta skólablað sé með því skárra sem ég hef séð af þessu sorpriti. Saga Arnórs Gísla Ólafssonar, Work- ing Class Hero, fannst mér hreint út sagt frábær. Hún sýnir að drengfuglinn getur vel valdið penna. Hann mætti virkja í komandi skólablöðum. Greinarnar Kvenleg fegurð og Til ungra sveina í 3. bekk Menntaskóans í Reykjavík hrærðu hjarta mitt svo mjög að mér lá við gráti. Það er yndislegt að einhverjir þessara mínusheila, sem karl- peningur MR er, skuli hafa smekk fyrir kvenlegum yndisþokka og auðmýkt. Guð blessi ykkur, litlu karlrembusvín. Kvæðið Þar rauður loginn brann finnst mér vera hörmuleg misnotkun á íslenskri tungu. Kvæðið ber vott um þá ládeyðu sem einkennt hefur kveð- skap MR-inga síðustu ár. Sama mætti segja um önnur kvæði blaðsins. Þau fjalla öll um kennara og skólann, rétt eins og þetta væri eina lífsreynslan sem fólkið hefur gengið í gegnum á ævi sinni. Hins vegar hafði ég lúmskt gaman af öllum ógeðslegheitunum í Njailavísum. Höfundur getur þó ort um annað en námsefni og kennara. Heimur versnandi fer og Um Stein Steinarr eru vandaðar greinar, vel skrif- aðar og fræðandi. Báðar eru þær í hæfi- legri lengd og ofbjóða ekki þolinmæði lesenda. Aftur á móti fannst mér grein Svavars Hrafns Svavarssonar, Samuel Beckett, vera samansull útlendra, fínna orða sem ég skil hreint ekkert í. Ég, vesöl hæna, hef til dæmis ekki hugmynd um hvað „existentialisti" er. Sama má segja um ritstjóraspjallið. Orðið „delirantas" er mér hulinn leyndardómur. Ef Svavar yrði afhuga þessari alþjóðahyggju sinni, gæti hann eflaust skrifað betri texta. Viðtalið Broddi... fannst mér alveg stórskemmtilegt. Gott hjá ykkur, strákar! Sem sagt @#$%! gott blað, með sára- fáum hryggilegum undantekningum. Um 1. tölublað 59. árgangs, Sigríður Guðmarsdóttir. Kúgun karlmanna Vér íslendingar búum við eitt hið mesta kvennaveldi sögunnar síðan Kleo- patra sáluga leið undir lok. Uppi vaða kvenrembusvín og róttækar rauðsokkur. Kvenremban veður yfir okkur, steypist yfír okkur eins og flóðbylgja. Karlmenn fá ekki rönd við reist. Stofnaður hefur verið hér á landi sér- stakur kvennaflokkur þar sem karl- mönnum er meinaður aðgangur. Hins vegar hafa karlmenn af sinni alkunnu hofmennsku hleypt kvenfólki inn í sína flokka. Sýnir þetta ljóslega hve undir- förular og níðingslegar verur kvenfólk er. Segja má að fyrsta og jafnframt besta dæmið um níðingslega framkomu kven- manns gagnvart karlmanni sé sagan af Adam og Evu. Guð skapaði Adam fyrst- an allra manna. Adam gaf síðan eitt rif- bein af sjálfum sér svo Guð mætti skapa Evu. Gott dæmi um lítillæti og góðsemi karlmanna. En hvað gerir Eva? Hún laumar mygluðum ávexti ofan í Adam, grunlausan. Ef Adam hefði vitað hvers lags ófögnuð hann kallaði yfir mann- kynið með gjöf rifbeinsins hefði hann aldrei gefið það. Starfandi er hér á landi ráð nokkurt er ber hið hlægilega heiti „Jafnréttis- ráð“. Ráð þetta hefur þann eina tilgang að troða á karlmönnum og tryggja kven- fólki völdin. Kvenfólk hefur sitt eigið athvarf að leita í, ef eiginmanninum skyldi ofbjóða frekjan og yfirgangur- inn og dangla örlítið í konuna, í rétt- látri reiði sinni. Hafa karlmenn slíkt at- hvarf? Ekki er réttlætinu hér fyrir að fara frekar en annars staðar í kvenna- kerfinu. Enn eitt dæmið um hina gífurlegu mismunun kynjanna eru hin pólitísku kvenfélög. Fá karlmenn inngöngu í Hvöt? Ekki aldeilis, en hins vegar verð- ur vart þverfótað fyrir kvenfólki í Sjálf- stæðisflokknum. Er þetta ekki hið arg- asta óréttlæti? Öðru hvoru reyna karlmenn að spyrna við fótum en hvað er einn lyfsali á Dal- vík til móts við heilan forseta? Mestu mistökin voru að hleypa kven- fólkinu út af heimilunum inn á vinnu- markaðinn. Sama gamla sagan um litla fingur og síðan alla höndina endurtók sig. Þessara gríðarlegu mistaka verðum við nú að gjalda. Kvenfólk er nú í dag að mestu leyti ráðandi afl í þjóðfélaginu. Við karlmenn erum minnihlutahópur. Það sýnir manntalsskráin okkur ljós- íega. Eins og allir aðrir minnihlutahóp- ar eigum við stöðugt í vök að verjast gagnvart tillitsleysi og ágangi kvenfólks- ins. Hver kannast ekki við hina víðfrægu setningu „konur og börn fyrst“? Karlmenn hafa látið lífið taumlaust fyrir þessa setningu. Daglega standa tugir ef ekki hundruð karlmanna upp fyrir konum í strætisvögnum borgar- innar, til þess neyddir af óréttlátum sið- ferðisreglum er konur hafa sett. Og hvað fáum við í staðinn? Ekkert, en hins vegar er réttur okkar stöðugt skertur. Aðeins eitt vígi stendur eftir, það eina sem við fáum að hafa í friði, karlakló- settið. En réttlætið mun sigra að lokum. Ég leyfi mér að taka mér í munn orð Win- stons Churchill: „Við munum berjast í strætisvögnunum, við munum berjast í björgunarbátunum, við munum aldrei gefast upp“. Seltjarnarnesi, 3.10. 1983, Árni Hauksson 4-Z. 16

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.