Skólablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 46
Maður hlýtur að skammast sín við
lestur ljóðsins Blaðamannsraunir:
Ljóðið Kona finnst mér einstakt:
Þegar allt hefur verið sagt
þegar vandamál heimsins eru
vegin, metin og útkljáð
þegar augu hafa mæst
og hendur þrýstar
í alvöru augnabliksins
— kemur alltaf einhver kona
að taka af borðinu
sópa gólfið og opna gluggana
til að hleypa vindlareyknum út.
Það bregst ekki.
Þessi kona er alltaf yfirvofandi, en
hvað yrði ef hún væri það ekki? Mundu
nokkur augu mætast nokkurn tíma,
nokkrar hendur verða þrýstar? Besta
svarið held ég að sé fólgið í ljóðinu And-
artak, einu fallegasta ljóði Ingibjargar:
Þú dokar við
horfir í nærstödd augu
hugsar um eitthvað
— eitt andartak.
Iðandi fegurð sem
lýsir upp sortann.
Geturðu níst það prjóni?
stöðvað það á flugi?
sett það undirgler?
Síðan koma ljóð, þar sem Ingibjörg
yrkir um þá sem henni eru nákomnir,
sjálfa sig og framtíðina í viðsjálum
heimi. Ljóðið Uppeldi finnst mér eitt
smellnasta ljóð hennar, samlíkingin fell-
ur eins og flís við rass, og það er athygli-
vert í hvaða gervi Súperman feðranna
er kominn:
Sonur minn þekkir ekki
Gunnar á Hlíðarenda
en þeir Súpermann eru góðkunnugir
og einhvern tíma ætlar sonur minn
að blása alla bófana um koss
einnig Súpermann.
Sonur minn á eina ósk:
að flytja inn í dótabúð
og eiga þar heima
eða í sjoppu — kannski.
Hann vill eignast allt heimsins dót
og verða svo leynilögga
og fá mótorhjól þegar hann verður
fimmtán og bíl sautján.
Einhvern tímaþarf ég að
segja syni mínum
söguna af Gunnari á Hlíðarenda.
Verst er hjakkið
í sama knérunn
áfangasigrarnir
ýta sigrinum fjær
og fœra markið úr sjónmáli.
Snúið ykkur að veruleika fólksins
skrifið um atvinnulífið
viðaukavísitöluverðlagsuppbótina
sólstöðusamningana, en gœtið ykkar
á Ólafslögunum.
Sláturhúsið á Selfossi skiptir okkur máli
og fallþungi dilka í Tréhyllisvík.
Verðlag á olíu, sófasettum og rjúpum
— allt sem snertir hag
hins vinnandi manns.
Sláturtíðin í El Salvador
vekur áhuga fárra
verðlag á mannslífum í Guatemala
ákvarða þeir sem þar búa.
46