Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 6
Quid novi? Klósettekla í M.R. Ónafngreindur heiðursmaður af einni „bestu ætt“ landsins tók sig til, eftir festivalið í Gamla Bíói og meig hraust- lega utan í bifreið Bjarna enskukennara, þar sem hún stóð varnarlaus á bílastæði M.R. Tók pisseríið dágóða stund, enda maðurinn búinn að safna lengi. Og svo er hundahald bannað. Andrés Magnússon rokkarinn frægi, sem nú hefur verið ráðinn við Rás 2, virðist vera ungur maður á framabraut, því þegar Guðni rektor frétti um ráðn- ingu hans ákvað hann að láta ekki sitt eftir liggja. Er Andrés nú fastráðinn sem nemandi við M.R. ævilangt. í öllum skólablöðum sem við munum eftir hafa verið birt einhver soraskrif um mann sem við öll þekkjum og lítum upp til. En nú gengur það ekki lengur að húmorslausar ritnefndir slái sér upp á því að skrifa óhróður um menn sem ekki geta varið sig. Semsagt Egill „Ele- phant Man“ Þorfinnsson, þú sleppur núna... Allt til þessa dags hefur það verið föst venja að skólablaðið birti eitthvað ofsa sniðugt um þriðjubekkinga. En einhvers staðar lásum við svohljóðandi gullkorn: „Eina reglan er sú að það eru engar regl- ur.“ Þess vegna verður ekki gerð tilraun til þess að grilla þriðjubekkinga í þess- ari grein. Það er aftur á móti engin trygg- ing fyrir því að það verði ekki gert í þeirri næstu. (Það er alveg satt hjá þér, þetta er óttalega þunnur brandari.) Gjaldkeri ritnefndar eftir uppgjörið. Ef einhverjum skyldi detta í hug að undirritaðir séu oggulítið rauðir, þá viljum við barasta tilkynna honum að so er ekki. Hins vegar erum við orðnir hundhelvítileiðir á lífsseigum frímanns- sneplum, nýjum skólum og öðrum slík- um viðbjóði, þannig að okkur fannst tími til kominn að þeirri óhollu einokun væri aflétt. A.G.Ó., I.S., W.E. 6

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.