Skólablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 45
í seinni bókinni yrkir Ingibjörg enn
um heimþrána, að vera útlendingur í
landi sem kannski er ekki ókunnugt
lengur, en samt framandi. Hún yrkir
um tilgangsleysi þessa lífs, það getur
ekki orðið öðruvísi meðan hún er ekki
sátt við umhverfi sitt, og dagarnir líða
hjá, án þess að hún fái að gert:
KAFFIHLÉ
Hvílíkt öryggisleysi
að lifa
sjá dagana koma og fara
einn af öðrum
og geta ekkert gert
til að stöðva þá
sjá þá verða að vikum
mánuðum, árum
og hugsa: Á sama hátt
verða dagarnir að öldum
og hverju máli skiptir þá
þessi laugardagur
söngur nautabanans í útvarpinu
strigaskórnir mínir
og steinninn sem ég sit á?
En það bíða svo sem engir gullstólar
heldur við heimkomuna:
VONBRIGÐI
Þú hélst þú kœmir heim
í hlýjan faðm
þín biði sól
í grœnu grasi
huggun
hvíld.
Þú hélst þú ættir skjól
í landsins hjarta.
En von þín brást:
þín biðu nakin fjöll
og naprir vindar.
Munurinn er aðeins sá, að nú á hún
möguleika á að sigra, og við lestur ljóðs-
ins Þyrnirós, trúum við að hún muni
sigra, svo kraftmikið og frjálst sem það
er:
Nú rís ég upp einbeitt og vakna
af aldarlöngum svefni
— eða er ég að fœðast?
Núna. Hér. Með tvær hendur tómar
— hreinar og tómar.
Einhver hefur sagt mér
ég eigi hér heima.
Þá eru ljóð um örvæntinguna og til-
ganginn og efnið sótt á kunnar slóðir,
Reykjavík skemmtistaðanna, Reykjavík
hráblautra gangstétta og erfiðra sam-
skipta. Ljóðið Frelsi er grátbroslegur
óður til hjónabandsins og frelsisins:
Ég neita því ekki:
frelsið er dýrkeypt.
Notalegra að ylja tœrnar
á gamalkunnum karlmanni í bólinu
og vita alltafhvað kemur nœst.
Þœgilegra að þurfa ekki
að taka ákvarðanir.
Gott að segja: Þú ræður, elskan.
Ég neita því ekki:
öryggiskenndin var sæl.
Og það magnleysi, sem fylgir því að
sjá tímann þjóta út í buskann er hræði-
legt, að vera allt í einu orðin „kelling í
fiskbúðum veruleikans“, snakkandi við
aðrar „kellingar“ á svipuðum báti —
miðaldra kona.
Geturðu
níst
það
pnóni?
SPEGILL
Þegar ég kem heim
lít ég í spegil og sé
ekki mig heldur einhverja
miðaldra konu
sem hefur drukkið of mikið
reykt ofmikið
og talað ógœfulega.
Ekki mig.
45