Skólablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 17
MAMMON
Ég er nú ekki mikið fyrir það gefinn
að röfla um fortíðina, enda hefur saga
tslands verið soddan volæði síðan um
aldamótin 1300 að það tekur því varla
að fjasa mikið um hana. Jæja, ég læt
mig samt hafa það.
Dœmigerður hrokafullur MR-ingur úr
velstœðri fjölskyldu.
í eina tíð, þá er baunarnir seldu ís-
lenskum bændakurfum maðkað mjöl
og annað gotterí, var M.R. skóli höfð-
ingjasona sem gátu leyft sér að kíkja í
bækur og oft á tíðum í flöskur, í henni
Reykjavík. Kotbændasynir höfðu ekki
efni á slíku bríaríi og voru því bara
heima og unnu nótt sem nýtan dag, en
skemmtu sér stundum við lúsatínslu á
kvöldum; það var ekki við margt að vera
í þá gömlu og góðu daga. Menn dvöld-
ust í sínum afdal eða vík frá fæðingu
til dauðadags (en sú dvöl var oft ansi
stutt) og hættu sér ekki í langar reisur.
Það stafaði þó ef til vill að skóleysinu
sem grasseraði á vetrum (menn voru ekki
miklir gikkir þá) og mönnum var ekki
stætt á því að arka um berfættir á snjón-
um. Og á meðan horaður sveitalýður-
inn dundaði sér við megrun uppi á af-
dölum, oft með hreint undrunarverðum
árangri, glugguðu holdgóðir höfðingja-
synir í latínubækur og annan kúltúr
sem yfirstéttum sæmir. En margt hefur
breyst, eða er það svo? Menn ganga júst
í skóm og fara í afspikun af fúsum og
frjálsum vilja. Lúsatínslan er fyrir bí,
enda mun auðveldara að þvo lúsina
bara úr hárinu með þar til gerðu sjamp-
ói.
En fyrirfinnast kannski ennþá hold-
góðir höfðingjasynir ellegar dætur í
kúltúrnum við Lækjargötuna? Mér lék
hugur á að athuga það mál nánar. Gekkst
ég því fyrir allviðamikilli könnun, sem
ég vona að sé marktæk. Tekið var hundr-
að manna úrtak, tuttugu og fimm úr
hverjum árgangi. Fjöldi stelpna og stráka
(manna og kvenna) var um það bil sá
sami; fimmtíu af „hvorri tegund“. Spurt
var um starf föður og móður, en við
flokkun í stéttir neyddist ég til þess að
taka nær eingöngu mið af starfi föður.
Húsmóðurstarfið virtist njóta fanta-
mikilla vinsælda hjá M.R.-mæðrum;
hér er þó alls ekki verið að vanmeta hús-
móðurstarfið, það er fullt eins gott og
önnur störf, en bara ólaunað. Af þess-
um hundrað nemendum reyndust vera:
48 (48%) úr HÁSTÉTT
35 (35%) úr MIÐSTÉTT
17 (17%) úr LÁGSTÉTT
Læt ég lesendum eftir að ráða í þessa
„lýðræðislegu" skiptingu.
Einnig var spurt hvort faðir eða móð-
ir væri stúdent frá M.R.
HÁSTÉTT: 9 mæður útskr. frá M.R.
22 feður útskr. frá M.R.
MIÐSTÉTT: 2 mæður útskr. frá M.R.
7 feður útskr. frá M.R.
LÁGSTÉTT: Engin móðir útskr.
frá M.R. Enginn faðir
útskr. frá M.R.
Við úrvinnslu á stéttarlegri skilgrein-
ingu var einkum tekið mið af starfi föð-
ur með tilliti til menntunar og tekna,
þar sem staða hans ræður miklu um
þjóðfélagslegan „status“ fjölskyldunn-
ar. Einnig var stuðst við kennslubók í
þjóðfélagsfræðum, „íslenska þjóðfél-
agið“, eftir þá Ólaf R. Grímsson og Þor-
björn Broddason. Einnig naut undir-
ritaður ómetnalegrar aðstoðar félags-
fræðimenntaðs aðila.
Arnór Gísli Ólafsson.
og menntun?
17