Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 3
Ingvar Sverrisson. Ritstjórn Arnór Gisii Ólafsson. Sigríður Matthíasdóttir. Wilhelm Emilsson. sagnir, takk! Lauflétt rugl að auki hefur nafnið að tarna bara gott af því, það hefur nú gert annað eins við önnur tilkomulítil nöfn sem í voru landi þúa. Sú skoðun mín er óhrekjanleg. Þetta var samt afsökun. W: Svaka er þetta gáfulegt hjá þér. Þú hefur ekkert hugsað um að stofna stjórn- fnálaflokk? Þetta er nú svolítið annað en ruglið sem veltur upp úr þér dags dag- *ega. Annars er það ofsalega æðislega IT'ikið fönn að geta sagt öll orðin sem maður má absalút ekki nota í íslensku- ritgerðum. Mitt slagorð er: Það er betra að vera ðauður en rauður. Guð forði mér ann- ars frá annarri eins lágkúru og að lenda 1 stjórnmálaflokki. Það er satt hjá þér að það er orðin hreinasta kvöl að þurfa að hripa niður íslenskuritgerðir. Þeim er hreinlega drekkt í rauðu eins og Pétur Gunnarsson sagði. Maður skrifar allt annað mál en maður talar og það hlýtur að enda með ógæfu. Meira að segja „maður“ er stranglega bannað og samt hefur það verið notað í óratíma. Eitt er víst að þróun sem tekur tíu ár að jafn- aði tekur tíu sinnum tíu ár í M.R. En heyrðu Villi, finnst þér ekki hundhelvíti hart að neyðast til þess að skrifa heilt skólablað sjálfur eða so gott sem? W: Auðvitað er það hart. En hugsaðu um það að þetta er kannski það næsta sem þú kemst því að teljast rithöfundur. Þegar þú ert orðinn afi, geturðu sýnt barnabörnunum að þú varst einu sinni kúl gæi. Annars er þetta orðið svo alvar- legt hjá okkur. Heyrðu, ég setti Neil Young á fóninn (ath. ekki Paul Young, því þótt hann dansi æðislega þá langar mig ekki í plötu með honum). Verst að eiga ekki hvítvín. Áttu kannski smá lögg einhvers staðar? A: Sko, þetta sæmir ekki virðulegum menntskælingum. Við eigum að vera búnir að hlaupa af okkur hornin (hvaða horn eiginlega?). Hvað heldurðu að mamma segi þegar hún les skólablaðið sem sonur hennar gefur út? Annars með ’ann Paul Young, þat gæ rilí törns mí on. W: Yeah, that guy is really hot. A: Nú heldur liðið að við séum einhver frúttkeik, þú getur reitt þig á það. Eig- um við ekki að fara að slútta þessu áður en restin af mannorðstetrinu fer í vask- inn? OG ÞAR MEÐ LAUK HINNI Ó- SKÖP VENJULEGU EDITOR DIC- IT GREIN. 3

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.