Skólablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 8
Arnór Gísli Ólafsson
Það eru hörmuleg örlög að þurfa að
strita hvern einasta dag, vegna þess að
strit og erfiði gleymast jafnan mjög
fljótt. Einungis fegurðin og orð, sem
lýsa henni, halda áfram að lifa. Upp úr
miðri Reykjavíkurborg gnæfir Hall-
grímskirkja. Hún er vissulega afar fög-
ur bygging. En hver leiðir nokkru sinni
hugann að öllum þeim mönnum, sem
strituðu þar dag eftir dag, ár eftir ár? í
þessari byggingu, í risaháum veggjum
hennar, ’níma stirðnaðar minningar. En
umgjörð þessára minninga er svo fögur
að minningin sjálf er ósýnileg. Hversu
mörg hamarshögg glumdu eitt sinn við
í guðshúsi þessu? Hvar er minningin
um hina þreyttu handleggi, sem sveifl-
uðu hömrunum? Hvar er minningin um
hin ótalmörgu lúnu bök, hvar er minn-
ingin um hina uppgefnu menn? Hún er
steypt í steinsteypu, steypan er minnis-
varði þessara manna. Og það eina sem
þessir menn uppskáru fyrir erfiði sitt
voru peningar til þess að þeir gætu dreg-
ið fram lífið, til þess að þeir gætu hald-
ið áfram að strita. Laun heimsins eru
vanþakklæti, nema menn borgi sér þau
sjálfir. Sú saga sem hér fer á eftir er að
hluta til byggð á sönnum atburði, hinn
hlutinn er lygi. En hvernig gætu menn
þekkt sannleikann án lygi? Ef menn
hlæja að fáránleikanum og segja að
hann sé ekki til, hvernig vita þeir hvað
raunveruleiki er? Menn skyldu aldrei
hlæja að fáránleikanum, því að hann
gæti verið orðinn að raunveruleika á
morgun.
Ég fæddist í Reykjavík fyrir 30 árum.
Amma sagði mér, að daginn sem ég
fæddist hefði verið ömurlegt veður.
„Það var þetta hífandi rok, já og míg-
andi rigning þar að auki, einn sá allra
grámyglulegasti dagur sem mig rekur
minni til, það held ég nú. Það var ekki
hundi út sigandi, ég hef aldrei á minni
lífsfæddri ævi séð aðra eins hellidembu.
Litlu krakkarnir sögðu að nú væri guð
á himnum að pissa.“ Og svo hló hún
hrossahlátri. Faðir minn var sjómaður
og ég man lítið eftir honum, því að hann
undi sér lítt í landi. Sjórinn var hans líf
og dauði: Hann drukknaði þegar ég var
átta ára gamall. Þó minnist ég þess, að
hann var ætíð órakaður, andlit hans var
alsett skeggbroddum, líkt og barrnálar
á grenitré og minningu föður míns skýt-
ur stundum upp í huga mér á jólunum,
en það er líka allt og sumt. Ekki eign-
aðist ég önnur systkini, enda hafa for-
eldrar mínir orðið fyrir það miklum
vonbrigðum með mig, að það hefur
verið þeim víti til varnaðar. Ég spurði
ömmu einhverju sinni nánar út í þetta.
„Já, hún móðir þín var víst soldið skúff-
uð með þig“, sagði hún mér þá, „en hún
mamma þín var hvort eð er skúffuð
með allt lífið“.
Amma hafði líklega rétt fyrir sér, því
að mamma kvaddi þennan heim, sem
ekki uppfyllti kröfur hennar. Það gerð-
ist þegar ég var tólf ára gamall. Þá tók
ég mitt hafurtask og flutti til ömmu,
en hún átti risíbúð sem stóð við Lauga-
veginn, beint á móti Landsbanka ís-
lands. Ég gekk í skóla eins og önnur
börn en ég hataði skólann og námsár-
angur minn var fyrir neðan allar hellur.
Amma skammaði mig samt aldrei, þótt
ég stæði mig heldur slælega í skólanum.
„Það skiptir meira máli að vera heiðar-
legur og að halda loforð sín. Þessir
fræðimenn eru ekki barnanna bestir og
sumir þeirra vita ekkert í sinn haus. Það
kæmi mér hreint ekki á óvart þó þeir
migju upp í vindinn.“ Amma var eitil-
hörð kerling og hún gat orðið talsvert
kjaftfor ef henni hitnaði í hamsi. Stella
á neðri hæðinni sagði að hún talaði eins
og stjötugur grásleppukarl og í huga
Stellu var grásleppustarfið það aumasta
í þessum heimi. Ég eignaðist aldrei neina
vini og var einatt hafður út undan í skól-
anum. Það stafaði líklega af því að ég
var gormæltur, enda stríddu skólasyst-
kini mín mér oft á því. Amma hafði
skýringuna á málhelti minni á reiðum
höndum: „Henni mömmu þinni var nú
barasta nær, hún talaði eilíflega eitt-
hvurt barnamál við þig, held nú að is-
lenskan hafi verið fullgóð í túlann á
henni“. Ekki veit ég hvort sú skýring
hefur verið rétt, en eitt er víst að ég var
löngum fremur þögull og af því að ég
var svona fjarska fámáll álitu allir að
ég væri nautheimskur. Og á meðan önn-
ur börn dandöluðust út um borg og bi í
ævintýraleit, sat ég við gluggann á her-
berginu mínu, með nefið útflatt á rúð-
unni og óskaði þess að ég fengi að vera
með. En því er eins farið um mennina
og blómin, sum vaxa í mjúkri mold en
önnur í klettahlíðum.
vopnuðum og