Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 13
Pú ert. . . Rós sem er farin að fölna fjarri en samt ávallt hér. Konungur án kórónu, kysstur í fjarveru þinni. Elskaður án vitundar . . . af mér. Menja Að leiðar- lokum Dauðinn kom sem kaldur vetur kyrrlát ríkti þögnin ein í sálu minni tók sér setur svæfði bæði hold og bein. Hugur fljótt til himna flýgur festir fætur skýjum á Holdið mitt í moldu sígur myrkrið hylur liðinn ná. Kormákur ORÐ Þegar ég heyrði loks orð þín voru þau úrelt orðin og hljómuðu einföld — og kannski lá eitthvað einfalt að baki orði sem virtist breitt og öflugt. Við fótskör orðanna stendur merkingin dauð, en bergmál þeirra virðist hærra en áður því bergmál heyrist aðeins í tómarúmi. Nú held ég fyrir eynm, vil ekki heyra og þá fyrst skil ég hvað þú segir. Fitugljáandi Fitugljáandi regndropar steypast yfir mig eins og hræbráðir gammar. Ég leita skjóls og með- an heimur minn leysist upp í einskisverðar sápukúlur, skínandi í ljósi frá kulnaðri sól, breytist ég í regnboga og þykist vera brú milli mín og hennar. Milli mín og hennar. Baldur A. Kristinsson Skiptinemar í fyrra vorum við skiptinemar á tunglinu, við hjónin meina ég, Gunna og ég. Það var alveg frábært þegar loftið byrjaði að falla til tungls. í öllumfrímínútunum þann jarðarhringinn gerð- um við ekki annað en hnoða loftbolta og fara í loftkast. Það var gaman á tunglinu. Baldur A. Kristinsson Brot að munnurinn opnist í þögn leiti að dauðum hljóðum ekkert brýst milli varanna nema orðhræ rotnandi hold eða skinin bein brotin sum ormétið auga hér skorpnaður fingur þar þess vegna læt ég ekki veiða mig hreinleiki minn er tungulaus og allur sársauki snýst með nafnlausum heimi ég þegi þótt söngur minn hljómi níst- andi grænn rætt við gamla dögun SAMHVERFUR Baldur A. Kristinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.