Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.11.1987, Page 23

Skólablaðið - 01.11.1987, Page 23
Þegar beri maðurinn sneri sér við sá hann tvo krakka stara á sig. Enginn hissa á því — berir menn eru ekki algeng sjón. En beri mað- urinn reiddist mjög, móðgaðist. Á hvað eruð þið eiginlega að horfa, ha, hafið þið kannski aldrei séð beran mann fyrr? Og beri maður- inn lagði af stað. Annar krakkinn hikaði, en hinn hélt ótrauður áfram á eftir bera manninum og lét ekki svona smádembu hafa nein áhrif á sig. Hikandi krakkinn elti, enn hik- andi. Beri maðurinn hafði fyrir því aftur og aftur að snúa sér við og spúa eldi og brennisteini yfir krakkana. Hikandi krakkinn varð alltaf meira og meira hikandi og rauðari og rauðari í framan. Hinn hikstaði ekki einu sinni. í öllu falli eltu báðir, ann- ar ótrauður, hinn ekki. Hikandi krakkinn skammaðist sín niður í rass. Honum fannst með af- brigðum asnalegt að láta forvitni sína svo berlega í ljós, en var um leið ómögulegt að snúa við. Hann sáröfundaði félaga sinn af hikleysi hans og var um leið fyrirmunað að skilja hann. Hinn var alveg jafn hik- og til- finningalaus og hann virtist. Honum fannst ekkert eðlilegra en að skoða hluti sem voru honum framandi og gerði það ævinlega. þar af leið- andi, ef færi gafst á annað borð. Hann gerði sér alls enga grein fyrir vandræðum hms, leiddi ekki hug- ann að því að nokkur gæti hugsað öðruvísi en hann sjálfur, Beri maðurinn beindi skömmum sínum að þeim feimna; gerandi sér grein fyrir áhrifaleysi þeirra á hmn og vitandi um vonlausan árangur. En hann skammaðist áfram, gat ekki annað. Beri maðurinn mætti þriðja krakkanum. Mætti er varla rétta orðið: Krakkinn var þrammaður framhjá áður en beri maðurinn vissi af og án þess að sýna nokkur merki um áhuga eða undrun. Honum fannst greinilega alveg eðlilegt að berir menn völsuðu um, Allavega ekki nógu óeðlilegt til að svo mikið sem líta á bera manninn tvisvar. Nú fyrst kom hik á hiklausa krakkann, Hann leit við og horfði á eftir þessum áhugalausa sem fjar- lægðist óðum. Sá hélt sínu striki og leit alls ekki við. Hikandi krakkinn fylgdi augnaráði félaga síns og flutti öfund sína hægt og hægt frá honum yfir á hverfandi og æðru- lausan hinn. Þessi gæti nú mætt geimskipi án þess að taka eftir því, ha? Ha, ha. Eitthvað af sjálfstraust- inu sem sá hiklausi hafði augljós- lega misst virtist hafa færst yfir á hinn. Þeir hikuðu báðir andartak en flýttu sér svo á eftir bera mannm- um, Og beri maðurinn brosti með sjálfum sér. Hann hætti að skammast. Heyrðu, manni, þú ert algert æði!!! Fjórði krakkinn gekk ekki framhjá eins og sá þriðji, sá sig greinilega tilneyddan til að gefa yf- irlýsingu: Það ættu hreinlega allir að vera svona. (Vandleg yfirveg- un). Fleiri allavega. Svo brosti hann til bera mannsins og hélt sína leið. Krakkarnir tveir litu hvor á ann- an. Svo skokkuðu þeir himr glöð- ustu á eftir bera manninum, aug- ljóslega lausir við allan efa. Beri maðurinn var aftur á móti ef- ins. Hvernig hafði þetta verið meint? Það var fyrirlitningarsvipur á fimmta krakkanum. Hvað er eigin- lega aððér? Ha? Ertu bara eitthvað klikkaður? Og hann hvarf sína leið líka, enn með hneykslissvip. Hikandi krakkinn stansaði, nú al- gerlega hiklaus. Komum. Komum heim, Ég vil ekki vera hérna leng- ur. Ég er farinn. Og hann fór. Hmn hikaði, leit á eftir bera manninum, félaga sínum og aftur bera mannin- um. Elti svo félaga sinn. Beri maðurinn var óræður á svip- inn. Leið hans var löng, þröng og ströng. Að hann kæmist á leiðar- enda var meira að segja vafamál. En hann hélt áfram, áfram. Og þúsundir bræðra hans héldu, halda og munu halda áfram . . . „Úlfur" Hann segist ekki selja neitt en augnaráð hans er dýrara en allt sem það snertir. — Bragi Ólafsson 23

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.