Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1987, Síða 26

Skólablaðið - 01.11.1987, Síða 26
ATHS.RITN.: Þetta fundum viö í fornfálegri og yfirgefinni tímavél. Framhaldið leystist því miöur upp í höndunum á okkur. DÁNDIKVmNA Hinn fimmta dag janúarmánaöar 1970 opnaöi Mel- korka Thekla Ólafsdóttir augun og sá ljós í fyrsta sinn. Hún gerði sér ekki grein fyrir því, en allt frá þeirri stundu elskaði hún lífiö framar öllu öðru. Vegna þessar- ar ástar dreymdi hana dagdrauma síöar á ævinni, gerð- ist körfuboltahetja og samdi ljóð, markaði kunnugleg spor í íslandssöguna og dó háöldruð, sátt við tilveruna. En þetta fyrsta uppljómaða augnablik vissi Melkorka ekkert af öllu þessu. Hún bara grét af öllu hjarta sínu og af allri sálu sinni, — því að stundum getur ástin verið svolítið sársaukafull. Ást Melkorku á lífinu þroskaði með henni nokkra ákveðni og festu strax í frumbernsku. Tveggja ára og einhverra mánaða gömul skundaði hún inn í stofu til for- eldra sinna í viðurvist nokkurra vitna, og tilkynnti hátíð- lega að hún vildi vera kölluð Dotta. Enda var svo gert uns hetja vor skipti um skoðun. En þetta tvennt, — að Melkorka skyldi taka sér „skáldanafn" á unga aldri, og svo það að hún skyldi falla frá því að nýju — sýnir svo ekki verður um villst að lífsást hennar breyttist og þrosk- aðist nokkuð með árunum. Kannski hefur það einhverju valdið um þessa breyt- ingu, að á yngri árum skipti Melkorka nokkuð oft um að- setur. Hún fæddist í Reykjavík, fluttst síðan til Kaup- mannahafnar og bjó þar til fjögurra ára aldurs, en fór þá til Stykkishólms með árs viðkomu í Reykjavík. Tólf ára settist hún svo að á Akureyri, en 16 ára fluttist hún til Reykjavíkur í þriðja sinn. í öllum þessum búferlaflutn- mgum hefur Melkorka líklega komist að því sem fæstir gera sér raunverulega grein fyrir, að lífið er ekki bara hérna, heldur líka þarna og þarna og þarna. Á Akureyri fór hetja vor fyrst að ná verulegum þroska. þar byrjaði hún að skrifa og yrkja fýrir alvöru, og þar kom áhugi hennar á félagsmálum, menningu og listum í ljós. Hún hélt áfram að stunda íþróttir, eins og hún hafði gert í Stykkishólmi, og fékk heiðurspeninga fyrir knatt- spyrnuiðkun. Hápunktinum náði hún þrettán ára, er hún „gerðist körfuboltahetja", eins og hún sjálf orðaði það. En síðan urðu íþróttirnar að víkja fyrir öðrum áhugamálum. í Menntaskólanum í Reykjavík hefur mótast í öllum höfuðatriðum sú Melkorka sem allir kannast nú við, tæp- um 70 árum síðar, Þetta er sú Melkorka sem er nýbyrjuð að drekka kaffi (með mjólk) og hefur lent í árekstri sum- arið áður. Það er haustið 1987, og Melkorka Thekla Ól- afsdóttir er nær fullþroska. Hún er dagdreymin, skapar sér hvern heiminn á fætur öðrum, vildi að hún gæti deilt þessum heimum með öðrum, en veit að slíkt er óhugs- andi. Samskælingar hennar gera sér ekki grem fyrir að allt eru þetta kostir, og misskilja hana hrapallega. T. d. segir í Dandikvinnugrein einmitt frá þessum tíma, að í Melkorku sé „viss tilhneiging til að blanda á háskalegan hátt saman eigin draumaheimi, draumaheimi annarra og veruleika hins ytra lífs". Þetta er hreinasta bull og ber- sýnilegt að greinarhöfundur hefur lítil kynni haft af hetju vorri. Þrátt fyrir dreymnina stjórnar Melkorka Listafélaginu í M.R. af röggsemi og með glæsibrag. Að eigin sögn hugsar hún „reikult, upp og niður og út á hlið", en sé það rétt er slík hugsun merkilega árangursrík. Melkorka er hæfilega vmstrisinnuð í stjórnmálum, en óháð öllum flokkum. Hún er kaþólsk, en þó móttækileg fyrir öðrum trúarskoðunum. Sem skáld hefur hún þroskað smn eigin stíl; úr tilteknu hugarástandi eða tilfinningu myndar hún hlutbundna, áþreifanlega ljóðmynd, sem oft má einna helst líkja við styttu úr marmara eða bronsi. Hún er ekki alfullkomin. T, d. hefur hún frábæra kímnigáfu, hægláta og svolítið sérstæða (en kímmgáfa hlýtur ávallt að teljast galli), og hún fer ekki nógu oft nið- ur að Tjörn til að gefa brabra brauð í gogg, — en að öðru leyti virðist lítið sem ekkert ámælisvert í fari henn- ar. Og smátt og smátt nálgast það augnablik, er hún fær í fyrsta sinn að sýna heiminum ást sína á lífinu. Vorið 1988 varð Melkorka . . . -BAK 26

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.