Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.11.1987, Qupperneq 31

Skólablaðið - 01.11.1987, Qupperneq 31
stofuna þvera. Rúmið er hvasshorn- ið, það virðist samrunnið mannin- um, er liggur þar, og er, frá mér séð, einna líkastur órjúfanlegum hluta af sængum og koddum og rúminu sjálfu. Mestallur líkami hans er dúðaður undir þessu fargi öllu en eins og dauðar greinar á trjáþol hvíla handleggir hans hreyfingar- lausir ofan á sænginni. Sængin fel- ur máttlítinn skrokkinn, visinn og náfölan vegna skorts á hreyfingu og áreynslu, geymandi rétt næga orku til að færa fingurna fram og aftur á aflöngum öskjunum í greip- um hans, þöktum takkaröðum. Ská- hallt frá rúminu, sem fleygar þrí- hyrninginn, standa gleiðhornin tvö: köntuð form er skapa ferhyrning í augnhæð við hinn rúmfasta. Fram- hlið þeirra, lítillega kúptar glerplöt- ur, glampar í sífellu myndum, byggðum upp af línu ofan á línu uns manneskja, náttúra eða hlutur titrar í litaskrúði fram í herbergið. Frá skermunum berst birtan sem flöktir um og litar sjúkrastofuna. Ógnarskýrt speglast skjáirnir í ga- lopnum augum mannsins í rúminu, sjáöldrin drekka í sig ljósið, um- myndast í kassalögun og fylgja af trúmennsku hverju nýju á skermun- um á móti. Eilítið afbakaðri en fyrir- myndin og eru í skrumskæhngu sinni í órökréttu samhengi við augnaumbúnaðinn, eins og að- skotahlutir í umhverfi sem þú telur þig þekkja grannt. Stöku sinnum breytast spegilmyndirnar í augum hans; stundum þegar nýrri mynd er varpað upp, þegar augun velta frá öðru sjónvarpinu yfir á hitt eða er hann hreyfir fingur á annarri hvorri fjarstýringunni í greipum hans og velur nýtt efni. Hann hefur jú eina fimm valkosti. Ég stend til hliðar við hann, halla mér þreytulega upp að vegg og virði sjúklinginn fyrir mér, athuga hann af gaumgæfni, einkum þó augun og ferkantaða speglunina þar, — horfi á hann eins og ég hafi aldrei séð hann áður. og þó hef ég horft á fátt annað síðastliðnar þrjár vikur, — hann og þjáningarsystkini hans á stofum 7 og 21, þ. e. a. s. ef þau þjást hót. í raun og veru tel ég einu þjánmgar þeirra vera rann- sóknir okkar, fljótfærnislega sam- an-smalaða sérfræðingahópsins sem þó er ósköp viðvaningslegur í tilraunum sínum, könnunum sem einkennast af stundar-hugdettum, vanabundinni læknisskoðun og vonþrunginni leit að lækningu. En hvernig verður ætlast til fag- mennsku og þjálfaðra vinnubragða þegar glímt er við nývaknaðan draug? — draug sem nefnist fjöl- miðlabylting . . . Ég er ónáðaður í hugsunum mín- um, þegar næturhjúkrunarkona, nýkomm á vakt sína, togar upp dyr sjúkrastofunnar og kemur inn. — Ó, ertu hérna ennþá, segir hún. Ég jánka dauflega og í nokkrar mínútur tölum við um sjúklingana, sjónvarpssjúklingana, um miðaldra húsmóðurina á stofu 7, flýjandi hversdagsleika barna og bús og veljandi sársaukaminnstu leiðina. Hún hefur félagsskap af aðeins einu tæki, enn sem komið er, en skiptir þess í stað þeim mun oftar um rás. Við tölum um heilsufar hennar sem er bágborið, heilsufar þeirra allra sem er slæmt en mis- slæmt þó, — um hann, sjúklinginn á stofu 17, sem liggur fyrir framan okkur, þegar við tölum um hann, án þess að hann skynji það, og hríð- versnandi heilsu hans, um dreng- inn á nr. 21 sem lengst er leiddur. Hjúkrunarkonan kveðst vorkenna honum og ættingjum hans einna mest. — Óhugnað setur að mér við til- hugsunina um þau, þegar ég sé þau . . . Þá verð ég fyrir alvöru skelfd, segir hún. Ég samsinni. Síðan heldur hún eftirlitsferðinni áfram og ég bý mig undir að fara. Andartak horfi ég hugsandi á manninn í rúminu, dæmdan til glöt- unar í gerviheimi sínum. Á andliti hans er svipur kæruleysis þess sem er óvitandi um allt. Við gefum honum næringu í æð, nærst getur hann ekki eða vill, og við höldum þannig leifunum af styrknum sem hann eitt sinn hafði. Hann talar jafn- vel ekki lengur um kúlur fljúgandi í gegnum höfuð og glugga, andlit í mannfjölda stórborga, blikandi hnífa o. fl. sem hann þruglaði um þegar komið var með hann. Hann mælir ekki orð frá vörum. Ég hristi höfuðið vonleysislega og loka dyr- unum. Hjúkrunarkonan er sest inn í vaktherbergi og hún tekur annars hugar undir kveðju mína, niður- sokkin í sakamálaþátt sem glóir svarthvítur á skjá ferðasjónvarps. Við störf á „rólegu deildinni" er fátt betra við tímann að gera. Bílastæðið er hvítt undir fótum mér, kuldinn sparkar í mig þegar ég kem út. Ég skelf í þunnum sloppnum og bölva vetrinum í sand og ösku, formæli þessu gaddskeri. Við fæðuínst öll brjáluð. Sum halda áfram að vera það. — Simone de Beauvolr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.