Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.11.1987, Page 33

Skólablaðið - 01.11.1987, Page 33
að hann er ekki talinn tiltökumál lengur, — daglegt brauð. Við ætlum að gera hvaðeina mögulegt til að vekja athygli á sjón- varpssýkinni, og þá þurfum við að fara í fjölmiðlana. Þeir hafa verið áhugalausir fram til þessa, en þeg- ar drengurinn deyr, lifnar umræð- an. Hann er sífellt vakandi fyrir fram- an tækin sín fimm. Þau eru svo mörg vegna þess að þegar hann þurfti óhjákvæmilega að skipta um rás, varð hann órór og nálgaðist hættumörk. Það angraði hann að geta ekki horft á allar sjónvarps- stöðvarnar í einu. Tækjunum var því fjölgað og honum gerð leiðar- lok léttbærari. Hann virðist ekki þurfa svefn, hugur og líkami óþreytandi við glápið. Nú eru fimm sólarhringar að baki, og við áætlum lauslega, að jafnlöng andvaka í við- bót geri endanlega út af við hjarta og heila. Styrkur drengsins er samt sem áður einstæður, við blönduð- um svefnlyfjum við næringarvökv- ann hans, skammt færan um að flytja fílhraustan karlmann til draumalands, en strákurinn depl- aði ekki auga, eins og hann væri brynjaður fyrir slíku. Það er sem ör- lögin ætli honum órofna vöku allt til dauða. Þau eru dæmd til að lifa lífi sínu án merkingar eða lokatilgangs í óvitrænum heimi, heimi uppspuna og endurtekninga, þar sem drættir fásinnunnar rísa öllu öðru yfirsterk- ari. Heimur fjöldaframleiddrar af- þreyingar, staðlaðrar til að metta hungur fólksins eftir tímaþjófi. Eins undarlegt og mér finnst það vera í dag, var ég kappsfullur fylgismað- ur fjölmiðlafrelsis, leit á frelsi á því sviði jafnréttháu mannréttindum eins og ritfrelsi, frelsi til að tjá sig og til að hugsa. Frelsi er vissulega ofnotað hugtak og klisjukennt. það er staglast á frelsi hér og frelsi þar, en enginn leggur sömu túlkun í orðið og ævinlega verður minna úr efndum en fyrirheitum. Eða efnd- irnar taka á sig aðra mynd en gert var ráð fyrir. Frelsi er draumur, fjölmiðlafrelsi var ég að upplifa sem martröð. Upp á síðkastið hafa orð Orwells úr 1984 læðst að mér og fengið nýja og ógnþrungna merkingu í huga mér: „Frelsi er ánauð." Og þegar ég sé þörn ljós- vakaþyltmgarinnar liggja hreyfing- arlaus í sjúkrarúmum, eru þessi orð líkömnuð fyrir augum mér. Draum- urinn um frjálsa fjölmiðla, ótak- markaða í fjölgun sinni og án hamla í efnisvali, var tálsýn. Sjónvarpsfíkl- arnir höfðu tekið hulu sjálfsblekk- ingar frá augum okkar. Við sér- fræðingarmr, sem af sjúklingunum vissum, neyddumst til að horfast í augu við nekt veruleikans og beygja okkur samtímis undir lög- mál fjarstæðna. Fleiri hlytu að öðl- ast þessa vitneskju, Niðdimm nótt er enn þegar ég hrekk upp af óværum svefni. Eitt- hvað hefur vakið mig og í fyrstu átta ég mig ekki á hvað það er. En svo sé ég að sjónvarpsskermurinn er myrkur sem og íbúðin öll og engin skíma laumast frá götuljósum inn til mín eins og að jafnaði. Ég geng að glugga og sé að allt ljós í hverfinu er slokknað. Það er al- myrkvað í borginni. Ósjálfrátt leitar hugurinn strax til sjúkrahússins og alls tæknibúnaðarins sem er mörg- um þar lífsnauðsynlegur. Rafmagn- ið hefur farið af hverfinu áður og því er spítalinn tengdur við vara- rafal. En sá fjandi hefur einstaka hæfileika til að bregðast þegar mest liggur við. Það veit ég. Og ég bregð upp mynd í huga mér, mynd af næturhjúkrunarkon- unni, sitjandi inni í vaktherberginu, horfandi á lítið ferðasjónvarpið. Og skyndilega verður mér ljós skelfi- legur óhugnaður: Tækið er raf- hlöðuknúið. Ég smeygi mér í skó og stekk í hendingskasti út. 1 hurðarlæsingu bílsins situr klakaskán og með of- forsi treð ég lyklinum inn og snar- sný honum. Hann brotnar. En hurð- in er opin. Ég sparka bensíngjöf- inm í botn, róta í kúplingunni og bakka á fleygiferð út á götu. Bíllinn brunar ýlfrandi til baka, í höfði mínu endurómar dýrslegt vein og skelfingin býr um sig. Ég tek beygju á tveimur hjólum og bíllinn rásar til og frá, sundrar hríðinni í slæður sem blakta aftur með hon- um eins og reykjarstrókar frá brennu. Byggingin er myrkvuð, rafallinn hefur brugðist. Bíllinn skilur eftir bremsuför í slabbinu og ég rýk út úr, gef mér ekki tíma til að loka hurðinni. Ýms- ar ógeðfelldar hugmyndir ólmast innra með mér. Og ég hleyp, — hraðar en nokkru sinni. Bílastæðið . . . Gang- stéttin . . . Stiginn . . . Anddyrið . . . Gangar . . . Stigar og aftur stig- ar . , . Þrep eftir þrep upp á við. Hjartað berst um í mér, taktþung högg, sem bylja í brjósti mínu, dæla blóði um æðarnar, berast um hvern krók og kima. Ég finn þrýst- ing á gagnaugun, verki í lungum, — anda, þlæs og mása. Munnurinn hálfopinn til að fanga sem mest loft, augun uppglennt. Ég hugsa ekki lengur, framkvæmi aðeins vélrænt, set fót fram fyrir annan, — knúinn skelfingu. Dyr deildarinnar koma í ljós fyrir endanum á gangi og ég flýg í gegn. Á gólfinu liggur hjúkr- unarkonan á grúfu og blettur af dumbrauðu, nýrunnu blóði á hnakka hennar, er eins og minn versti ótti rættur. Við hlið hennar er kerti og ég tek það upp og sný henni við. Hún er lifandi og með meðvitund. Ég anda stórum léttar og spyr eins og fávís kjáni: — Hvað gerðist? Hún grettir sig af sársauka og hvíslar í eyrað sem ég legg upp að henni til að heyra. — Ég reyndi að róa þau, koma þeim aftur í rúmið, sagði þeim að rafmagnið kæmi rétt strax ásamt hinu ómissandi sjónvarpi, það hlyti að koma. En þau hlustuðu ekki. Ég hagræði henni og stend þunglega upp. Innst í gangmum, gegnum glerið á vaktstofunni, þerst kuldalegur rafbjarmi. Ég rölti þangað og horfi inn. Á þremur stólum, þétt saman, sitja þau, konan, drengurinn og maðurinn, — snúa baki í mig en ég sé ferkantaðan skerm sjónvarpsins lýsa á milli höfða þeirra. Þau eru skjálfandi af áreynslu en róleg, dá- leidd af myndunum á skjánum. Sjónvarpssjúklingarnir. Sindri Freysson I horninu stóð eiginmaðurinn og misþyrmdi Ijóðformi konunnor með kjöthomri og tungu. — Bragl Ólofsson 33

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.