Skólablaðið - 01.11.1987, Síða 35
Draumur
Ég hefði átt
að vita betur.
Ég gekk um götur Reykjavíkur,
sá lítinn dreng
og spurði:
„Veistu hvað dauðinn er?“
Hann horfði á mig opinmynntur
og hristi höfuðið.
Ég gekk um götur Jerúsalem
sá litla stelpu
og spurði:
„Veistu hvað dauðinn er?“
Hún horfði á mig með fjarlægri sorg
og sagði:
„Maðtmnn sem drap afa og ömmu
í Þýskalandi.“
Ég gekk um götur Beirút
sá lítinn dreng
og spurði:
„Veistu hvað dauðinn er?“
Hann horfði á mig társtokknum augum
og sagði:
„Hermaðurinn sem drap pabba og mömmu
í rústunum.“
Ég gekk um götur Addis Ababa
sá litla telpu
og spurði:
„Veistu hvað dauðinn er?“
Hún horfði á mig brostnum augum
og sagði:
„Ég er hann!“
Ég gekk um breiðstræti helvítis
sá lítinn ára
og spurði:
„Veistu hvað dauðinn er?“
Hann horfði á mig logandi augum
og sagði:
„Þriðju dyr til vinstri."
Ég gekk þangað inn
sá litlu telpuna frá Addis Ababa
spila kotru við sér eldri mann.
ósæmilegt?
Ég spurði:
„Veistu hvað dauðinn er?“
Hún svaraði bara:
„Ég vinn þig.“ H.L.
í morgtm sat ég inni í draumaherberginu.
Þar er allt hulið grárri þoku,
eins og slikja hangi yfir öllu.
Þar líður tíminn ekki.
þar er ekkert rúm.
Ég heyrði dapurlegt lag,
tónar sem dönsuðu i sagganum
á veggjimmn,
gluggunum.
Droparxúr blönduðust tárum mínum.
Trúir þú því?
þar er ég allt
eða
ekkert
til skiptis.
þess á milli er ég
allt
og
ekkert.
Trúir þú því enn?
Um kvöld.
Ég horfði á sólina:
hún settist.
Ég stóð upp
og gekk í burtu
með glýju í augum
og blóð á hnakkanum,
því nóttin var svört
og framtíðin
rann saman við hana,
blindaði mig,
myrkvaði allt,
sem ekki var fast
eða hafði ásynd kvalar —
Samtal við dauðann
.... brosti aðeins.
Síðan sagði hann: „Hvernig líður þér?" „Er það svona að vera dauður?" „Já, nákvæmlega svona."
„Skrýtið." „Nú, vissirðu það ekki?" „Nei, ég hef aldrei verið dauður fyrr." „Jæja, nú veistu hvernig
það er. Hvernig líður þér?" spurði hann aftur. „Undarlega, mér finnst ekkert hafa breyst." „Já,
þannig er það alltaf." „Er það virkilega svona, ég mema . . . ekkert meira?"
,Æi, þegiðu!"
35