Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1987, Síða 37

Skólablaðið - 01.11.1987, Síða 37
Eldfuglinn Ég fór víða um heim til að leita að því, sem ég hélt að væri hamingja. í París fann ég ekki þig. í Brtissel fann ég ekki foreldra mína. Hvað átti ég að gera? Ég sat á kaffihúsi í Lúxembúrg og hugleiddi hvort ég mundi finna hamingjuna þar. Ég átti eitt smn heima þar og bjóst fastlega við að dvöl mín mundi sefa heimþrá mína og veita mér örlítinn hamingjublæ. En . . . ég hafði gengið um göturnar í leit að stöðum sem ég þekkti, skoðaði kunnugleg- ar byggingar, sá fólkið sem einu sinni var mér svo kært, en jafnvel gamli maðunnn sem seldi blöðr- urnar á horm Avenue de la Gare og Liberté, rétt við járnbrautarstöðina gat ekki aflétt treganum. Ég mundi of vel eftir þessu öllu. Loks skildi ég á öðrum kaffibolla, að ég var í raun að leita að æsku minm, öruggri og vmgjarn- legri. Þegar mér varð þetta ljóst gekk ég út á torg- íð. Gjáin í stéttinni var hyldýpi glötunar. Ég keypti kerti af götusala og kveikti á því við barmmn, bað almættið þess að ég yrði eldfugl. Fólkið í kring leit undrandi á mig, síðan hvert á annað og hristi höf- uðið. Með kertinu kveikti ég í vmdlingi röngum megin við dögun og beið. Síðan steypti ég mér mður, sá þig í svipsýn standa við barminn en gat ekki snúið aftur. Á miðri leið breyttist ég og flaug upp alskapaður eldfugl. Ég spjó blóði yfir næturhimminn; dögun í nánd. Ég dó um leið og sólin hafði risið úr sætinu sínu myrka, döggin þiðnað og mistrinu létt úr laut- um og lægðum, titraði út í ekkert, gufaði upp . . . hamingjusamur? Á torginu stendur núna marmara- eldfugl með blóðrákir, mmmsvarði um síðustu dög- un æsku mmnar.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.