Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.11.1987, Qupperneq 40

Skólablaðið - 01.11.1987, Qupperneq 40
AF JOJK- SLÓÐLM Spjallað vid Rauni Magga Lukkarí um samískar bókmenntir Ei ekki stutt síðan samískai bók- menntir urðu til? Jú, í rauninni. Þaö hefur komið meira út á samísku síðustu tíu árin heldur en alveg frá upphafi og ffam til 1975. Svo að þótt fyrsta bók- in á samísku hafi komið út á önd- verðri 17. öld, má segja að bók- menntirnar sem slíkar hafi ekki komið til sögunnar fyrr en á þessari öld. Samar hafa bara ekki mátt vera að því að sinna bókmenntum fyrr en núna — þeir hafa verið of upp- teknir við að berjast fyrir réttindum sínum og sjálfstæði á öðrum svið- um. — Persónulega finnst mér að þessi barátta hafi að sumu leyti bitnað á konunum. Menn reyndu náttúrulega að finna samísk sér- kenni, eitthvað sem aðskildi þá frá finnskri og sænskri og norskri menningu. Og fyrir bragðið var allt gamalt hafið til skýjanna. En meðan karlarnir gátu þrátt fyrir það keypt sér vélsleða og snjóbíla, urðu kon- urnar að sitja heima og sauma á ná- kvæmlega sama hátt og í gamla daga. En hafið þið ekki einhverja óbók- festa sagnahefð að leita í, svipað og Finnar hafa Kalevala? Jú, eitthvað er nú um slíkt, bæði í óbundnu og bundnu máli, en það er ekki eins vel varðveitt og rann- sakað og það ætti að vera. — En vel á minnst, er ekki Kalevala ein- mitt að hluta fenginn frá samískum kvæðaþulum? Það eru til heimildir um að þegar vantaði efni í bálkinn, hafi verið hóað í mann frá Sama- landi, — Annars er til alveg sér- samískt fyrirbæri, jojkið. Sumir fræðimenn telja það elstu alþýðu- tónlist í Evrópu. Oftast eru vísur eða ljóð sett við það, en þó þarf ekki svo að vera. Hér áður fyrr hafði jojkið m. a. trúarlegan tilgang. Kon- urnar í ættbálknum jojkuðu og þá átti töframaðurinn að svífa, o. s. frv. Þess vegna reyndu kristnir trúboð- að að útrýma jojkinu og ofsóttu þá, sem dirfðust að jojka, — en sem betur fer hefur það lifað af fram á þennan dag. Nú til dags eru jojkar- arnir að vísu orðnir hálfgerðir þjóð- lagasöngvarar á evrópska vísu, ferðast um með gítarinn sinn, á meðan hinni upphaflegu, hefð- bundnu list hnignar sífellt. En hvaða áhrif hefur þessi hefð á nútímabókmenntirnar? Eru þær ekki þara hluti af samevrópskri bókmenn tahefð ? Alls ekki, það er ýmislegt sem sér- kennir þær og aðgreinir frá bók- menntum annarra þjóða. Samar eru t. d. ekki vanir að segja neitt bein- um orðum eða hreint út. Þeir tala í kringum hlutina, eins og Kínverjar. Forsendurnar eru bara yfirhöfuð aðrar. Við höfum hreinreksturinn og náttúruna, og hirðingjahugsun- arhátturinn lifir enn góðu lífi. Þjóð- trúin, þjóðsögurnar og goðsagnirn- ar eru líka allt öðruvísi en hjá öðr- um Evrópubúum. Svo að þrátt fyrir öll utanaðkomandi áhrif eru sam- ískar nútímabókmenntir mjög sér- stæðar. Nú skulum við tala ögn um sjálfa þig. Hvernig viltu lýsa þér sem skáldi? Ég er raunsæ, í það minnsta miðað við þann anda sem nú ríkir í sam- ískum bókmenntum. Að því leyti er ég kannski svolítið sérstæð. Ég er líka á vissan hátt kvenréttindakona og yrki um raunverulegt, daglegt líf samískra kvenna. Þar er ég máski brautryðjandi. Aðrir hafa yf- irleitt gleypt í heilu lagi hina hefð- bundnu, samísku hugmynd um Um leið og ég heyri minnst ó menningu, dreg ég upp skammbyssuna míno. — Hermonn Göring 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.