Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.11.1987, Side 44

Skólablaðið - 01.11.1987, Side 44
„SUMIR SEM FARIÐ HAFAI GEGNUM M.R. HAFA ALDREI BEÐIÐ ÞESS BÆTUR" — Bragi Ólafsson, skáld og Sykurmoli, tekinn tali — Bragi, nú ert þú einkum þekktur fyrir tvennt: annars vegar að vera skáld og hins vegar að vera Sykur- moli. — En fyrir hvað þekkir þú sjálfur þig? Ja, ég er nú ekki alveg viss um það. Sykurmoli segirðu, og skáld. — Ég var eiginlega alveg hættur að spila á tímabili, en svo dróst ég inn í þetta aftur, og núna tekur þetta tíma frá skriftunum. Ég á erfitt með að líta á mig sem skáld þótt ég hafi gefið út bók. Og ég lít alls ekki á mig sem tónlistarmann, heldur frekar sem meðlim í hljómsveit. Tónlistarmenn lifa og hrærast í tón- list — en þannig er það ekki hjá mér. En ef þú vilt endilega negla mig niður . . . tja, ætli ég sé þá ekki bara skáld . . . Hvenær byrjaðirðu að skrifa og spila? Ég byrjaði svo til samtímis á hvoru tveggja. Pá var ég 14 ára, í 2. bekk í Hagaskóla. Ég byrjaði sem sagt á undan pönkbylgjunni, sem ég síðan dróst inn í með Einari Erni. Það hefur líklega verið 1981. Pönkið byrjaði mjög seint á íslandi. Eiginlega var það Emar sem kom þessari bylgju af stað. T. d. flutti hann inn plötur og kynnti pönktón- list fyrir Ása í Gramminu, sem þá vann í Fálkanum. — En við Einar stofnuðum Purrk Pillnikk. Það var ansi gaman. Ætli hápunkturinn hafi ekki verið hljómleikaferðalagið með The Fall. — Nei annars, há- punkturinn var Melarokkið '82. Við hættum svo eftir það. Síðan spilaði ég með Tolla í íkarusi áður en Syk- urmolarnir komu til sögunnar. — Áður en ég byrjaði í Purrkinum spilaði ég svolítið á kassagítar í tríói með Friðriki gítarleikara úr Purrk- inum. En skriftimar? Þú byijaðir strax í Hagaskóla? Já, en það var nú bara drasl sem ég vildi helst gleyma. Síðan hætti ég eiginlega alveg að skrifa í mörg ár. Ég samdi að vísu nokkra texta fyrir Purrkinn, en það telst varla með, eða hvað? — Síðan um tvítugt byrj- aði ég skyndilega að lesa bók- menntir, og fór að skrifa upp úr því. Ég las fyrst bækur sem vinir og kunningjar bentu mér á. Um þetta leyti vann ég á bögglapóststofu, þar sem nægur tími var til sam- ræðna og ágætur andi. Það má kannski segja að þarna hafi mynd- ast málfélag, m. a. um bókmenntir. — Svo að ég hef lesið ansi mikið á stuttum tíma. Hvað lestu aðallega? Ætli það sé ekki mest ljóð og um ljóð, íslensk og erlend nokkurn veginn til jafns. Annars finnst mér fátt verulega spennandi í íslénskri ljóðagerð. Dagur Sigurðarson er kannski helsti áhrifavaldurinn á mig. Honum kynntist ég fyrst 15 ára og var mikill aðdáandi hans upp frá því. Síðan kynntist ég Medúsu eða leifunum af henni þegar ég var að setja saman Dragsúg. Þetta er ansi merkilegur hópur, og það er dálítið sorglegt að hann hef- ur verið mjög afskiptur, ef Sjón er undanskilinn. T. d. hefur Medúsa verið skilin næstum algerlega út undan í safnritum eins og söfnunum hans Eysteins. — Það stendur til hjá Smekkleysu að gefa út samsafn af ljóðum eftir vanrækt skáld. Raunar ætlum við að reyna að auka útgáfu- starfsemina hjá okkur, — hingað til höfum við bara gefið út eftir mig og Þór. Er eitthvað fleira á döfinni hjá Smekkleysu? Já, það stendur t. d. til að setja upp eins konar bókmennta- og plötu- miðstöð, „workshop". Við myndum þá opna litla kaffi- og bókastofu, flytja inn áhugaverðar bækur sem annars kæmust aldrei til landsins, „neðanjarðarbókmenntir" frá Bret- landi, Evrópu og Ameríku. — Bók- menntastarfsemin hérna núna er ansi fátækleg. Það eina, sem er í gangi fyrir utan aðalstrauminn, er Teningur. Hann er góð tilraun, en eitt tímarit bara nægir ekki; það þarf meiri breidd í þetta. En auð- vitað er þetta allt saman mjög erfitt, markaðurinn er svo lítill. T. d. getur Teningur ekkert borgað fyrir efni. Hvað með sjálfan þig? Er önnur bók væntanleg? Nei, ekki strax. Ég er með hug- mynd að bók, en það eru kannski tvö ár í að hún verði tilbúin. Það þarf algert næði til að geta klárað svona lagað; í það minnsta dugir ekkert fyrir mig að vinna það í íhlaupum, Dragsúgur varð til á Spáni, þar sem ég hafði frið til að einbeita mér að henni. — Annars vona ég að næsta bók verði meiri heild heldur en Dragsúgur. Hann er eigmlega þrjár heildir plús við- auki. Hann er svolítið sundurleitur, efnið er frá tveimur tímabilum, fyrir og eftir að ég kynntist Medúsu, þótt ég fari lítið eftir því í kaflaskiptingu. 44

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.