Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.11.1987, Qupperneq 46

Skólablaðið - 01.11.1987, Qupperneq 46
ætli ég hafi ekki verið með svona 200 ljóð — en úr þeim valdi ég svo rúmlega 20. Svo ad við snúum okkur aftur að tónlistinni, Bragi, þú byrjaðir í Versló á sínum tíma. Hvemig var að vera þar og um leið í pönksveit? Ég var nú í Versló áður en Purrkur- inn byrjaði, og ég skipti fljótlega yfir í M.H.; Versló var ekki mín deild, Ég held það sé jafnvel verra með M.R., en Versló að því leyti að sumt fólk, sem farið hefur í gegnum M.R. hefur aldrei beðið þess bætur — það getur ekki slitið sig frá hon- um, er hreykið af því að hafa verið í M.R., Jbara af því að það er M.R. Þetta fólk lifir ekki sínu lífi sem manneskjur, heldur sem Emmerr- ingar. — En M.H. hafði sína galla líka, og nóg af þeim. Mér leiddist þar, svona frekar, í sambandi við Sykurmolana, hvað vomð þið að gera á Englandi? Við héldum nokkra tónleika, tókum upp tvö lög á stóru plötuna, og svo voru tekin við okkur viðtöl, aðal- lega Einar og Björku. Þetta tókst ágætlega; við fengum t. d. ágæta dóm í blöðum. Það stóð til að við færum í mánaðarferðalag um Eng- land, en við hættum við það og för- um þess í stað út í desember, í svona vikutíma. Þá spilum við á nokkrum mikilvægari tónleikum. Við viljum viðhalda þessari ís- lensku „mýstík". Ef við gerum Bret- ana of vana okkur kynni hún að hverfa. Þess vegna búum við líka hér heima, a. m. k. fyrst um sinn, Eruð þið súrrealísk rokksveit, eins og þið hafið þóst vera í viðtölum erlendis? í rauninni ekki, þetta er bara merkimiði sem við sáum fram á að við yrðum að taka okkur, vegna þess að Bretarnir myndu hvort sem er flokka okkur undir eitthvað; og súrrealismi er skásta flokkunin sem okkur datt í hug. — Við erum súr- realísk í sumum textunum okkar. Hvað er fram undan hjá ykkur? Það er í sjálfu sér lítið að gera fram að jólum fyrir utan þessa Englands- ferð í desember. Við höldum líka nokkur skemmtikvöld Smekkleysu og spilum eitthvað í skólum. Platan kemur út í desember hérna, janúar eða febrúar erlendis, — En síðan förum við til Bandaríkjanna í apríl í mikið hljómleikaferðalag, kannski til Hawaii í leiðinni. Að lokum: Eru allir Sykurmolar ómissandi? Já. Ég og sumaiið í sumar áttum ég og sumarið hrollvekjandi unaðsstundir. í látbragði sálarinnar talaði ég við það, skynjaði sólarupprásma. Sumarið og ég skildum ekki útlönd en við gátum grátið saman í ómi miðnætursólarinnar. Allt í emu átti ég svo stóran hlut í sumrinu. Sumarið brosti bara, hallaði undir flatt og sagði að það væri allt í lagi. Sumarið fór í gær og emu minnmgarnar eru rósrauðar varir þess. Þegar sumarið kemur aftur ætla ég að taka á móti því og hvlsla: — Hvar hefurðu verið? Jóhann Matthíasson 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.