Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.11.1987, Side 59

Skólablaðið - 01.11.1987, Side 59
„Treystið ekki dada. Dada er allt. Dada efast uzn allt. En hinir raunverulegu dadaistar eru á móti DADA.“ — Tristan Tzara Þótt dadaismi hafi hlotiö nafn sitt í Ziirich, og upphaflega aðeins átt við þröngan hóp, breiddist hann ótrúlega fljótt út eftir stríðið. Hann var alþjóðahreyfing í eðli sínu; meðal helstu dadaista voru Rúmen- arnir Tzara og Janco, Þjóðveriarnn: Ball, Richter og Hulsenbeck, Frakkarnir Duchamp og Picabia, hinn fransk-þýski Hans Arp, Úkra- ínubúinn Slodki og Bandaríkjamað- urmn Man Ray. Á þessu sést að dadaismi hefur verið í takt við tíð- arandann. Hversu mótsagnakennt sem það virðist má einna helst lýsa dadaismanum sem bjartsýnni og mannlegri tómhyggju og kald- hæðni. Og það er kannski þetta hugarfar eða lífsviðhorf dadaist- anna, og ekkert annað, sem gefur okkur rétt til að skipa þeim saman f flokk, A. m. k. höfðu þeir engan sameiginlegan liststíl eða aðferð, heldur skapaði hver eftir eigin höfði, misjafnlega frumlega og und- ir mismiklum áhrifum frá öðrum listhreyfingum, s. s. kúbisma og fút- úrisma. Engu að síður má e. t. v. greina tvær tegundir dadaista. Annars vegar voru þeir sem vildu skapa nýja list, ferska og hreina, er skyldi taka við af þeirri gömlu. Meðal þessara manna voru Hans Arp og Hugo Ball. Arp er þekktur fyrir höggmyndir sínar, viðarlágmyndir og málverk, en þau eru gerð af bogadregnum, emföldum formum, sem oft eru í frábæru jafnvægi. (Foreldrar jafnt sem skólayfirvöld hneyksluðust yfir þessum sefandi og smekklega „sora'1 og „rusli" þeg- ar Arp var fyrir mistök fenginn til að veggskreyta stúlknaskóla í Zúr- ich). Ball fann upp „hljóðljóðið", hið orðlausa ljóð, sem einungis notaði merkingarsnauð hljóð til að ná áhrifum: gadsjí beri bimba glandrídí lála lonní kadóri gadsjama gramma berída bim- bala glandrí galassassa lálítaló- míní gadsjí beri bín blassa glassala lála lonní kadórsí sassala bin Gadsjama túffun í tsimtsalla binban glígía vóvólímæ bín beri ban. Kurt Schwittera: Geislandi heimur: Merz 31B, 1920. 59

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.