Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.11.1987, Page 60

Skólablaðið - 01.11.1987, Page 60
Fyrir Ball var þetta enginn leikur, heldur rammasta alvara. Sama gilti um Hanoverbúann Kurt Schwitters, annað „hljóðskáld", en hann gerði einnig stórmerkar klippimyndir (collage). Ólíkt flestum öðrum dadaistum leit Schwitters á klippi- myndina sem fullgilt listform frem- ur en mótmælatæki gegn hefðinni. Hin tegund dadaista einbeitti sér að því að rífa niður hefðir og hæð- ast að þeim. Meðal þessara manna voru Tristan Tzara og Francis Pica- bia. þeir litu ekki á sig sem lista- menn; eins og Picabia sagði: „Hin sönnu listaverk nútímans eru ekki eftir listamenn, heldur menn'1. Frumverkefnið var því ekki að skapa eitthvað djúpstætt eða upp- ljómandi, heldur miklu fremur að eyðileggja blekkingaheim og fals- hugmyndir listamannsins. Tzara samdi og flutti ljóð, fann m. a. upp „jafnhliðaljóðið", þar sem mismun- andi textar á mörgum málum eru lesnir upp allir í senn; en einnig skrifaði hann feiknin öll af stefnu- skrám þar sem hann kvað dadaista vera andvíga öllu, ekki síst stefnu- skrám og dadaisma. Picabia var hms vegar mjög hæfileikaríkur myndlistarmaður, sem engan stíl hafði nema háðið og uppreisnar- hneigðina. Þrátt fyrir þennan ann- marka tókst honum að skapa nokk- ur varanleg og minnisverð listaverk — þá væntanlega sem maður frem- ur en listamaður eða „and-listamað- ur". Dadaismi dó þegar fólk hætti að hneykslast á honum. Hann náði hápunkti í mars 1920, þegar París- arbúar köstuðu eggjum og nauta- kjöti í ósvífna dadaista; eftir það fór honum sífellt hnignandi, uns hann leystist upp í mnbyrðis deilum þar sem helstu andstæðingarnir voru Tzara og André Breton, en hinn síðarnefndi stofnaði seinna súrreal- ismann. III. Max Emst, Fíllinn Celebea 1921. Olia á striga, 124 x 107 cm. Emst var Kölnarbúi, mennt- aðnr heimspeldngur, sjálilærður listamaður. Hann var góður vinur Bretons, og gerðist síðar súrrealisti. Þessi mynd er enda örUtið súrrealisk i anda, kannsld fyrir áhrif frá de Chiríco. Tilraunir dadaistanna með „háv- aðalist", jafnhliðaljóð, klippimyndir 60 ég hefði betur orðið hvítur blettur I lokinu en svartur blettur ó þjóðfélaginu. — Pétur Magnússon.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.