SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Blaðsíða 11

SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Blaðsíða 11
27. febrúar 2011 11 A uðfundið er á glaðværu andrúmsloftinu að það getur verið líf í tuskunum í kjallara Borgarleikhússins þar sem Íslenski dans- flokkurinn hefur hreiðrað um sig. Þegar blaðamann ber að garði sitja dansararnir í hnapp í hrókasamræðum og glatt er á hjalla. Steve Lorenz gefur sér þó tíma til að tylla sér afsíðis með blaðamanni. „Það verða tíu sýningar á ellefu dögum,“ segir Steve, sem fer með hlutverk í Grossstadtsafari, einu þriggja verka í sýningunni Sinnum þrír, sem frumsýnt verður um aðra helgi. „Ástæðan fyrir þessari þéttu dagskrá er að danssýningarnar bætast við sýningar á Ofviðrinu, þar sem dansflokkurinn leikur stóra rullu og er á sviðinu all- an tímann.“ – Hvernig var að dansa undir leikstjórn Oskaras Ko- ursinovas í verki Shakespeares? „Venjulega dönsum við í söngleikjum og það er mjög frábrugðið þessu. Þá beinist kastljósið sjálfkrafa meira að okkur. Hann notaði dansinn á fallegan máta, þar sem við féllum meira inn í sviðsmyndina, og þetta var þyngra verk en við eigum að venjast í leikhúsi. Og æfingarnar voru ekki alltaf auðveldar vegna þess að þær fóru fram á ólíkum tungumálum, Koursinovas talaði rússnesku, var þýddur á íslensku og síðan aftur á ensku!“ 80% fá ekki vinnu Óhætt er að fullyrða að þetta er óvenjulegur vinnu- staður. Fámennur og þéttur hópur vinnur náið saman að sýningum Íslenska dansflokksins, þar sem líkaminn er hljóðfærið sem hugurinn spilar á. Í ágúst verða liðin átta ár frá því Steve steig fyrst á svið með dansflokknum. „Tildrögin eru þau að Íslenski dansflokkurinn var að leita að dansara og hélt um það leyti sýningu í Hollandi þar sem ég var við nám. Þá settu allir nemendur skólans upp sýningu og Katrín Hall, listrænn stjórnandi Íd, valdi mig, spurði hvort ég hefði áhuga á þriggja mánaða verk- efni á Íslandi. Ég sló til og eftir þrjá mánuði gekk einn dansari úr skaftinu, sem varð til þess að ég stökk inn og lengdi dvölina í sex mánuði. Eftir það fór ég aftur til Hol- lands til að ljúka náminu en spurði hvort ég gæti komið eftir það í ár. Katrín sagði: „Ég skal skoða það.“ Og tveim vikum síðar kom ég aftur til Íslands.“ Óhætt er að segja að samkeppnin sé mikil í dansheim- inum. „Dansskólarnir eru margir og aragrúi af döns- urum útskrifast á hverju ári, 80% fá ekki vinnu strax af því að samkeppnin er svo mikil og lítið um stöður hjá dansflokkum,“ segir Steve. „Flestir vilja vera í heima- landi sínu, ég er til dæmis frá Þýskalandi og fyrsta mála- miðlunin sem ég gerði var að fara í skóla til Hollands og svo fór ég til Íslands að vinna.“ Hann segir Íslenska dansflokkinn mjög sterkan á al- þjóðlegan mælikvarða. „En um leið er hann vanmetinn af mörgum. Því miður er Ísland svolítið einangrað, því aðrir dansflokkar búa flestir við þann munað að geta ferðast auðveldlega á milli landa. Þegar við ferðumst með sýningar út bregst fólk yfirleitt þannig við að það er al- veg gáttað á því að það hafi aldrei heyrt um okkur fyrr: „Af hverju sýnið þið ekki meira í Evrópu?“ En ástæðan er fyrst og fremst sú að flugið er mjög dýrt. En ég er mjög heppinn að hafa komist að hér, dans- flokkurinn er mátulega stór, það hafa allir nóg að gera, fá krefjandi verkefni og góð hlutverk. Og manni hefur farið mikið fram á skömmum tíma, því við fáum marga dans- höfunda sem maður hefði aldrei komist í tæri við í Evr- ópu, af því að það hefði verið svo dýrt. En þeim finnst spennandi að koma til Íslands. Svo hefði ég áreiðanlega Orka og flæði í dansinum Dansarinn Steve Lorenz fer með hlutverk í frumsýningu Ís- lenska dansflokksins á Sinnum þrír um næstu helgi. Á æfinga- tímanum varð hann fyrir slysi og var fluttur á spítala í lífs- hættu. En hann jafnaði sig fljótt og mætti fyrr en varði í leikhúsið með kærustu sinni þar sem þau tilkynntu félögum sínum og vinum að hún væri ólétt. Texti: Pétur Blöndal pebl@mbl.is Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Steve Lorenz er aftur kominn á fullt með Íslenska dans- flokknum og tekur þátt í frum- sýningunni um næstu helgi.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.