SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Blaðsíða 43
27. febrúar 2011 43
Dagný Kristjánsdóttir getur um brautryðj-
andann Torfhildi Þorsteinsdóttur Hólm.
Torfhildur fæddist á Kálfafellsstað 2.
febrúar 1845 og ólst þar upp. Faðir henn-
ar var Þorsteinn Einarsson prestur, en
móðir hennar Guðríður Torfadóttir.
Torfhildur fór til Reykjavíkur 17 ára
gömul til náms á heimili Guðnýju Helga-
sen, systur Helga Helgasen, barna-
skólastjóra og síðar á heimili Jóns háyfir-
dómara Péturssonar. Hún lærði líka
hannyrðir og teikningu, meðal annars hjá
Sigurði málara Guðmundssyni.
Eftir fjögurra ára dvöl í Reykjavík hélt
hún til Kaupmannahafnar og var þar eitt
ár að nema tungumál og hannyrðir, sneri
svo heim og tók að sér einkakennslu hjá
Jósep Skaptasyni lækni á Hnausum í
Húnavatnssýslu.
Árið 1872 fluttist hún með Ragnhildi
systur sinni og Eggerti Ólafssyni Briem
manni hennar til Skagastrandar. Þar gift-
ist hún Jakobi Hólm kaupmanni 1874,
en hann lést réttu ári eftir giftinguna.
1878 fluttist Torfhildur til Bandaríkj-
anna með vinkonu sinni, Rannveigu
Ólafsdóttur Briem, og manni hennar Sig-
tryggi Jónssyni og settist að í Winnipeg.
Þar skrifaði hún fyrstu smásögurnar og
síðan skáldverkið Brynjólfur Sveinsson
biskup. Upp frá því hafði Torfhildur ekki
aðra atvinnu en ritstörf og því hefur verið
haldið fram að hún hafi verið fyrsti Íslend-
ingurinn sem hafði ritstörf að aðalatvinnu
og lifði af þeim. Í kvennablaðinu Fram-
sókn kemur fram að Torfhildur hafi einnig
stundað listnám vestan hafs, talsvert
málað og hlotið verðlaun fyrir máluð blóm
á sýningu.
Torfhildur fluttist
hingað til lands sum-
arið 1889 og stofn-
setti tímarit, bók-
menntatímaritið
Draupni á árunum
1891 til 1908 og tíma-
ritið Dvöl á árunum
1901 til 1917, skrifaði
sögur og tvær skáld-
sögur til. Hún fékk styrk „til ritstarfa“ frá
Alþingi 1891, sú fyrsta sem fékk slíkan
rithöfundastyrk, sem varð umdeilt, enda
þótti sumum hún ekki standast sam-
jöfnuð við þau skáld sem hæst bar. Í
Bjarka, blaði Þorsteins Gíslasonar, ber
Sigurður Sigurðsson í Kaupmannahöfn
saman bók Torfhildar um Brynjólf Sveins-
son og ljóðaflokk Þorsteins Erlingssonar
um sama efni með þessum orðum:
„Skáldið yrkir, vinnukonan skrifar.“ Deil-
urnar urðu til þess að styrkurinn var
lækkaður úr 500 krónum í 200.
Ekki voru allir sama sinnis og Sigurður
og þannig skrifaði Matthías Jochumsson
1889 svo um Torfhildi í blaðið Lýð sem
hann ritstýrði:
„Óskandi væri að alþýða vor vildi kepp-
ast við að sýna þessari gáfuðu konu, og
fyrsta íslenzka rithöfundi hennar kyns,
allan sóma og velvild – meðan hún lifir.
Margir menn og konur fá fulla viðurkenn-
ing, en heldur seint.“
Torfhildur lést í spænsku veikinni í nóv-
ember 1918, 73 ára gömul. Bækur henn-
ar eru Brynjólfur Sveinsson biskup, Eld-
ing, Jón biskup Vídalín og Jón biskup
Arason, en einnig liggur eftir hana nokk-
uð af smásögum.
Brautryðjandinn Torfhildur
Þorsteinsdóttir Hólm
Torfhildur Holm
hennar að þegar hún fór í nám til Rúss-
lands á sjöunda áratugnum voru örfáar
skáldkonur áberandi hér á landi. Þegar
hún sneri svo til baka rúmum áratug
síðar er myndin gjörbreytt vegna þess
að þá voru margar ungar skáldkonur
komnar fram á sjónarsviðið, Rauð-
sokkahreyfingin hafði umtalsverð áhrif
hér sem annars staðar,“ segir Dagný. Í
því sambandi megi ekki gleyma baráttu
Helgu Kress fyrir því að brjóta niður
karllæga háborgarbyggingu íslenskrar
menningar með greinaskrifum og
kennslu. Jafnréttissinnaðir karlar hafi
líka brett upp ermarnar.
Allir lesa karlana
Ekki liggja fyrir tölur um kynjaskipt-
ingu í bókaútgáfu hér á landi, en tölur
frá Bretlandi og Bandaríkjunum benda
til þess að þar komi út nokkuð fleiri
skáldverk kvenna en karla þótt þess sjái
ekki stað í verðlaunaveitingum og við-
urkenningum. Dagný segist halda að
hlutfallið sé annað hér á landi, þ.e.
hvað varðar útgefin skáldverk, en for-
vitnilegt væri að skoða þær tölur meðal
annars með það í huga hvort karlar séu
líklegri til að senda skáldverk til útgef-
anda, útgefendur líklegri til að gefa út
bækur eftir karla en konur, gagnrýn-
endur líklegri til að fjalla um bækur
karla og svo mætti telja.
„Það hefur hins vegar verið vís-
indalega sannað að ef hlutfall kvenna
fer yfir 20-25% prósent í bókmennta-
sögu telja menn það hræðilega fem-
íníska slagsíðu,“ segir hún og hlær,
„þar liggja sársaukamörkin í jafnrétt-
inu.“ Hún leggur áherslu á að ekki sé
gott að treysta á tölfræði nema rýnt sé
rækilega í hana, en það þó ljóst að kon-
ur séu meirihluti lesenda hér á landi
sem og víða erlendis. „Karlar lesa helst
bækur eftir karla, en konur lesa bækur
eftir bæði konur og karla. Það má því
segja að allir lesi karlana en bara kon-
urnar konur. Ef þetta heldur áfram er
langt í land með að konur sem eru rit-
höfundar nái þeirri áheyrn og þeirri
virðingu sem þær hafa barist svo hart
fyrir.“
Enginn kynbundinn munur
„Það var mikið rætt um það í hópi
kvennabókmennafræðinga fyrir þrjátíu
árum eða svo hvort hægt væri að búa til
sérstaka kvennabókmenntafræði til að
kanna kvennamenningu og kvennafag-
urfræði, en aðferðafræðilega séð er eng-
inn kynbundinn munur á bókum karla
og kvenna og ekki einu sinni munur á
hvaða efni menn velja sér, það er helst
að sjá mun í sjónarhorni og reynslu
höfundar. Heimspekingurinn Stanley
Cavell hefur sagt að rithöfundurinn sem
leggur texta sinn fyrir þig segi þar með:
Þetta er það sem ég sé. Getur þú séð
það líka? Í þessu felst mikið traust til
lesandans og vilji til að ná til hans og
það er ekki gott ef menn láta fordóma
stoppa sig í því að hlusta á hitt kynið.“
Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna
verða kynntar á Borgarbókasafninu við
Tryggvagötu á morgun kl. 16:00. Að
þessu sinni verða í fyrsta sinn til-
nefndar þrjár bækur í hverjum flokki,
flokki fagurbókmennta, fræðibóka og
barna- og unglingabóka, níu bækur alls.
’
Menn vildu ekki kerf-
isbreytingu sem þeir
gátu ekki séð annað
en myndi fara illa, heim-
urinn myndi farast og
óreiðan ríkja. Svona ofboð
má sjá þegar rætt var um
kvenréttindamál.
Dagný Kristjánsdóttir: „Það hefur hins vegar verið vísindalega sannað að ef hlutfall kvenna fer yfir 20-25% prósent í bókmenntasögu telja menn það hræðilega femíníska slagsíðu,"
Morgunblaðið/Ernir