SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Blaðsíða 38
38 27. febrúar 2011
B
ragi Ásgeirsson hefur um áratugaskeið verið í hópi
fremstu myndlistarmanna þessarar þjóðar, auk þess sem
hann kenndi lengi við Myndlista- og handíðaskólann og
skrifaði gagnrýni í Morgunblaðið.
Báðar myndirnar úr myndasafninu að þessu sinni eru teknar í
upphafi sýningar Braga í Norræna húsinu árið 1977 en á þeim má sjá
listamanninn ásamt börnum sínum. Á fyrri myndinni er Fjölnir
Geir en á þeirri síðari eru Ásgeir Reinar og Kolbrá Þyri. Tvö þeirra
hafa á fullorðinsárum fengist við myndlist, þótt með ólíkum hætti
sé. Kolbrá Þyri er menntaður myndlistarmaður og hefur haldið
sýningar en Fjölnir Geir er einn eftirsóttasti húðflúrlistamaður
landsins.
„Sýningin var hápunktur framkvæmda minna á þeim áratug, hin
þriðja í Norræna húsinu,“ segir Bragi og bætir við að líkast til hafi
Björn Th. Björnsson lýst þessu tímabili fundinna hluta, „Objets
trouvé“ og „Arte pauvre“, best tveim áratugum seinna:
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Myndasafnið 1977
Uppreisn gegn
ráðandi hefð
Bragi Ásgeirsson ásamt börnum sínum í Norræna húsinu 1977. Í bakgrunni er verkið Gulag-Solzhenitsin.
L
eikstjórinn og handritshöfundurinn Paul
Haggis er fyrirferðarmikill í Hollywood.
Hann skrifaði handritið að mynd Clints
Eastwoods, Million Dollar Baby, sem fékk
Óskarsverðlaun fyrir bestu myndina 2004, og
skrifaði handrit og leikstýrði myndinni Crash, sem
fékk Óskarsverðlaun sem besta mynd árið eftir.
Enginn handritshöfundur hefur afrekað það áður í
sögu verðlaunanna. Haggis er hins vegar ekki í
fréttum þessa dagana fyrir störf sín í kvikmyndum
heldur vegna úrsagnar sinnar úr Vísindakirkjunni
eftir að hafa tilheyrt henni í næstum 35 ár.
Haggis er ekki jafn þekktur og frægustu félagar
Vísindakirkjunnar, leikararnir tom Cruise og John
Travolta, nógu þekktur til að ágreiningurinn veki
athygli, sem yfirmönnum Vísindakirkjunnar er
ekki að skapi.
Upphaf þess að Haggis snerist má rekja til þess
að fulltrúi Vísindakirkjunnar lýsti yfir stuðningi
við tillögu, sem borin var undir atkvæði í kosn-
ingum í Kaliforníu um að banna hjónabönd sam-
kynhneigðra. Haggis á tvær samynhneigðar dætur.
Honum blöskraði yfirlýsingin og krafðist þess að
Vísindakirkjan drægi hana til baka. Þegar Haggis
varð ekki ágengt skrifaði hann bréf þar sem hann
sagði sig úr Vísindakirkjunni. Þá hafði hann kynnt
sér gagnrýni á kirkjuna þar sem meðal annars kom
fram að háttsettir meðlimir í henni hefðu beitt aðra
meðlimi ofbeldi. Haggis skrifar að hann hafi verið
„gáttaður og fyllst hryllingi“ og bætir við: „Ef að-
eins brot af þessum ásökunum stenst erum við að
tala um alvarleg og óverjandi mannréttindabrot.“
Haggis kvaðst líka hafa staðið talsmann Vísinda-
kirkjunnar, Tommy Davis, son leikkon-
unnar Anne Archer, að lygum. Davis var
spurður í viðtali hvort rétt væri að félagar í Vís-
indakirkjunni væru þvingaðir til að hætta sam-
skiptum við ættingja og vini, sem gagnrýna
trúarbrögðin og þetta væri kallað að „aftengja“.
Davis svarar því að ekkert slíkt sé til staðar í
kirkjunni. Haggis segir í bréfinu að þetta sé lygi
og hann viti það vegna þess að konan hans hafi
verið neydd til að hætta samskiptum við foreldra
sína. „Þegar ég sá þig ljúga svona blákalt er ég
hræddur um að ég hafi þurft að spyrja sjálfan mig
um hvað annað þú hafir líka logið,“ skrifar Hagg-
is.
Þetta mál var ekki auðvelt fyrir Vísindakirkjuna
vegna þess að Haggis er úr hópi þeirra frammá-
manna, sem hún hefur hampað. Hann hafði meira
að segja varið kirkjuna opinberlega þegar sótt var
að henni. Tengsl Haggis við kirkjuna höfðu
reyndar einnig hjálpað honum að komast áfram í
Hollywood.
Blaðamaðurinn Lawrence Wright rekur sögu
Haggis í grein, sem birtist í tímaritinu The New
Yorker fyrr í þessum mánuði. Þar rekur hann
jafnframt sögu Vísindakirkjunnar frá því að L.
Ron Hubbard stofnaði hana.
Sögurnar eru margar og talsmenn Vísinda-
kirkjunnar neita þeim öllum staðfastlega. Dæm-
in um að kirkjan hafi sundrað fjölskyldum virð-
ast vera mýmörg. Þá rekur hann sögur af
börnum, sem kirkjan hefur tekið að sér tíu til tólf
ára gömul með samþykki foreldranna og látið
vinna erfiðisvinnu án þess að fá neina menntun eða
Vísindakirkjan vill hafa frægt fólk í fremstu
röð á sínum snærum og hefur leitað til
Hollywood. Nú hefur einn af hinum frægu
snúist gegn henni.
Karl Blöndal kbl@mbl.is
’
Þegar ég sá þig ljúga svona blákalt er
ég hræddur um að ég hafi þurft að
spyrja sjálfan mig um hvað annað þú
hafir líka logið.“
Vegur að
Vísinda-
kirkju
Frægð og furður
Reuters
Tom Cruise hefur
verið ötull tals-
maður Vísindakirkj-
unnar. Hann neitar
því að hafa notið
góðs af illa launuðu
vinnuafli á vegum
kirkjunnar.