SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Blaðsíða 39
27. febrúar 2011 39
Þ
að hljómar eins og barnalegur leikur, en að láta eins
og þú hafir engan áhuga er hugsanlega besta leiðin
til að næla í stelpurnar. Nýleg rannsókn sem birtist í
Psychological Science bendir til þess að það að láta
hana velkjast í vafa um hvort þú hafir áhuga, sé einmitt það
sem muni laða hana að þér.
Þessi niðurstaða fékkst eftir að 47
kvenkyns háskólanemum við Uni-
versity of Virginia voru sýndar Fa-
cebook-síður fjögurra skáldaðra,
aðlaðandi og vinalegra karlkyns
háskólanema. Þátttakendunum var
sagt að þessir menn hefðu skoðað
Facebook-síðurnar þeirra og 20
annarra kvenkyns háskólanema, og
gefið þeim einkunn byggða á því
hversu líklegt þeir héldu að þeir
myndu kunna vel við stúlkurnar fengju þeir tækifæri til að
kynnast þeim betur.
Í ljós kom að konurnar löðuðust mest að þeim mönnum
sem þeim var sagt að hefðu ekki verið vissir um hvort þeim
líkaði mjög vel við þær eða sem leist bara miðlungs vel á þær.
Þetta virðist dálítið skrýtið, miðað við að fólk laðast venjulega
að fólki sem laðast að því til baka. Óvissan virðist hins vegar
hafa enn sterkara aðdráttarafl. En þegar einhleypt fólk, sér-
staklega konur, er orðið langþreytt á haltu mér/slepptu mér-
leikjum, þá vaknar spurningin: Af hverju?
Margir virðast vera á þeirri skoðun að það sé ögrunin sem
auki áhugann og sannarlega er það oft þannig að það sem er
illfáanlegt virðist meira spennandi. Umbunin verður meiri
því harðar sem við þurfum að leggja að okkur til að eignast
eitthvað. „Verðlaunin“ verða þeim mun eftirsóknarverðari.
Meðal félagsfræðinga eru þó uppi vangaveltur um það hvort
ástæðan fyrir aðlöðuninni er í raun mun einfaldari. Þráin til
að eignast það sem þú a.m.k. heldur að þú getir ekki auðveld-
lega eignast, gæti einfaldlega verið tilkomin vegna þess að þú
hugsar þeim mun meira um viðkomandi.
Eldri rannsóknir benda til þess að óvissa leiði til þess að við
eyðum auknum tíma í að hugsa um ófyrirsjáanlegar eða hugs-
anlegar aðstæður og það er þessi óvissa sem við mistúlkum
sem aðlöðun. Við ályktum sem svo að fyrst að við séum með X
á heilanum hljótum við að vera hrifin af viðkomandi – eða
jafnvel eitthvað meira..
Langi mann að krækja í fegurðardrottningu er ef til vill best að
láta eins og maður sjái hana ekki.
Reuters
Ertu hrifinn af
henni? Haltu
því leyndu
’
Óvissan
virðist
hins veg-
ar hafa enn
sterkara að-
dráttarafl.
Kynlífs-
fræðingurinn
Yvonne Kristín Fulbright
Kaffihús í Covent Garden í London
hóf í vikunni sölu á ís úr brjósta-
mjólk og ruku birgðirnar út. Ísinn
heitir Baby Gaga, er til sölu hjá
Icecreamists og kostar skammt-
urinn 14 pund eða rúmar 2.600
krónur. 15 konur leggja til mjólk-
ina. Matt O’Connor, stofnandi Icec-
remists, kvaðst ekki skilja að fólk
væri viðkvæmt fyrir brjóstamjólk-
urís. „Ef þetta er nógu gott fyrir
börnin okkar er þetta nógu gott fyrir okkur. Sumir fá
kannski hroll, en varan er lífræn og algerlega nátt-
úruleg.“ Engar áætlanir munu vera um að hefja
fjöldaframleiðslu á brjóstamjólkurísnum.
Ís úr brjóstamjólk
Brjóstamjólkur-
ís í martiniglasi.
Fyrst voru Kínverjum settar skorður
í barneignum. Nú er komið að
hundunum. Borgaryfirvöld í
Sjanghaí hafa sett í lög að ekki
megi vera nema einn hundur á
hverju heimili í borginni. Lögin taka
gildi 15. maí. Ástæðan er sú að
hundahald hefur færst mjög í vöxt í
borginni. Talið er að nú séu 800
þúsund hundar í borginni og að-
eins fjórðungur þeirra sé skráður. Stjórnvöld segja að
herða þurfi reglurnar vegna stöðugs ónæðis af
hundgá og óþrifnaði vegna hundaskíts. Ekki er ólík-
legt að aðrar borgir fylgi á eftir. Í lok 2009 var talið að
58 milljónir hunda væru sem gæludýr í 20 stærstu
borgum landsins. Talið er að þeim fjölgi um 30% á ári.
Aðeins einn hund
Vinsæll vinur.
„„Það er fagurt“, skrifaði franska skáldið Isidore Ducasse,
„eins og þegar regnhlíf og saumavél hittast af tilviljun á
uppskurðarborði.“ Þótt myndlíking þessi sýnist æði fjar-
stæðukennd varð hún samt forspá merkilegrar uppreisnar
gegn ráðandi myndhefð. Ungir lisatamenn tóku að safna til-
viljunarkenndum hlutum úr umhverfinu, slíta þá úr upp-
runalegu samhengi sínu og birta í alls óvæntu ljósi og nýrri
afstöðu til alls um kring. Einn þáttur þessa var nefndur
„objets trouvé“, fundnir hlutir, og í listum okkar voru verk
Braga Ásgeirssonar á árunum 1957 [reyndar 1954, leiðréttir
Bragi] og fram á áttunda áratuginn þar merkilegustu dæm-
in. Hann gekk í fjöru, gjarnan í Eiðsvíkinni með börnum
sínum, og bar heim með sér undarlega strandfundna hluti,
plastendur, tappa, fuglslöpp, rennilás, dúkkuhaus eða ann-
að smáfólk fjörunnar. Þessa hluti nýtti hann í myndverk sín
og náði fram áþreifanleika, óvæntum hugmyndatengslum
og ljóðrænum jafnvel draumkenndum blæ í þessum hlut-
festingum. „Madame sans géne“, Frúin ófeimna, frá árinu
1974, er glæsilegt lokastig þessa ferils. Gyllt þang og svart-
gljáðir hrafnsvængir í hár, tvær agnarsmáar brúður í plast-
hylki á brjósti, rauður munnur og ríkulegt snertigildi í opn-
um kjólnum vinnur allt að því að skapa leyndardómsfulla
tign þessarar ókunnu og „ófeimnu“ konu.“
Þegar Bragi rifjar þessar vangaveltur Björns upp í dag
þykir honum þetta vel orðað og aktúelt á tímum er „fræð-
ingar reyna að fela minn þátt í þróun núlista á landinu“.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
’
... eins og þegar
regnhlíf og
saumavél hitt-
ast af tilviljun á upp-
skurðarborði.
Björn Th. Björnsson
undirstöðu til að geta staðið á eigin fótum reyni
þau að losna frá kirkjunni. Þess utan fá þau reikn-
ing frá kirkjunni fyrir námskeið og ráðgjöf reyni
þau að fara og getur upphæðin numið meira en 100
þúsund dollurum. Meðferð Vísindakirkjunnar á
börnum er til rannsóknar hjá bandarísku alrík-
islögreglunni, FBI.
Í greininni segir Wright frá því að Tom Cruise
hafi fengið að njóta góðs af þessu vinnuafli Vís-
indakirkjunnar. Tvö mótorhjól hafi verið hand-
lökkuð fyrir hann og bíl leikarans breytt meðal
annars með því að klæða hann innan með hand-
smíðuðum panel. Vitnað er í John Brousseau, sem
kveðst hafa séð um vinnuna fyrir leikarann: „Ég
fékk borgaða 50 dollara á viku og var sagt að ég
væri að vinna að því að bæta hlutskipti mann-
kyns.“ Brousseau fékk einnig það verkefni að gera
upp flugskýli fyrir Cruise og sýndi höfundi grein-
arinnar myndir máli sínu til staðfestingar.
Bæði Vísindakirkjan og Cruise segja þetta aldrei
hafa átt sér stað, um verktöku hafi verið að ræða.
Sömuleiðis neitar John Travolta sögu, sem rakin
er í greininni um að hann hafi með handayfirlagn-
ingu linað þjáningu manns með svöðusár á fæti.
Ýmis mál hafa komið upp vegna Vísindakirkj-
unnar í áranna rás og kirkjan meðal annars verið
sökuð um morð. Talsmenn kirkjunnar kveðjast
hins vegar vera í herkví og bæta við að engin trúar-
brögð vaxi hraðar á hnattkúlunni um þessar
mundir. Ekki liggja fyrir opinberar tölur hjá Vís-
indakirkjunni, en óformlegt mat talsmanna henn-
ar út frá fjölda fjölda fólks, sem hefur gefið kirkj-
unni fé, er að hún telji átta milljónir manna. Í
tölfræðilegu yfirliti bandarískra stjórnvalda um
trúarbrögð iðkuð í Bandaríkjunum segir að 25 þús-
und Bandaríkjamenn segist í raun tilheyra Vís-
indakirkjunni. Helmingi fleiri líta á sig sem rastaf-
ara.
Paul Haggis var félagi í Vísindakirkjunni í rúm 30 ár og
skilur nú ekkert í hvað hann var grænn.
Reuters
Vísindakirkjan hampar frægum félögum á borð við
leikarann John Travolta.
Reuters