SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Blaðsíða 33
27. febrúar 2011 33
Þ
að er hugvekjandi að lesa viðtal við dansarann Steve Lorenz, sem er aftur
kominn á fullt eftir að hafa lent í slysi á æfingu með Íslenska dansflokknum
fyrir aðeins fáeinum vikum og legið milli heims og helju.
Í því fjölmiðla- og upplýsingasamfélagi sem er einkennandi fyrir heiminn á
21. öldinni, þá fylgist þjóðin grannt með þegar slíkir atburðir gerast, og það er alltaf mikill
léttir þegar allt fer vel að lokum. Það er nánast lygilegt að Steve sé aftur kominn á fullt á
æfingum með dansflokknum og frumsýning sé framundan um næstu helgi.
Og það er athyglisvert að skoða dansheiminn á Íslandi með augum hans, ekki síst þau
orð sem hann lætur falla um drengi og dans.
„Við erum enn að glíma við fordóma, að strákar sem dansa hljóti að vera gay. Það er
leiðinlegt því við erum með námskeið fyrir stráka, förum í skóla og kennum nokkur spor
og þar eru sumir með mikla hæfileika en þora ekki að byrja að æfa því það þykir stelpu-
legt. Og þetta er ekki einu sinni ballett, langt í frá, heldur dans!“
Stundum er eins og þjóðfélagið ætli aldrei að þokast fram á við, sama hversu upplýs-
ingin er mikil og hvað menntun líður. Hvað í ósköpunum er að því að strákar dansi?
Hvaðan koma þessi viðhorf? Kannski er þetta birtingarmynd þess, að strákar eigi erfitt
með að fóta sig innan skólakerfisins, jafnt í bóklegum greinum sem dansi, og það þurfi að
huga betur að umhverfi þeirra.
Þetta gat ekki gerst
Tilveru okkar Norðurlandabúa var snúið á hvolf að kveldi 28. febrúar 1986. Olof Palme,
forsætisráðherra Svía, var skotinn til bana á götu úti í Stokkhólmi. Hann var ekki í fylgd
öryggisvarða. Fram að því hafði fáa órað fyrir því að stjórnmálamaður á Norðurlöndum
gæti mögulega fallið fyrir morðingja hendi. Mikinn óhug setti að fólki. Poul Schlüter, sem
þá var forsætisráðherra Dana, orðaði þetta ágætlega á þingi Norðurlandaráðs nokkrum
dögum síðar. Hann lýsti morðinu sem voðaatburði sem ekki ætti sér hliðstæðu í norrænni
sögu. „Þetta gat ekki gerst, hvorki í Svíþjóð né annars staðar á Norðurlöndum, en það
gerðist samt. Hér er um að ræða ólýsanlegan harmleik.“
Það var kaldhæðni örlaganna að Palme sem allan sinn stjórnmálaferil barðist fyrir jafn-
rétti og friði í heiminum skyldi ljúka lífi sínu með þessum hætti.
Á morgun verður aldarfjórðungur liðinn frá morðinu á Palme og af því tilefni er atburð-
urinn og rannsóknin rifjuð upp í Sunnudagsmogganum í dag. Sem kunnugt er hefur eng-
inn verið sakfelldur fyrir glæpinn og rannsakendur viðurkenndu í vikunni að lausn máls-
ins væri ekki í sjónmáli. Rannsóknin hefur reynst sænsku lögreglunni afar þung í skauti
og hefur hún lengi legið undir ámælum. Morðið á Olof Palme er ein stærsta morðgáta
seinni tíma sem ekki hefur verið ráðin.
Norrænir stjórnmálamenn voru aftur minntir á mikilvægi öryggisgæslu þegar annar
sænskur ráðherra, Anna Lindh, var stungin til bana í verslunarmiðstöð í Stokkhólmi árið
2003. Hún var líka á ferð án öryggisvarða. Það er nöturlegt að fólk sem gegnir opinberum
störfum á Norðurlöndum geti ekki gengið óhult um götur en veruleiki eigi að síður.
Strákar sem dansa
„Forsetinn hefur ekki óskað eftir
slíkum fundum með mér.“
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra spurð-
ur í Spjallinu hjá Sölva hvort hann væri hættur að
hitta Ólaf Ragnar Grímsson.
„Svarið er nei.“
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra spurð
hvort hún hafi hótað forseta Íslands afsögn ef
hann staðfesti ekki Icesave-lögin.
„Ég held þetta sé í fyrsta skipti sem
hann gerir tvö mörk í sama leik.“
Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool.
Kona Pauls, sonar hans, ól tvíbura í vikunni.
„Tengdafólk mitt segir að
[Borgarfjörður eystri] sé falleg-
asti staður á landinu. Ég er ekki í
aðstöðu til að neita því.“
Pétur Hrafn Sigurðsson fagnaði fimm-
tugsafmælinu fyrir austan.
„Fólk með sínar
grúppur geta halt
sín eigin partý.“
Hildur Líf í viðtali við
Mónitor
„Ég vildi tala við unga fólkið á
Græna torginu og vera lengi á fótum
með því en svo fór að rigna. Guði sé
lof fyrir það.“
Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbíu, í eftirminnilegu
22 sekúndna viðtali við ríkissjónvarp landsins.
„Ef við náum ekki samkomulagi
strax um umbætur... mun blóðelfur
renna um Líbíu.“
Saif al-Islam Gaddafi,
sonur leiðtogans.
„Þegar ég kom var
ég strax settur á
sérfæði. Í stuttu
máli sagt var mér
tjáð að ég væri of
feitur.“
Danski markvörðurinn
Anders Lindegaard er
nýgenginn til liðs við
enska fótbolta-
stórveldið
Manchest-
er Unit-
ed.
Ummæli vikunnar
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Stofnað 1913
Útgefandi: Óskar Magnússon
Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal
nefnd lögspekinga til að semja álitsgerð um þetta
atriði. Það gerðu reyndar andstæðingar samn-
ingsins líka. Niðurstaða fyrri nefndarinnar varð
sú að samningurinn væri innan heimilda stjórn-
arskrárinnar. Þar munaði þó ekki miklu. Hin
nefndin hafði um það atriði miklar efasemdir.
Hefði sú túlkun verið uppi þá um gildi úrskurða
EFTA-dómstólsins og bindingu þeirra sem dóms-
niðurstöðu fyrir Ísland, sem sumir lögfræðingar
bera fram nú, getur enginn vafi verið á að þá
hefði samningurinn ekki rúmast innan stjórn-
arskrárinnar. Slíkt framsal á dómsvaldi hefði gert
út um það atriði. Nýlegur dómur Hæstaréttar
sýnir glöggt að rétturinn er sjálfur ekki í vafa um
þetta.
Hræðsluáróður um
„dómstólaleið“ missir flug
Því er augljóst að það er aðeins tímaspursmál
hvenær hræðsluáróðurinn um dómstólaleiðina
missir allt flug. Hinn mikli hræðsluáróður sem
fór af stað fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna fyrir ári
reyndist ómerkilegur spuni og ósannindavaðall,
sem margir vilja helst ekki muna eftir núna.
Stofnun eins og Seðlabankinn skaðaði sig var-
anlega er hann lét hafa sig í að taka þátt í slíku.
Sennilega gerði þátttaka „fræðasamfélagsins“ í
flutningi á heimsendaspám ekkert til fyrir það,
enda ekki úr háum söðli að detta.
Tvö prósent Íslendinga féllu fyrir hræðslu-
áróðrinum þá. Níutíu og átta prósent þeirra sem
kusu stóðu í lappirnar. Vona verður að kjarkleysi
ríkisstjórnarinnar sé ekki smitandi núna eins og
aðrar pestir með horkranga og hósta.
Regnvot vetrarstemmning
frá Lækjargötu.
Morgunblaðið/Ómar